Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 4

Réttur - 01.04.1975, Síða 4
VONBJARTASTI SIGUR VERALDARSÖGUNNAR - OG VIÐ Fátæk, sögurík hetjuþjóð Vietnama hefur sigrast á ægilegasta herveldi heims, Banda- ríkjunum, eftir ótrúlegustu fórnir í þágu freisis síns. Þrjátíu ára frelsisstríð er til lykta leitt með fullum sigri: 2. september 1945 hafði Viet- nam lýst yfir sjálfstæði sínu með skírskoíun til frelsisyfirlýsingar amerísku byltingar- innar, en franska nýlenduveldið síðan svikið alla samninga um sjálfstæði og ráðist á landið. Það var hinsvegar bandaríska auðvaldið sem borgaði — og tók svo síð- ar við handverki ræningjanna og morðingjanna eftir ósigur Frakka við Dien Bien Phu 1954. Að atomárásunum á Hiroshima og Nagasaki undanteknum hefur aldrei verið beitt eitraðri og níðingslegri baráttuaðferðum í styrjöld, en þeim, sem grimmasta stórveldi heims, Bandaríkin, beittu í árásarstyrjöld inni á Vietnam. Með lygunum um Tonkinflóa-árásina að yfirvarpi hóf Bandaríkjastjórn opinbera inn- rás sina, með múgmorðum á varnarlausu fólki rak hún hana — og með smán ósigursins að baki flýr her hennar 03 leppa hennar á vit bandarísku þjóðarinnar, sem blekkt hefur verið og tryllt með ósannindaáróðri þessa áratugi Það eru mikil fyrirheit, sem hetjuþjóð Vietnam gefur öllum smáþjóðum, öllum lítil- mögnum og smælingjum veraldar, að sanna í verki að sigrast megi á þvi ægivaldi auðs og hers, sem Bandaríkin eru. Sigur Vie'.nama yfir BandaríkjaauSvaldinu og leppurn þess er sigur huga og hjarta yfir herbákni og auði, sigur siSgæðisþróttar yfir spillingu og of- beldi. Það er sá frelsisandi amerísku byltingarinnar 1776, — sem gaf uppreisnarmönnum breskra ný- lendna máttinn til að sigra bresku kúgarana, — sem hefur nu tveim öldum siðar sigrast á svikun- um við hugsjón byltingarinnar, — það er andi George Washingtons og Ho Chi Minhs sem sigrast nú á spillingar- og svikaveldi Johnsons og Nixons. 84

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.