Réttur - 01.04.1975, Page 1
iffiur
58. árgangur
1 975 — 2. hefti
Sú hallærisstjórn, er nú situr að völdum, hefur þegar leitt af sér stórfellt
vandræðaástand fyrir þjóðina. Stórvirkustu togararnir hafa þegar legið
bundnir í tvo mánuði af hennar völdum. Stærstu ríkisverksmiðjurnar voru
lokaðar í þrjár vikur sökum þrákelkni hennar. Og framundan eru einhver
víðfeðmustu átök í sögu verkalýðshreyfingarinnar, — nú þegar þetta er
skrifað, 6. júní.
Það er ekki hægt að stjórna íslandi á móti verkalýðnum, — og hver tilraun,
sem gerð er til þess hlýtur því að baka landinu gífurlegt tjón og leiða bölvun
yfir þjóðina. En giftusnauð og skammsýn braskarastétt landsins gerir síð-
ustu 30 ár hverja tilraunina á fætur annarri til þess ómögulega — og grípur
því hvað eftir annað til þrælalaga — eins og nú síðast, sem hún síðan ámát-
lega verður að gefast upp við. öll viðleitni þessarar yfirstéttar og stjórnar
hennar miðast við það eitt að gera skortinn að skömmtunarstjóra: láta kaup-
getuskort almennings ráða innkaupum til landsins, svo ,,hið frjálsa mark-
aðskerfi" fái staðist og beri sín blóm: atvinnuleysi og verðbólgu.
81