Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 30

Réttur - 01.01.1986, Page 30
Jón Helgason 30. júní 1899 — 19. janúar 1986 Jón Helgason prófessor og vísindamaður íslenskrar tungu og fræða er hniginn til foldar. Enn eitt af þeim mikilmennum andans, fæddum um aldamótin, sem hófu um miðbik aldarinnar íslenska menningu, skáldskap og list, til æðstu reisn- ar, er hún hefur öðlast, hefur nú kvatt. Hann vann sem vísindajöfur tungu vorrar og fornbókmennta þau afrek, er ei munu firnast. Hafa aðrir gert betri grein fyrir því stórvirki og mun ég eigi reyna um það að fjalla. Þakkirnar til hans fyrir þau verk verða þar ein að nægja. En það er hið stórfenglega, — einkenn- andi fyrir þjóðarsál vora og sameiginlegt fleirum af bestu vísindamönnum vorum, — að hann er um leið eitt af stórskáldum vorum, sem með ódauðlegum ljóðum lyftir íslenskum ættjarðarljóðum aftur upp á þann hæsta tind, sem þau hafa náð. „Afangar“ eru eitthvert fegursta, kyngi- magnaðasta kvæði, sem ort hefur verið á íslenska tungu, líf og draumar kynslóð- anna öld eftir öld ofið inn í þennan dýrð- aróð þjóðar í nauð, sem andlega aldrei lét bupast. I ljóðlist hans rennur saman tign og 30

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.