Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 15

Réttur - 01.04.1975, Side 15
Tveir söngvar ur leikriti Bertolts Brechts MÓÐIRIN LOFGJÖRÐ UM KOMMÚMISMANN Hann er skynsamlegur, allir skilja hann. Hann er Ijós. Þú ert enginn arðræningi, þú berð skyn á hann. Hann er þér í hag, kynntu þér hann. Heimskingjar kalla hann heimsku og soramenni kalla hann sora. Hann er á móti sora og á móti heimsku. Arðræningjar kalla hann glæp. En við vitum: Hann útrýmir glæpum. Hann er ekki villimennska heldur Útrýming villimennsku. Hann er ekki öngþveiti Heldur regla. Hann er hið einfalda Sem torvelt er að framkvæma. LOKASÖNGUR MÓÐURINNAR (Pelageu Wlassowa) Hver sem ennþá lifir, segi ekki aldrei! Hið örugga er ekki öruggt Svosem allt er, veröur það ekki. Þegar stjórnendurnir hafa talað Munu þeir svara sem stjórnað er. Hver vogar sér að segja aldrei? Á hverjum veltur hvort kúgunin helst? Á okkur. Á hverjum veltur hvort hún verður buguð? Á okkur. Hver sem barinn var, rísi upp! Hver sem glataður er, berjist! Úr því staða þín er þér kunnug, hvað fær þá hindrað þig? Því hinir sigruðu í dag verða sigurvegarar á morgun Og aldrei verður: þegar nú. Erlingur E. Halldórsson sneri. 95

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.