Réttur


Réttur - 01.01.1986, Page 37

Réttur - 01.01.1986, Page 37
sér innlenda erindrekastétt, hina svonefndu „vetrarprangara“, er keyptu vöru þeirra á haustin og okruöu á almenningi aö vetri. Nú drottnar yfir fjármálum íslands handaríski alþjóöagjaldeyrissjóöurinn og ákveður raunverulega lífskjör — og þrcng- ir svo að henni sem öll alþýða finnur meir °g meir. Innrásarher Kanans hefur nú haldið landinu herteknu áratugum saman °g heimtaði upphaflega að fá það til 99 ára og hluta þess alveg undir amerísk yhrráð. Þessi innrásarher er nú — í sam- ráði við bandarísku fjármáladrottnana — að tryggja sér „herprangarastétt" að hætti einokunarkaupmanna forðum. Þessi milljónamæringastétt er nátengd valdamönnum stjórnarflokkanna, ræður stærstu blöðum landsins og hyggur nú á að koma sér upp eigin útvarps- og sjón- varpsstöðvum, til þess að forheimskva 'andsbúa og gera þá þýlynda gagnvart árottnunarvaldi því, sem lagt hefur ísland undir sig. Islendingar börðust hart og lengi gegn °lurvaldi einokunarkaupmanna og inn- 'endra bandamanna þeirra.1 Svo mun og verða gegn því hervaldi og auðdrottnum, sem nú ætla sér að drottna afram yfir landi voru og gera þjóð vora Ser undirgefna í krafti „galdurs" þess, er fjölmiðlar nútímans veita slíkum arðræn- 'nSjum aðstöðu til að beita. Pví var það að Sósíalistaflokkurinn að- 'araði þjóðina fvrst og fremst við þcirri ha-*ttu, cr síðara hernámið skall á 1951 — °8 sagði þá:: ^Standið vörð gegn því hernámi liug- aiis oji hjartans, gegn (örheimskuninni og Þýlyndinu, sem leppblöðin og leppllokk- ar amerísks auðvalds hoða, — því það f'ernám er öllu öðru hættulegra." Gegn þessari hættu, hafa íslenskir sós- íalistar og aðrir föðurlandsvinir barist í meir en 40 ár og Þjóðviljinn verið hið ske- legga vopn þjóðfrelsisins. Slíkt er skylda hvers þess málgagns, sem vernda vill þjóð- frelsi vort. Er það sérstaklega liart að horfa upp á erindreka innrásarhersins reyna að blekkja þjóðina meö því að inn- rásarherinn sé henni hér til „varnar"! — einmitt þegar augu fólks opnast meir og meir fyrir því að Kaninn er aðeins að nota land og þjóð til að fórna hvortveggja i því kjarnorkustríði, er hann hefur stefnt að síðan 1945, en er nú orðinn hálfsmeyk- ur við að leggja í sakir máttar Sovétríkj- anna og áhrifa friðarhreyfinganna. Vér vonum því að íslenskir sósíalistar og vígreif verkalýðs- og þjóöfrelsishreyf- ing muni á næstu árum hrista svo af þjóð vorri slenið að hún rísi upp í sjálfstæðis- baráttu sinni og reki þann innrásarlýð af höndum sér, sem er að reyna að spilla henni og niðurlægja, til þess að geta not- að land vort sem drápsstöð og árásareyju, ef ameríska „stóriðju- og hernaðar- klikan" leggur út í þá sjálfsmorðsstyrjöld mannkynsins, sem hana hefur dreymt um í vitskertri valdapólitík sinni. — en er nú að byrja að óttast sjálf. Þaö hefur því aldrei verið nauðsynlegra þjóö vorri en nú að minnast og breyta eft- ir kjöroröinu forna: Eigi víkjii! SKÝRINCiAR: I l.csa m;i um |ia baratlu i bók Jóns AOils „I inok- uuaiALTslun Dana a íslandi". ckki síst í kaflan- tnn ..ViOskipti cinokunai kaupmanna oc Islctul- inca" oi> mcstu koHum |iar a cltir. d l 'r ,.A\arpi til Islcndinga" S. mai lós 1. birt m.a. i ..Rclli" 1V5I. bls. 145-140. 37

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.