Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 25

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 25
Bram Fischer I. Dauði Bram Fischers Abram Fischer andaðist í maí sl. Hann hafði setið níu ár í dýflissunni á Robben Island og þjáðst siðustu mánuðina af krabbameini, er einnig var komið í heil- ann, svo hann var oft meðvitundarlaus. Fasistasíjórn Suður-Afríku þverskallaðist við öllum kröfum víðsvegar að um að lofa honum að fara heim til sín til að deyja, uns hún loks lét undan, er hún var alveg viss um að hann væri í andarslitrunum og ófær til að beita sér. Svo mjög óttað- ist hún þennan mann fram í andlát hans. II. Einn göfugasti maður heims hefur nú orðið fórnarlamb fasismans Abram Fischer er dáinn. Ríkisstjórn hinna hvítu níðinga í Suður-Afríku ber á- byrgð á dauða hans. Blóð hans mun koma yfir þessa böðla og þeirra fylgjend- ur, ef þeir ekki læra í tíma það, sem hann reyndi að kenna þeim, er hann síðast fékk að tala sem frjáls maður fyrir rétti.1’ Bram Fischer var í lifanda lífi fordæmið um yfirburði sósíalismans. Hann hafði vegna gáfna, ættgöfgi og þjóðfélagsað- stöðu möguleika á að verða hinn æðsti valdamaður, var sjálfur Búi, tilheyrði hinni drottnandi þjóð, — og hann skipaði sér í fylkingarbrjóst hinna fátæku, ofsóttu og hörundsdökku í baráttu þeirra fyrir frelsi, jafnrétti og sósíalisma. Hann varði þá sem slyngur lögfræðingur fyrir ofsóknar- réttum hvítu Pílatusanna. Hann skipulagði þá til leynilegrar baráttu, þegar lög drottnaranna bönnuðu hina löglegu. Hann fórnaði frama, auði og völdum og að lok- um frelsinu og lífinu, til þess að reisa við hina kúguðu, svo þeir mættu hrinda af sér okinu. Það eru til menn, sem dást að Jesú frá Nasareth enn eftir 2000 ár og hefja hann jafnvel upp í guða tölu — og þykjast þessvegna öðrum mönnum betri, — en þegja slíka menn sem Abram Fischer í hel — og fordæma svo sósíalismann sem óalandi og óferjandi vegna illverka, sem unnin hafa verið í hans nafni, svo sem kristin kirkja löngum hefur iðkað að fremja og blessa illvirki í nafni Jesú frá Nasaret. Líf og fórn manna sem Abram Fischers þvær skjöld sósíalismans hrein- an á ný, endurreisir hann í öllum sínum hugsjónalegu og andlegu yfirburðum. Mannkostir Abram Fischers, sem stóð- 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.