Réttur


Réttur - 01.04.1975, Síða 5

Réttur - 01.04.1975, Síða 5
Napoleon Bonaparte sagði forðum daga að hlut- fallsgildi s;ðgæð:sþróttar og vopna væri sem 3:1 — og sá maður hafði vissulega vit á hernaði. Vér nútímamenn vorum farnir að óttast að ofurvald tækninnar hefði breytt þessum hlutföllum — og höfðum þá ekki síst hetjubaráttu spánska lýðveld- is'ns I huga fyrir 40 árum eða þann ósigur Búa fyrir Bretum um aldamótin, sem Stephan G. orti um: „Bleyðiverk það kallar hver, er kúgar jötunn lítinn dverg". En Bandarikjunum klíjaði ekki við bleyðiverknaðinum, — en þeim tókst ekki að kúga þrátt fyrir allt. H nn heiði hugur, hið heita hjarta, hugrekki og þor, sem góður málstaður gefur, hefur borið sigur af hólmi yfir voðavaldi vopna og tækni. Skal þá ekki gleymt þeirri ómetanlegu hjálp, sem fyrst og fremst Sovétríkin og svo Kína og fleiri sósíal'stísk ríki hafa veitt Vietnam og svo hinu að Vietnam naut samúðar alls hins vinnandi og hugs- andi heims, — on sem fyrr segir þá veldur enn hver á heldur. Fyrir það hvernig á var haldið á þjóð Vietnam þær þakkir skildar sem ei munu fyrnast. ☆ O ☆ Heimsvaldadraumi Bandarlkjanna er lokið, brostnar eru brjálæðiskenndar vonir bandarískra auðdrottna um að gera vora tíma að „amerískri öld". Undirrót og upphaf þessarar óhugnanlegu yfirdrottnunarstefnu er auðvelt að rekja. I stríðslok 1945 voru Bandaríkin i því „gersamlega óeðlilega ástandi að vera næstum almáttug" („Time", 7. april 1975). Þeirra var einokunaraðstaða um atómvopn og 50% allrar he'msframleiðslu á vörum og þjón- ustu. I skjóli skortsins eru Vesturlönd beygð und- ir Marshalldrottnunina og síðar véluð inn I Atlands- hafsbandalagið á upplognum ótta við kommúnisma. Með lýðræðishjalið á vörunum styðja Bandarikin spilltustu harðstjóra heims og hreina fas'sta til valda I fjölda landa, einkum þriðja heimsins, og sætti fornar nýlenduþjóðir sig ekki við slíkt er gripið til striðsins — eins og Víetnam hefur sárast fengið að kenna á. Þar sannaðist ægilegast hvað yfirdrottnunarstefna Bandarikjanna fól I sér: ólýs- anlegar hörmungar íbúanna, eitrun frjósams lands, misþyrmingar og morð á landsfólkinu svo miljónum skiptir, þá allt er talið. En slík eru sárindi og sjálfsmeðaumkvun hinnar um-villtu amerísku þjóðar, þegar hún bíður fyrsta mikla hernaðarlega ósigur sinn, að það sem hún sér fyrst og fremst er að hún hefur misst 50 þús- und innrásarhermenn og eytt 150 miljörðum dollara í að baka öðrum tjón, — en ekkert haft upp úr því, — nema smánina. Bestu menn Bandarikjannal) höfðu varað þjóðina við að láta valdið stíga sér til höfuðs og minnt á hið fornkveðna að „dramb sé falli næst". Er nú Ijóst að loks eru Bandaríkin að byrja að læra. Ýms blöð þar bera þess merki. Stjórnmál eru stund- um skilgreind sem „list hins möguiega". Bandaríkin hafa þvi I 30 ár verið að reyna hið ómögulega, m. ö. orðum: ekki rekið pólitík, heldur fengið hálf- an heiminn til að elta óra eina. Manni kemur í hug við slikt það sem franskur stjórnmálamaður sagði eitt sinn við ungan son sinn: Þú munt sjá það, sonur m'nn, er þú eldist og undrast þá af hve hverfandi litlu viti heiminum er stjórnað. — Máski

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.