Réttur - 01.01.1986, Page 50
LUTZ PRIESS:
Fjörutíu ára
Sósíalískur
einingarflokkur
Fýskalands (SED)
Fyrir fjörutíu árum, 21. apríl 1946, innsigluöu Wilhelm Pieck og Otto Grote-
wohl með sögulegu handabandi á sameiningarflokksþingi Kommúnistaflokks
Þýskalands (KPD) og Jafnaðarmannaflokks Þýskalands (SPD) í Berlín stofnun
Sósíalíska Einingarflokks Þýskalands(SED), sameiningar- og baráttuflokks
verkalýðsins, og þar með lauk áratuga löngum, örlagaríkum klofningi þýskrar
verkamannastéttar.
Stofmin einingarflokks verkalýðsstétt-
arinnar á núverandi landsvæði Þýska al-
þýðulýðveldisins (DDR) var einn af
stærstu viðlnirðuni í sögu þýskrar verka-
lýðsbaráttu, skref sem hafði þýöingu fyrir
framtíðina. Sameinaði flokkurinn átti sér
djúpar rætur í baráttu byltingarafla fyrir
einingu þýskrar verkalýðsstéttar, sem í
byrjun aldarinnar var klofín af heimsvalda-
stefnu og hentistefnu. KPD sem var stofn-
aöur í hita Nóvemberbyltingarinnar
1918-1919 og var undir stjórn Ernst
Thálmann frá 1925, hafði gert ítrekaöar
tilraunir til að sameina baráttu kommnú-
ista, jafnaðarmanna, verkalýðsfélaga og
kristilegra- og óflokksbundinna verka-
manna gegn afturhaldi, fasisma og stríði.
Hægrisinnaðir leiðtogar SPD og verka-
lýðsfélaga höfnuðu sameiginlegum aö-
gerðum verkalýðsstéttarinnar og héldu
áfram samstarfi við borgarastéttina.
Með uppbyggingu fasistaeinræðisins
fyrir augum — sem var beiskur ósigur
þýskrar verkalýðsbaráttu — og stríðhætt-
una yfirvofandi jók KPD viðleitni sína til
sameiningar verkalýðsstéttarinnar sem
kjarna breiðfylkingar gegn nasistum.
Baráttuna gegn nasistum, þarsem komm-
únistar færðu stærstar fórnir. tengdu þeir
uppbyggingu samræmds fjöldaflokks
þýskrar verkalýðsstéttar.
I röðum þýskra jafnaðarmanna fjölgaði
einnig þeim öflum sent augliti til auglitis
við sama óvin sáu nauðsyn þess að taka
höndum saman. í andófsbaráttunni gegu
fasismanum, í útrýmingarbúðum og fang-
elsum svo og f útlegð náðu kommúnistai'
og jafnaðarmenn saman þrátt fyrir mis-
munandi skoðanir. Þeir lögðu hornstein-
inn að enn nánara samstarfi eftir frelsun-
ina frá fasismanum. Margir þcirra létu lít-
ið í þeirri baráttu. Þaö var þeirra framlag
til hinna eftirlifandi.
Sigur Sovétríkjanna og bandamanná
þeirra gegn Hitler um vorið 1945 gat
þýsku þjóðinni tækifæri til að byggja upp
50