Réttur - 01.01.1986, Page 48
mannasamband íslands“, hiö fyrsta, þótt
skammlíft yrði, deyr 1910.
Guðjón Baldvinsson3 frá Böggvis-
stöðum vekur á þessum fyrsta áratug
aldarinnar þá tvo menn til hugsunar um
og baráttu vegna þjóðfélagshreyfinga, þá
Jónas frá Hriflu og Ólaf Friðriksson, sem
áttu eftir að vinna stórvirki og setja mark
sitt á rísandi þjóðfélagshreyfingar.
Og áratug eftir að „Alþýðublaðið“
gamla hóf göngu sína hafa þær stórbreyt-
ingar gerst, sem leggja grundvöllinn að
því nútíma íslandi stéttabaráttunnar, sem
við þekkjum.
1911 hóf Jónas frá Hriflu að rita sínar
harðvítugu árásargreinar á auðvaldsþjóð-
félagið í Skinfaxa, tímarit ungmennafé-
laganna.
1913 hóf Verkamannafélagið Dagsbrún
að gefa út „Verkamannablaðið“, mest-
megnis undir ritstjórn Péturs G. Guð-
mundssonar, blað, er helgaði sig sósíal-
ismanum og reit Porsteinn Erlingsson og
nokkrar greinar í það. Kom það út fram
á árið 1914 (frá maí 1913 til janúar 1914).
1915 stofnaði Ólafur Friðriksson „Jafn-
aðarmannafélagið“ á Akureyri hið fyrsta
á íslandi.
í þessu blaði birtir Ólafur fyrstu stefnu-
skrá sósíalista á íslandi.4
Mörg verkalýðsfélög höfðu verið stofn-
uð víða um land á þessum árum5 og með
árunum 1914 til 1916 rísa upp hin sterku
verkalýðssamtök framtíðarinnar í Reykja-
vík.
25. okt. 1914 höfðu konur stofnað
Verkakvennafélagið Framsókn. Stjórn
þess var í upphafi: Jónína Jónatansdóttir
formaður, Karolína Siemsen varaformað-
ur, Bríet Bjarnhéðinsdóttir ritari, Jónína
Jósefsdóttir fjármálaritari og María Pét-
ursdóttir gjaldkeri. 68 konur voru stofn-
endur, en félagar voru 13. des. orðnir 98.
10. júlí 1915 hóf blað jafnaðarmanna
„Dagsbrún“, útgefendur: nokkur iðnað-
ar- og verkamannafélög, göngu sína und-
ir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar6.
Hásetafélag Reykjavíkur er stofnað í
október 1915. Aðalforgöngumaður Jón
Guðnason, en þeir Ólafur Friðriksson og
Jónas frá Hriflu komu þar og við sögu.
26. janúar 1916 lögðu svo þessi
verkamanna- og sjómannafélög út í fyrstu
hörðu kosningabaráttu sína í Reykjavík
og fengu við bæjarstjórnarkosningarnar
26. janúar 1916 3 menn af 5 kosna í
bæjarstjórn: þá Jörund Brynjólfsson,
Ágúst Jósefsson og Kristján V. Guð-
mundsson.
Jörundur Brynjólfsson var einnig á
þessu ári kjörinn formaður Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar og í október 1916
kjörinn alþingismaður í Reykjavík, fyrsti
þingmaður, studdur af jafnaðarmönnum.
Þetla ár, 1916, markar tímamótin í
stjórnmálasögu Islands.
Alþýðusamband íslands, sem um leið
er Alþýðuflokkur, fyrsti sósíalistaflokkur
á íslandi, er stofnað 12. mars 1916. For-
seti var fyrstur kosinn Ottó IV. Þorláksson
og síðar Jón Baldvinsson.
Sama ár hefur „Réttur“ göngu sína
með Þórólf Sigurðsson í Baldursheimi að
ritstjóra. Og í fyrsta árgangi hans birtist
fyrirlestur Þorsteins Erlingssonar: „Verka-
mannasamtökin“, er hann hafði haldið \
Dagsbrún sunnudaginn milli jóla og nýárs
1912 og ennfremur grein Benedikts á
Auðnum „Stríðið“, þar sem hann skil-
greinir réttilega hinar þjóðfélagslegu ræt-
ur stríðsins, enda hófst greinin með til-
48