Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 29

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 29
um af báðum kynjum, og var þeim gefið að sök að þeir væru félagar í hinum bann- setta kommúnistaflokki S.-Afríku. En hæstaréttarmálflutningsmaðurinn Bram hafði farið með einkaleyfismál eitt í Rhod- esíu síðan 1955 og sinnt því af sömu kost- gæfni og nákvæmni og pólitísku málunum níu undanfarin róstuár í stjórnmálalífi S.- Afríku. Og í þann mund sem hann var hand- tekið átti málið að koma fyrir æðsta dómstól samveldisins í London (the Privy Council) og hann fékk kvaðningu um að koma til að flytja málið fyrir skjólstæðing sinn. Hann beiddist þess nú að mega fara frjáls gegn tryggingu, og frægð hans var slík, að leyfið var veitt — en tryggingarféð var ákveðið 5000 pund. I umsóknarbréfi sínu segir hann svo: „Ég er Afríkumaður. Ég á heima í Suður- Afríku. Og ég flý ekki ættland mitt, þó að stjórnmálaskoðanir mínar og ríkisstjórnar- innar stangist á." Hann vann málið fyrir skjólstæðing sinn og sneri síðan aftur til S.-Afríku. Það er hæðilegt, að er hann hefur flutt mál fyrir æðsta dómstóli Breska samveldisins, þar sem hann átti sæti, þá snýr hann aftur til föður- lands síns til að standa þar í sakamannastíu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Nokkrum mánuðum síðar, 25. jan. 1965, hverfur hann að heiman og málfærslumaður hans les yfir réttinum bréf, þar sem hann kveðst munu fara huldu höfði til að halda áfram baráttunni gegn „Apartheid." (Tryggingarféð greiddi hann, svo að á- byrgðin lenti ekki á öðrum). í bréfinu segir hann svo: „Ef ég gæti áorkað því, þótt ekki væri meira, að upp rynni það ljós fyrir einstöku manni, að hann hætti að fylgja vissum stjórnmálaskoðunum í blindni, þá mundi ég ekki telja eftir mér að þola neina þá refsingu, sem kynni að bíða mín. Ef þessu óþolandi stjórnarkerfi verður ekki gjörbreytt sem skjótast, horfir það til ógæfu og verður ekki stýrt hjá borgarastyrjöld og ægilegum manndrápum. Meirihluti lands- lýðsins mun rísa með vaxandi hatri gegn þeirri kúgun sem hann er beittur. Ég get ekki lengur þjónað réttvísinni með þeim hætti sem ég hef reynt að gera undanfarin 30 ár. Ég sé enga aðra leið til þess en þá, sem ég hef nú valið." „Eg get ekki lengur þjónað réttvísinni með þeim hcetti sem ég hef reynt að gera undan- farin 30 ár" — þetta er kjarninn og kvikan í sögu hans. Minni maður fyrir sér kynni að hafa sagt, að eins og málum væri komið í S.-Afríku hefði hann gert allt sem í hans valdi stæði. Hann hafði ekki aðeins beitt gáfum sínum, sérþekkingu og reynslu til að verja forystumenn andspvrnuhreyfingarinnar gegn Apartheid, heldur einnig nafnlausar þúsundir manna, sem ofsóttir voru fyrir þann glæp einan að vera dökkir á hörund. Hann hafði sjálfur verið ofsóttur og eineltur af öryggislögreglunni í 15 ár, heimili hans og skrifstofa höfðu stöðugt verið umsetin og aldrei litið af honum njósnaraugunum. Hann hefði því með ærnum rétti getað afsakað sig og sagt, að hann hefði gert allt sem stæði í mannlegu valdi, eins og ástæðum hans væri háttað. En þegar Verwoerd-stjórnin tók að ó- merkja rétt og lög, þegar hún kom fram með sínar sérstöku lagabætur og í bálki þeim var heimilað að halda mönnum í fangelsi án dóms og laga í 90 daga og pyndingar með því lögleiddar, eins og Bram sagði, — þegar skilgreining þessara ólaga á skemmdarverk- um var slík, að dauðarefsing gat legið við því að mála slagorð á vegg, þá gerði Bram sér engar tyllivonir um það, að hann gæti 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.