Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 35

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 35
HVAÐA LEIÐ ER ÞÁ FÆR TIL ÞJÓÐFRELSIS í ÞRIÐJA HEIMINUM? Það er nú deginum ljósara að raunveru- legt sjálfstæði og frelsi undan arðráni, og myndun þjóðfélags jafnréttis er því aðeins mögulegt í þróunarlöndunum að viðkom- andi ríki slíti sig laus frá hinu kapítalíska hagkerfi iðnríkjanna. Að vísu gefur að líta fjöldann allan af þjóðlegum stjórnvöldum er festa sig í sessi á grundvelli ríkiskapítal- isma. Slík stjórnvöld munu að líkindum tví- stíga milli ólíkra stéttahagsmuna, en hinn smáborgaralegi kjarni eða úrval (elite) mun smám saman helga sér hina hefðbundnu hagsmuni borgarastéttarinnar. Á erfiðleika- tímum munu þessir stéttarhagsmunir verða settir ofar hinum þjóðlegu og hinum borgara- legu valdatækjum ríkisins beitt gegn fjöld- anum og þá sérstaklega þeim vinstrihreyf- ingum er krefjast afnáms arðránsins. Iðnvæðingin í þróunarlöndunum sem flétt- ast í net hins alþjóðlega auðvalds gefur hin- um ríkjandi valdhöfum í þróunarlöndunum fleiri og fleiri sameiginlega hagsmuni með borgarastétt iðnríkjanna og sameiginlega mun hin nýja valdastétt og ríkjandi eigna- stétt iðnríkjanna hagnýta auðlindir þriðja heimsins. Að vísu kann að verða ágreiningur um skiptingu gróðans og hve hratt ganga skuli á hráefnalindirnar, en slíkar mótsem- ingar lúta í lægra lialdi fyrir þeim sameigin- legu hagsmunum að viðhalda ríkjandi ástandi og viðhalda núverandi arðráni á hinni vinn- andi stétt. Sem dæmi má nefna að valdhafar í Egypta- landi og Perú eru að líkindum á ofangreindu stigi. Hins vegar bendir þróunin í Tansaníu og Suður-Jemen í aðra átt, þ.e. í þá átt er telja verður jákvæðari leið til þjóðfrelsis. Þróun frá þjóðernislegri frelsisbarátm til sköpunar sósíalskra þjóðfélagshátta byggir eðlilega á þeirri forsendu að fyrir hendi sé byltingarsinnuð forysta með fastmómð hug- myndafræðileg stefnumið. Slík forysta verður að gera sér ljóst hvaða hættur felast í hinni nýju nýlendustefnu og hafa skilning á nauð- syn þess að virkja hina vinnandi alþýðu til virkrar þátttöku í hinni efnahagslegu og póli- tísku barátm. Aðeins með virkri þátttöku og eftirliti fjöldans er mögulegt að hafa stjórn á skrifstofuveldinu og hindra að það skapi sér grundvöll sem arðrænandi valdakjarni. Sósíalistar verða að skilgreina ástandið í hverju einstöku landi og kanna alþjóðleg tengsl þess, til að gera sér grein fyrir því hvaða stéttahagsmunir eru ráðandi. Eðlilegt er að styðja þjóðleg stjórnvöld á meðan það þjónar hagsmunum hinna vinnandi stétta í viðkomandi ríki, en jafnframt verður að snúa baki við og hætta öllum smðningi við slík stjórnvöld er þau snúa sér að því að berja niður vinstrihreyfingar og vinna gegn hags- munum alþýðustéttanna — og hindra þannig þróun í byltingarátt. Menn verða að sjá í gegnum þá þjóðernissinnuðu og andheims- valdasinnuðu mælgi er reynir að breiða yfir stéttakúgun og arðrán í ríkjum þriðja heims- ins. Þannig ber okkur sósíalismm í iðnríkjun- um að hafa í huga þegar aðstoð er veitt til þróunarlandanna: Hvers konar stjórn er í við- komandi þróunarlandi og hvers konar þróun á að stuðla að. Fyrir íbúa þriðja heimsins, alþýðu þróunarlandanna er spurningin ekki sú að keppast við að iðnvæðast og auka iðn- þróun. Heldur er grundvallaratriðið: Þróun fyrir hvem? — Hverra kjör er verið að bceta? Ólafur R. Einarsson tók saman. HEIMILDIR: Grein þessi er að mestu endursögn á leiðara norska tímaritsins Kontrast nr. 7 1974, sem Pax- forlagið gefur út. Það hefti fjallar um efnið: Þriðji heimurinn — kapítalismi eða sósíalismi. 115 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.