Réttur - 01.01.1986, Síða 35
skyldu hætta verkfallinu, ef að þessum
skilyrðum „Nafta“ yrði gengið — og lét
nkisstjórnin undan. Verkfallinu var hætt
31. desember og þrem mánuðum síðar
var bensíntankur Nafta kominn upp og
Nafta farið að selja bensínið á 32 aura og
síðan 29 aura.
Fátækir bílstjórar í Reykjavík höfðu
undir forustu Sveinbjarnar og annara
ágætra baráttumanna beygt „hina vold-
ugu bresku olíuhringi“, sem urðu nú að
selja bensínið á 32 aura, taka á sig þá
verðhækkun, sem ríkisstjórnin ætlaði að
láta hinar vinnandi stéttir bera.
Er þessi frækilegi sigur enn til fyrir-
niyndar um hvernig róttæk verkalýðs-
samtök geta sigrað volduga andstæðinga.
En barátta Sveinbjarnar var ekki ein-
skorðuð við bílstjórana. Hann tók einnig
upphafi þátt í baráttu alþýðu gegn
áýrtíðinni með myndun pöntunar- og
kaupfélaga.
Sveinbjörn beitti sér fyrir sameiningu
slíkra félaga, er tókst að lokum 1937, er
Eaupfélag Reykjavíkur og nágrennis
(KRON) var stofnað og var Sveinbjörn
kosinn fyrsti formaður þess og var það í
6 ár, en í stjórn þess til 1960. Það var í
uPphafi hart sótt að því félagi af ofstækis-
Killum og voldugum aðiljum og naut bar-
attuþróttur Sveinbjarnar sín vel í þessari
viðureign sem annarsstaðar.
Sveinbjörn Guðlaugsson var einlægur
°8 fórnfús sósíalisti og fékk reykvísk al-
Þýða að njóta baráttuhæfileika hans í rík-
um mæli. Mun hans ætíð minnst með
bakklæti og virðingu af þeim, sem með
*t°num börðust og öllum þeim, er fengu
að njóta starfs hans og forustu í lífsbar-
áttu alþýðu.
EINAR OLGEIRSSON
P.S.
Sveinbjörn reit bækling þann 16.
janúar 1936, er heitir „Bílstjóraverk-
fallið“ og er hann afar fróðleg heimild
fyrir alla þá, sem vilja kynna sér þau
stórmerku átök og alþýðusigur.
E.O.
BÍLSTJORA-
VERKFALLIÐ
EFTIR
SVEINBJÖRN GUÐLAUGSSON
íormann „Vörublfrelöastjóradeildar
Dagsbrúnar'.
REYKJAVÍK 1936
FÉLAGSPRENTSUIÐJAN
35