Réttur


Réttur - 01.01.1986, Síða 22

Réttur - 01.01.1986, Síða 22
gert? Ég held einmitt að við getum gert mikið. Svo viil til, að við erum búsett í landi, sem í hernaðarlegu tilliti er eitt hið mikilvægasta á jörðinni. Það er á valdi annars mesta herveldisins. Og nú kem ég að tillögunni, sem ég minntist á í upphafi. Hún er erindi mitt til ykkar. Og hún er á þessa leið: Ég legg til, að við segjum upp hervernd- arsamningnum við Bandaríkin í samræmi við uppsagnarákvæði hans. LJm leið til- kynnum við, að samningar um endur- skoðun hans komi því aðeins til greina, að Bandaríkin hafi á tilskildum tíma sam- ið um að eyðileggja öll kjarnorkuvopn samkvæmt áætlun, banna framleiðslu þeirra og sömuleiðis allan vígbúnað í geimnum, og í nýjum samningi, ef til kæmi, væri auk venjulegra uppsagnar- ákvæða skýrt tekið fram, að hann félli úr gildi jafnskjótt og þessar forsendur hans brystu. Jafnframt segjum við okkur úr NATO og losum okkur þar með við þær skuldbindingar, sem aðildinni fylgja. Það er fullkomlega raunhæft að setja slík skil- yrði, því að hver sá sem hefur einhver kynni af heimsmálunum og vill vita, veit að það er á valdi Bandaríkjanna að gera slíkan samning. Við þessu gætu Bandaríkjamenn brugðist á þrennan hátt: Þeir gætu orðið við tilmælum okkar. Þeir gætu hafnað þeim og farið burt með herinn og allt sitt hafurtask. Og þeir gætu níðst á vopn- lausri þjóð, beitt okkur valdi og setið hcr kyrrir með vígtól sín í trássi við vilja þjóðarinnar. Hvern kostinn sem þeir veidu, mundi þetta verða ómetanlegt framlag í baráttu jarðarbúa fyrir kjarnorkuafvopnun. Að sjálfsögðu munu margir svara því til, að óraunsætt sé að gera ráð fyrir að þeir veldu fyrsta og besta kostinn. Ef þeir veldu annan kostinn, mundum við losna við herinn og alla þá ógn, sem honum fylgir. Ef þeir veldu síðasta kostinn, væri það ekki einungis versti kosturinn fyrir okkur heldur líka fyrir Bandaríkin sjálf. En hvern kostinn sem þeir veldu, mundi rödd íslands heyrast og bergmála um alla heimsbyggðina. Og vegna þess hvað hnattstaða okkar er mikilvæg, mundi hún jafngilda rödd stórveldis. Ég endurtek: Þetta yrði ómetanlegt framlag í baráttu okkar og allra jarðarbúa fyrir lífi sínu. Það mundi verða fordæmi fyrir aðr- ar þjóðir og nafn Islands yrði nefnt með virðingu og blessað af miljónum manna víðsvegar um heim. Nú geri ég mér engar vonir um að nú- verandi stjórnvöld okkar muni leggja eyr- un við þessari tillögu. En það er hægt að skipta um valdhafa. I'átt heyrið þið oftar í fjölmiðlum en hástemmt lof og dýrð um lýðræðið, sem við búum við. Ef allt það er rétt, sem sagt er um lýðræðið, þá eruð það þið hlustendur góðir og aðrir sam- landar ykkar, sem ráðið, þið eruð vald- hafarnir. Þess vegna sný ég tali mínu til ykkar. Ef þið fallist á tillöguna, þá getið þið séð til þess, að hún verði tekin til greina með því að kjósa þá eina til Alþingis, sem skuldbinda sig til að fylgja henni. Og nú bið ég ykkur að grannskoða samvisku ykkar áður en þið gangið að kjörborðinu næst, gera ykkur Ijóst hvaða vald þið hafíð, hvers þið eruð megnug, ef þið kunnið að beita því, og hvaða ábyrgð þið takið á ykkur gagnvart þjóð ykkar og öllu mannkyni, þegar þið greiðið atkvæði. Það varðar líf okkar allra, að þið gerið rétt. Margur trúaður maður hefur spurt guö sinn ráða á kyrrlátum stundum, þótt minna væri í húfí.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.