Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 39
Filippseyjar
Filippseyjar uröu spönsk nýlenda
1565-69. A 19. öld rak hver uppreisnin
aðra gegn spánska nýlenduvaldinu, hin
skæðasta undir forustu Aquinaldos 1896-
1898. Þá notuðu Bandaríkin tækifærið,
þóttust styðja uppreisnina og keyptu síð-
an eyjarnar af Spáni fyrir 20 milljónir
óollara. Réðst Bandaríkjaher síðan á þá
ríkisstjórn, er eyjaskeggjar höfðu komið
á laggirnar í frelsisbaráttu sinni, tóku
forsetann, Aquinaldo, fastan og börðu
eyjaskeggja niður með mestu grimmd.
Stjórnaði Bandaríkjastjórn síðan eyjun-
um sem nýlendu, en varð, er fram í sótti
3ð veita nokkra sjálfstjórn.
Síðustu áratugina hefur Markos sem
leppur Bandaríkjanna, stjórnað eyjaríki
þessu með blóðugri harðstjórn og fengið
mikið fé fyrir frá Bandaríkjastjórn. Talið
er að hann eigi í eignum erlendis um
limm milljarða dollara. Stundum er talað
um allt upp undir 30 milljarða Markosar.
Hinsvegar eru erlendar skuldir Filipps-
eyja taldar vera um 26 milljarðar dollara.
Tugþúsundum saman hafa íbúarnir
reynt að flýja harðstjórn hans, en gengið
'msjafnlega. Aðrir hafa risið upp gegn
harðstjórninni undir forustu kommúnista
°g náð tökum á allmörgum eyjum. Berj-
ast kommúnistar fyrst og fremst fyrir því
að gífurlegum jarðeignum stórlaxanna sé
skipt upp á milli hinna fátæku bænda,
Sem þræla á þeim. Eiga vafalaust eftir að
Verða mikil þjóðfélagsleg átök um hvort
iinað verður á drottnun hinna forríku
landeigenda og dregið úr kúgun bænda.
Hafa nú helstu foringjar kommúnsta ver-
'ð látnir lausir eftir 10 ára fangavist.
I febrúar 1986 reyndi Markos að falsa
forsetakosningar, er fram fóru eftir að
hann lét myrða leiðtoga stjórnurandstöð-
unnar, Aquino, við komu hans til Filipps-
eyja, eftir útlegð í Bandaríkjunum. — En
ekkja Aquinos bauð sig fram sem forseta-
efni og sigraði. Markos þorði ekki annað
en flýja land, er Bandaríkjastjórn bauð
honum landvist, þar sem hann gæti notið
hinna stolnu auðæfa sinna. En Banda-
ríkjastjórn ætlar sér augljóslega að reyna
að ná tökum á hinni nýju stjórn, því hún
hefur tvær af stærstu herstöðvum sínum
á Filippseyjum.
Fátæktin er ægileg á Filippseyjum og
stéttaskiptingin óskapleg. Erfitt er að
spá um framhaldið.
En það hriktir víða í bandaríska heims-
veldinu.
En talið er að allt sé enn rólegt í Kefla-
vík!
39