Réttur - 01.01.1986, Side 43
eitthvað líklegur að styrkja ykkur í þessu
bölvaða ráðleysi og flandri að trufla vinn-
andi fólk?
Andskoti að nokkur stéttarbaráttun-
eisti er í ykkur nema þá úr þessari auðnu-
leysis og kjaftablaðurs-stétt sem alltaf er
að stækka.
Hann lyfti hnallinum upp og þjappaði
niður hægt og gætilega fyrir næstu tvær
hellur. Það varð að þjappa mjög vandlega
en þó gætilega því ekki mátti missa hnall-
inn í þær hellur sem búið var að leggja.
Af langri reynslu var hann búinn að fá til-
finningu og taugar fyrir þessu þjöppu-
standi og reyndar líka titring í axlarliðina.
Það var erfitt að lyfta hnallinum svona
upp undir brjóst og láta hann svo falla,
falla niður í sandinn aftur. Það dúaði
undan hnallinum og maður dúaði sjálfur,
titraði, hríslaðist til. Þó var þetta lífið,
sjálf lífsafkoman, að vinna fyrir sér og
máski megin tilgangur mannanna á jörðu
hér. Reyndar vissi hann það ekki fyrir
víst, aldrei hafði hann lært neitt nema
•eggja hellur, þjappa og jafna undirstöðu
að nýjum stéttum. Meiri lifandis ósköpin
sem þurfti af stéttum í þessari borg; allir,
hreint allir, vildu hafa stéttir en hver vildi
svo sem jafna eða þjappa. Og víst var
gott að hafa nóg að gera, langan vinnu-
tíma það var þó undirstaðan að efna-
skiptum og lifibrauði, já, reyndar grunn-
ur allra stétta í borginni og þó víðar væri
leitað.
Stéttir eru líka til margra hluta nytsam-
legar og sannkallað augnayndi sem mað-
ur getur speglað sig í þegar blotnað hefur
á. Þá er og hægt að spranga um þær á
góðviðrisdögum og spá í götulífið. Ekki
þarf að óttast misfellur eða agnúa ef vel
hefur verið hnallað og undirlagið með
réttri kornastærð, dyggilega þjappað.
Líka vita það allir að við lifum í frjálsu
lýðræðislandi og höfum breiðar og víð-
áttu miklar stéttir. Sem hreint ekki rekast
hver á annarra horn eða mynda þröskulda
og bólgur vegna ólgu í undirlaginu. Það
er mikill vandi að fella stéttir og þarf al-
veg ótrúlega þolinmæði. Leggja hverja
einstaka hellu að annarri, jafna þær og
hallamæla. Þær voru sem einstaklingar í
þjóðfélaginu, hver með sínu snitti að
þykkt og lengd, ærið misjafnar, en þó í
höfuðdráttum allar eins. Þannig var það
líka í mannlífinu að mennirnir voru allir
eins, samt var það svo ef betur var að gáð
þá voru þeir ekki einu sinni líkir og
vandalaust að þekkja þá í sundur.
Á því var samt enginn minnsti vafi að
niðurlagning hinria einstöku steina og
réttleiki þeirra var hreint og klárt yfir-
borðs atriði. Höfuðatriðið var auðvitað
hin efnislega undirstaða, kornastærð og
traustleiki jarðvegsins. Hafði líka oft sagt
það við verktakann hérna — þær endast
ekki lengi þessar stéttir, jarðsambandið
er ógott og blekkjandi. Þær munu bólgna
upp og rotna því það er kalt stríð neðan
frá í frostum en þungi og kröfur hins
heimtufreka mannlífs að ofan. Og þær munu
splundrast, agnúar, brúnir og þröskuldar
koma í Ijós og skýrast þegar þær byltast
um og mennirnir verða aftur að ganga á
jörðinni eins og hún kom úr hvolfinu.
„En þá verð ég búinn að fá annað verk í
öðru hverfi“, sagði taki — hann var alltaf
að hugsa um sína mjög svo tímalegu vel-
ferð og ágóðahlutinn.
Alls konar fólk streymdi fram hjá þeim
í báðar áttir en gaf þeim ekki gaum. Það
var ekki tiltökumál að unglingspiltur og
erfiðismaður ræddu saman á gangstétt.
Það vantaði heldur ekki viðmælendur
þetta fólk sen hraðaði leit sinni að lífsfyll-
ingunni, sem alltaf gat verið rétt að
sleppa frá manni. Hún virtist jafnvel vera
43