Réttur


Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 64

Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 64
w NEISTAR Vér mótmælum allir“ 7. maí 1951 réðst bandarískur her á ísland og hertók það í annað sinn á öldinni. Sósíalista- flokkurinn hélt geysifjölmennan útifund i Lækjargötunni 16. maí til að mótmæla hernáminu. Sig- fús Sigurhjartarsson lauk ræðu þeirri, er hann flutti þar, svo: „Ég lít aftur í tímann um 100 ára bil. Lækurinn liðast frá fjöru til sjávar. Húsin, sem við stöndum við eru ekki til. Grænt sefið grær á bökkum lækjarins. Menntaskólinn gnæfir í allri sinni látlausu fegurð uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist fangahús, stjórn- arráð nútíma íslands. Neðan við Menntaskólann er lítil trébrú yfir lækinn, Skólabrúin, þar stendur her manns grár fyrir járnum. Uppi í litla salnum í norðurenda skólans sitja íslendingar á þingi, íslending- ar, sem krefjast réttar síns úr hendi erlendrar þjóðar. Þeim er stjórnað af erlendum sendimanni, Trampe greifa. Hann vill troða á þingsköpum, þingvenjum og lýð- ræði og slítur fundi. Þá er það að fslendingurinn rís upp í öllum sín- um mætti, með allar sínar erfða- venjur að baki, og segir: „Ég mót- mæli". Og þjóðin gervöll tekur undir og segir: „Vér mótmælum allir. Vér mótmælum allir!“ Þjóð- inni var svo lýst á þessum tímum, að hún væri hnípin þjóð í vanda, í lágreistum hreysum, fátæk og snauö. En um gervallar sveitir lifði íslensk menning, íslensk tunga, íslenskur kjarkur og karlmennska og íslendingurinn sagði: „Ég mót- mæli. Vér mótmælunV'. Síðan er liðin öld, rétt öld í sumar, öld mikilla atburða, mikilla framfara. íslenska þjóðin hefur sótt skeiðið fram á við, örugg og markviss. Hún var að sækja rétt í hendur erlends valds. Hún var að mótmæla erlendri fjárkúgun og er- lendri stjórnarfarskúgun. Og hún vann sinn mikla sigur 1918 og sinn lokasigur 1944. Hún varð frjáls af því vér mótmæltum allir. Hún myndaði verkalýðsfélög, hún myndaði samvinnufélög til þess að efla kjör sín og auka menningu sína. Og í dag er hér ekki hnípin þjóð í vanda. í dag er hér rík þjóð, þjóð, sem á nútímatæki til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð sem er gáfuð og þjóð sem er menntuð. Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslensk verkalýðs- hreyfing, íslensk alþýða, íslend- ingar allir eiga að mæta í dag, sé meir því, sem íslendingar áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað árum. Og ég spyr: Erum vér, erum vér ættlerar sem ekki getum stað- ið í þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki tilbúnir að taka upp baráttuna og mótmæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp baráttu allr- ar þjóðarinnar gegn erlendu auð- valdi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli íslendingur, íslendingurinn, sem mælti hin frægu orð „Vér mótmælum", hann ritaði og á sinn skjöld: „Eigi víkja". Eru þeir til meðal vor í dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sína, menningu hennar, sjálfan sig. Allir, allir undantekn- ingarlaust, eigum vér að mót- mæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lögbrotum, mótmæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, kúgun og hungur. Mótmælum allir sem einn! Vér mótmælum allir!“ Upphaf „Ávarps til íslendinga“ „Ríkisstjóm íslands hefur með „samningi" við Bandaríki Norður- Ameríku kallað amerískan her inn í land vort og tryggt honum her- stöðvar þær, er ameríska auð- valdið heimtaði af íslendingum 1. okt. 1945 til 99 ára og íslendingar neituðu þá um. Samningsgerð þessi er brot á lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Samkvæmt lögum skal leggja öll mikilvæg utanrík- ismál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt stjórnarskránni, 21. gr., þarf samþykkis Alþingis við til að leggja slíkar kvaðir á land og þjóð, sem í þessum samningi felast. Samningur þessi er því hvorki löglega né siðferðilega skuldbindandi fyrir þjóð vora. Hann er einkasamningur spilltustu höfðingja landsins við framandi hervald á þeirra persónulegu ábyrgð." Frá miðstjórn Sósíalista- flokksins 8. mai 1951. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.