Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 12
Par sem Reykjavíkurborg er enn fjarri
því marki að geta boðið fram dagvistun
fyrir öll börn, sem óskað er dagvistar
fyrir, er nauðsynlegt að hraða uppbygg-
ingu dagvistarheimila mun meira en nú-
verandi meirihluti leggur til. Borgarstjórn
samþykkir því að hækka framlag til dag-
vistarheimila um 15 milljónir, sem yrði til
að hraða byggingu dagvistarheimilis í Ar-
túnsholti.
Það er ekki nýtt að skortur sé á dagvist-
arrýmum fyrir börnin í borginni, en hitt
er nýtt að öllum rekstri dagvistar sé stefnt
í voða með því að greiða svo léleg laun
fyrir þau störf sem konur vinna þar að
hróplegur skortur verði á starfsliði. Þetta
gerðist á síðastliðnu hausti.
Til þess að reyna að hafa áhrif á kjara-
samninga konum í hag fluttum við eftir-
farandi tillögu, sem reyndar var samþykkt
í borgarstjórn.
Borgarstjórn samþykkir að leita eftir
því við Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar, að samningsaðilar kanni sérstak-
lega fyrir gerð nœstu sérkjarasamninga
röðun þeirra starfsheita í launaflokka,
sem að meirihluta eru skipuð konum.
Verði launaflokkaröðun þeirra starfsheita
borin saman við röðun annarra starfs-
heita.
1 nœstu sérkjarasamningum verði síðan
gerðar breytingar á röðun í launaflokka á
grundvelli niðurstaðna framangreindrar
könnunar.
Þegar barn verður 6 ára sleppa dagvist-
ir af því hendinni, en skólinn verður því
ekki það athvarf sem það þarfnast. Það
hefur gengið mjög treglega að þoka fram
breytingum í þessum efnum. Síðasta til-
raun okkar var gerð 17. október á síðast-
liðnu hausti. Þá lögðum við eftirfarandi
fram:
Borgarstjórn samþykkir að hefja tilraun
með lengri dvöl yngstu fjögurra til fimm
árganganna í skólum borgarinnar á þessu
skólaári.
Gerð verði könnun á því, hversu margir
foreldrar hefðu hug á að notfœra sér slíka
þjónustu. Að könnun lokinni yrði tilraun
hafin í þeim skólum, þar sem aðstœður
leyfa. Með börnunum verði kennarar og
fóstrur.
Vegna þessarar tilraunar verði samráð
haft við menntamálaráðuneytið með hugs-
anlega þátttöku þessi í kostnaði í huga.
Tillaga þessi, sem er samhljóða tilögu
fluttri af borgarfulltrúum Alþýðubanda-
lagsins við gerð síðustu fjárhagsáœtlunar,
er sett fram vegna þeirrar staðreyndar, að
um 80% kvenna vinna utan heimilis, og
því þörf á öruggum uppeldisstað fyrir
börnin.
Nœrri 3. hvert barn á aldrinum 7-12
ára, sem á útivinnandi foreldra, er nú á
eigin vegum einhvern hluta dagsins.
Skólabyggingar hafa ekki haldist í hend-
ur við þarfirnar þessi fjögur ár. Aðeins í
Grafarvogi hafa menn gengið rösklega til
verks, en vandræðaástand hefur verið í
Breiðholti og Vesturbænum.
Árvissar eftirrekstrartillögur hafa hér
engu um þokað.
Gamla fólkið
Á vordögum 1982 var verið að Ijúka
við byggingu Droplaugarstaða, myndar-
legu dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir
aldraða og teikningar voru fullbúnar af
dvalarheimili í Seljahlíð fyrir 80 manns,
en þá tók við nýr meirihluti í borgarstjórn
12