Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 36
VELJKO VLAHOVIC LÁTINN Veljko Vlahovic, júgóslavneski komm- únistaleiðtoginn, vakti ósjálfrátt athygli á sér hvar sem hann fór og ekki síst, ef maður var með honum a þingum kommúnista- flokka: Hann var höfði hærri en flestir aðrir, hann gekk nokkuð haltur eftir sár, er hann hlaut í frelsisbaráttu Spánar, — og hann hafði eitthvert þýðasta viðmót, sem ég hef kynnst hjá nokkrum forustumanni alþjóða- hreyfingarinnar. Vlahovic andaðist þann 7. mars sl. í Genf í Sviss eftir uppskurð, er félagar hans höfðu vonast til að læknaði langvarandi erfiðan sjúkdóm hans. Þarmeð lauk lífi eins af bestu baráttumönnum sósíalismans á okkar tím- um, manns, er var jafn vígur á frelsisbarátt- una með vopnum á Spáni og í Júgóslavíu og friðsamlega uppbyggingu í föðurlandi sínu síðar meir. En þar að auki var hann sjálfstæður marxistiskur hugsuður, sem hafði bæði kjark og víðfeðmi hugar, til að móta afbrigðilega stefnu Júgóslavíu ásamt Tito og færustu leiðtogum flokksins. Veljko Vlahovic var fæddur 1914 í Rovci í Svartfjallalandi. Strax í skóla varð hann róttækur og í háskólanum í Belgrad varð hann leiðtogi hinna róttæku stúdenta og eftir verkfall þeirra, er hann stjórnaði, er hann rekinn frá háskólanum. Hann tekur nú þátt í róttæku æskulýðsþingi í Genf, en heldur síðan til Prag og tekur að stunda þar há- skólanám. En þegar uppreisn Franco-fasist- anna hefst á Spáni 1936, fær hann 25 júgó- slavneska sjálfboðaliða með sér til þess að berjast fyrir lýðveldinu spánska. „Þar tók ég mitt próf í þeirri miklu lexíu sögunnar”, sagði Vlahovic um borgarastríðið. Sumarið 1938 særðist hann svo alvarlega að hann bar þess menjar æ síðan. Varð hann nú að yfirgefa Spán og hélt til Parísar. Arið 1935 hafði hann gengið í Kommúnistaflokkinn, var fulltrúi æskulýðssambands kommúnista á 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.