Réttur


Réttur - 01.01.1986, Síða 60

Réttur - 01.01.1986, Síða 60
vinna sín verk í þögn og þolinmæði, þó hún ætti ekki alltaf sjö dagana sæla, eftir því sem ég heyrði sagt. Loks kemur að því, að Bjagga leggst á sæng og eignast dreng, sem sagt var að hefði verið mjög efnilegur. Hún fékk víst að liggja þarna sængurleguna, en það var víst ekki meira en svo, því þá þurfti hún að segja til um faðerni barnsins, og var það Árni, sonur hjónanna Jakobs og Þuríðar. Ekki fékkst amma drengsins til að líta á hann, en þá kom séra Sigurður í Vigur, sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og var ævinlega málsvari lítilmagnans, og skírði drenginn Harald Árnason, svo Þuríður varð að láta í minni pokann fyrir vinnu- konunni. Ekki hefur þetta verið áreynslu- laust fyrir Bjöggu, að standa frammi fyrir þessu ofurefli, en hún stóð fast á sínu, því hún vissi, að hún hafði réttinn sín megin. Nú hrekst hún burtu frá þessu heimili í Ögri. En Guð leggur öllum líkn með þraut, því hjónin Andrés og Þorbjörg á Blámýrum bjóðast til að taka drenginn og ala hann upp sem sinn eigin son, sem þeirra var von og vísa. En þau hjónin, sr. Sigurður og frú Þórunn í Vigur, ráða Bjöggu til sín sem eldhússtúlku, og þá sá ég Bjöggu í fyrsta sinn, og ætla nú að lýsa því, hvernig hún kom mér fyrir sjónir. Ég tók alltaf vel eftir fólki sem kom á Vigur- heimilið og þegar ég sá Bjöggu í fyrsta sinn, veitti ég henni sérstaka athygli af því ég hafði heyrt svo mikið um hana talað: Hún var frekar lágvaxin, andlits- fríð og skipti vel litum, sérlega munnfríð og með óvenjulega hvítar og jafnar tennur, handsmá og fótnett, þótt hendur hennar sýndu, að hún hefði ekki setið við hannyrðir um dagana. Og einmitt þennan sama dag, sé ég hana bera vatn í fötum með vatnsbera. Um þetta leyti kemur ungur piltur, 17- 18 ára að mig minnir, á heimilið í Vigur, Gunnar Benediktsson, bróðir Ingigerðar Benediktsdóttur, konu Guðmundar And- réssonar kunnur maður í Bolungarvík. Móðir hans var orðin ekkja, og var hann henni eitthvað erfiður, svo hún kom hon- um fyrir í Vigur. Nú líður tæpt ár, og þá veitir fólk því athygli, að Bjagga fer að þykkna undir belti, en hún heldur áfram ótrauð sínu starfi, þó henni hafi kannski ckki alltaf liðið vel, en hún bar það með hetjuskap. Svo kemur að því, að Bjagga kennir sín, og er þá brugðið skjótt við og ljósmóðir sótt út í Álftafjörð, þar sem hún var búsett, og eignast Bjagga þá tví- bura, sem mig minnir hafi verið telpa og drengur, og kennir hún Gunnari Ben- ediktssyni börnin. Ekki ætlaði hann nú að meðganga, en Bjagga sat við sinn keip, svo hann meðgekk á endanum. Nú var börnunum báðum komið fyrir, hvoru á sínu heimili, á vegum hreppsins. Þannig var, að fósturforeldrar mínir voru að flytja búferlum frá Vigur að Hóli í Bol- ungarvík, og þau réðu Bjöggu til sín sem eldhússtúlku, og þar kynntist ég Bjöggu nánar en ég hafði áður gert. Nú líður tíminn, tæpt ár að mig minnir, þá fær hún bréf, þar sem henni er tilkynnt lát annars tvíburans. Ekki sá ég að Bjöggu brygði við þetta, heldur virtist hún þakka for- sjóninni þessa lausn, að barnið þyrfti ekki að flækjast manna á milli, því oftast var það svo, að börn lentu þar sem lægst var boðin meðgjöf, þó að líðan þeirra væri ekki að sama skapi góð. Stuttu eftir þetta fær Bjagga aðra tilkynningu um að hinn tvíburinn sé iátinn. Nú líða fram stundir, og Bjagga vinnur verk sín með prýði, því það sem hún vann gerði hún vel. Við Bjagga unnum mikið saman, og fór hún oftast seinust í háttinn. 60

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.