Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 42
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ: Stéttir Pessi smásaga er rituð upp úr árunum 1968—9, árum stúdentauppreisnarinnar. Eins og þetta sé nokkru lagi líkt, álpast um á götuhornum og selja biöð. Eins og blaðasala sé nokkuð nema fyrir krakka- greyin. Þau fá máski rétt fyrir gospillu og sleikibrjóstsykri. Ætli nokkur kaupi svo af ykkur? Og þó svo væri að einhverjir vilji kaupa þetta af ykkur þá les þetta varla nokkur maður. Að minnsta kosti höfum við verkamenn annað með tímann að gera en grína í þetta smásaxaða hug- sjónarugl ykkar. Ofan í kaupin sýnist mér þetta vera eins konar aðferð hjá ykkur til að losna við vinnu. Komast hjá því að erf- iða fyrir lífsviðurværi sínu, en er svo sem ekki neitt neitt. Sýnast þó vera að vinna eitthvað og bjóða mönnum plaggöt og pappíra. Pað er þá líka fögnuðurinn því hvað er svo sem í þessum bréfsnifsum nema tóm munnræpa úr einhverjum kján- um sem glápa langt út í heim — Portúgal og Spán. Ekkert nálægt þeim málum hér sem okkur varðar eða viljum vita um. Það eru ekki einu sinni almennilegar klámsögur í þessum afstyrmis-miðum ykkar. Haldið þið kannski að það renni út úr okkur munnvatnsslepjan þó að þið hristið þessa prentpésa framan í okkur, o — sei sei nei, það er ekki mikil hætta á því. En verkaliðið það verður að hugsa um vinnu sína. Það fæst ekki svo mikið út úr þessu bölvaða puði, alltaf verstu og erfiðustu verkin en minnsta kaupið. Og svona hefur það alltaf verið, er það ekki? Er það eitthvað að skýrast fyrir fólki seg- irðu. Eins og hvurnin, er það ekki víðtek- in regla um allan heim að þræla út vinnu- fólki og borga því skít úr hnefa. Þetta er máski eitthvað öðruvísi í dýrðarríkjum kommúnistanna eða hvað? Jæja, held- urðu að það sé svipað. Fáið premíu seg- irðu fyrir sérleg afköst, mikla útjöskun. Já grunaði ekki Gvend, eins og við fáum ekki ábót hérna þegar allt er að fara til fjandans og sérstaklega þarf að reka á eftir. Við bara köllum það bónus og hann er aldrei nógu hár. Þið ættuð að skrifa um hann, breyta honum; væri gagnlegt verkefni hér á heimavígstöðvum. Mundi koma okkur að gagni og jafnvel ykkur —. Nema það sé eitthvað öðruvísi með ykkur þessa rót- tæklinga en annað fólk, máski þurfið þið ekki vinnulaun en þvælið í kjaftæði og áróðri. Eruð víst allir eins, alltaf í ein- hverju fjarlægu og langt í burtu en ekki þar sem verið er að vinna — enda eigið þið varla fyrir tóbaki. Maöur hefur nú svo sem heyrt að þið dragið fram lífið á náms- launum og skipið ykkur í kommúnur svo þið getið notað fötin hvort af öðru. En ætli það sé nú ekki aðallega gert til þess að brýna hnífana hvort fyrir annað og möndla byssurnar eins og blaðið segir um stúdenta 1. des. Hvern fjandann ætti ég svo sem að gera við þennan snepil? Ekki ligg ég í lesningum eða finnst þér ég 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.