Réttur


Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 37

Réttur - 01.01.1986, Qupperneq 37
sér innlenda erindrekastétt, hina svonefndu „vetrarprangara“, er keyptu vöru þeirra á haustin og okruöu á almenningi aö vetri. Nú drottnar yfir fjármálum íslands handaríski alþjóöagjaldeyrissjóöurinn og ákveður raunverulega lífskjör — og þrcng- ir svo að henni sem öll alþýða finnur meir °g meir. Innrásarher Kanans hefur nú haldið landinu herteknu áratugum saman °g heimtaði upphaflega að fá það til 99 ára og hluta þess alveg undir amerísk yhrráð. Þessi innrásarher er nú — í sam- ráði við bandarísku fjármáladrottnana — að tryggja sér „herprangarastétt" að hætti einokunarkaupmanna forðum. Þessi milljónamæringastétt er nátengd valdamönnum stjórnarflokkanna, ræður stærstu blöðum landsins og hyggur nú á að koma sér upp eigin útvarps- og sjón- varpsstöðvum, til þess að forheimskva 'andsbúa og gera þá þýlynda gagnvart árottnunarvaldi því, sem lagt hefur ísland undir sig. Islendingar börðust hart og lengi gegn °lurvaldi einokunarkaupmanna og inn- 'endra bandamanna þeirra.1 Svo mun og verða gegn því hervaldi og auðdrottnum, sem nú ætla sér að drottna afram yfir landi voru og gera þjóð vora Ser undirgefna í krafti „galdurs" þess, er fjölmiðlar nútímans veita slíkum arðræn- 'nSjum aðstöðu til að beita. Pví var það að Sósíalistaflokkurinn að- 'araði þjóðina fvrst og fremst við þcirri ha-*ttu, cr síðara hernámið skall á 1951 — °8 sagði þá:: ^Standið vörð gegn því hernámi liug- aiis oji hjartans, gegn (örheimskuninni og Þýlyndinu, sem leppblöðin og leppllokk- ar amerísks auðvalds hoða, — því það f'ernám er öllu öðru hættulegra." Gegn þessari hættu, hafa íslenskir sós- íalistar og aðrir föðurlandsvinir barist í meir en 40 ár og Þjóðviljinn verið hið ske- legga vopn þjóðfrelsisins. Slíkt er skylda hvers þess málgagns, sem vernda vill þjóð- frelsi vort. Er það sérstaklega liart að horfa upp á erindreka innrásarhersins reyna að blekkja þjóðina meö því að inn- rásarherinn sé henni hér til „varnar"! — einmitt þegar augu fólks opnast meir og meir fyrir því að Kaninn er aðeins að nota land og þjóð til að fórna hvortveggja i því kjarnorkustríði, er hann hefur stefnt að síðan 1945, en er nú orðinn hálfsmeyk- ur við að leggja í sakir máttar Sovétríkj- anna og áhrifa friðarhreyfinganna. Vér vonum því að íslenskir sósíalistar og vígreif verkalýðs- og þjóöfrelsishreyf- ing muni á næstu árum hrista svo af þjóð vorri slenið að hún rísi upp í sjálfstæðis- baráttu sinni og reki þann innrásarlýð af höndum sér, sem er að reyna að spilla henni og niðurlægja, til þess að geta not- að land vort sem drápsstöð og árásareyju, ef ameríska „stóriðju- og hernaðar- klikan" leggur út í þá sjálfsmorðsstyrjöld mannkynsins, sem hana hefur dreymt um í vitskertri valdapólitík sinni. — en er nú að byrja að óttast sjálf. Þaö hefur því aldrei verið nauðsynlegra þjóö vorri en nú að minnast og breyta eft- ir kjöroröinu forna: Eigi víkjii! SKÝRINCiAR: I l.csa m;i um |ia baratlu i bók Jóns AOils „I inok- uuaiALTslun Dana a íslandi". ckki síst í kaflan- tnn ..ViOskipti cinokunai kaupmanna oc Islctul- inca" oi> mcstu koHum |iar a cltir. d l 'r ,.A\arpi til Islcndinga" S. mai lós 1. birt m.a. i ..Rclli" 1V5I. bls. 145-140. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.