Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 41
fasismanum berst út á vígvellina. Kínverski kommúnistaflokkurinn hafði 1935 einmitt lokið „löngu herferðinni“, er kostaði yfir 200.000 mannslíf rauða hersins. í alþjóðasveitinni á Spáni berjast 35.000 sjálfboðaliðar, helmingurinn flokksbundnir kommúnistar úr 54 löndum — og láta þar lífið þúsundum saman. Og þegar nasism- inn flæðir yfir lönd Evrópu, eru það fyrst og fremst kommúnistarnir, sem láta lífið: Kommún- istaflokkur Tékkóslóvakíu hafði 52.000 flokksfé- laga í stríðsbyrjun, helmingur þeirra dó í fanga- búðum eða var drepinn af nasistum. 1 Kommún- istaflokki Júgóslavíu voru 12.000 í stríðsbyrjun, í stríðslok 141.066, — en yfir 50.000 höfðu látið lífið í frelsisbaráttunni. Franski kommúnista- flokkurinn gekk eftir stríð undir nafninu „flokk- ur píslarvottanna“, sökum gífurlegra fórna sinna. Og þannig mætti lengi telja. Þetta mannval Komintern í öllum þessum flokkum er vafalaust það besta, sem nokkur sósí- alistísk alþjóðasamtök hafa eignast. Og einmitt svona mannval er forsenda sigurs fyrir málstað- inn, hvort sem um er að ræða stundarsigra með þeirri bardagaaðferð, sem beitt er hverju sinni, eða úrslitasigurinn að lokum. Stephan G. Stephansson orðaði þctta svo í „Martius": „Æ í starfi oddvitans allt sem vannst, til harms og gleði, það var fylgdin foringjans, fyrst og síðast, er sköpum réði.“ En hvað um leiðtogana, foringja kommúnista- flokkanna á þessu skeiði? í þeirra höndum var það hvort mannvalið í flokkunum hagnýttist til fulls miðað við aðstæður, þegar það á annað borð var gott.3) Ábyrgð þeirra var mikil og nauð- synlegt fyrir sósíalistísku hreyfinguna einnig nú að átta sig á því til fulls í hverju sú meinsemd lá, sem hindraði að kommúnistar áttuðu sig á réttum viðbrögðum gagnvart nasismanum í tíma, þrátt fyrir það ágæta mannval, sem var í flokk- um þeirra, og þá fjölmörgu ágætu foringja, sem þeir áttu. II. Foringjarnir Sem dæmi um þá forustumenn. sem kommún- istaflokkarnir eiga, þegar við Bi'ynjólfur komum sem fulltrúar K.F.Í. á 7. heimsþingið, skal nefna hér nokkra, sem ýmist eru á þinginu eða koma til Moskvu og dvelja þar um það leyti: Gcorgi Dimitroff hafði komið til Moskvu í febrúar 1934 beint úr fangelsi nasista, eftir að hafa í Leipzig afhjúpað nasismann og glæpi hans svo rækilcga frammi fyrir heiminum að vörn snerist upp í sókn og andlegir yfirburðir marx- ismans voru sannaðir þannig að alhcims aðdáun vakti. Fyrsta alvarlega árásin á nasismann kemur frá hlekkjuðum fanga í dýflissu hans; fyrsta áskorunin um einingu andfasistískra afla. Palmiro Togliatti var foringi ítalska kommún- istaflokksins, sem þá var auðvitað bannaður. Hann hét Ercoli þar eystra. Hann mótaði síðan þá djörfu og sjálfstæðu stefnu, sem gert hefur ít- alska flokknum fært að fylkja næstum þriðjungi ilala um sig. — Báðir fluttu þeir Dimitroff höf- uðframsöguræður þingsins. Ho Chi Minli. hinn heimsfrægi foringi Víet- namþjóðarinnar, einn af göfugustu og vitrustu stjórnmálaleiðtogum heims, bar á þinginu nafnið Nguycn Ai Quoc. Hann hafði komist til Moskvu úr fangelsi í Hong Kong, — var raunar sagður dauður og syrgður í Moskvu 1933. Það sannast oft sem Lenín kvað: „Við kommúnistar erum dauðir menn í orlofi.“ Ho Chi Minh var kosinn varamaður í stjórn Komintern, en aðalmaður frá Víetnam-flokknum var Lc Hong Phong, sem nokkru síðar fór til Indókína, var tekinn fastur og dó í fangelsi. Kommúnistaflokkur Víetnam var stofnaður og tekinn í Komintern sama ár og Kommúnistaflokkur fslands -— 1930. Dolorcs Ibárruri, heimsþekkt, ekki síst úr spönsku borgarastyrjöldinni, undir nafninu Passi- onaria. var einn besti leiðtogi spánska kommún- istaflokksins, eldmóði fylltur ræðuskörungur og baráttumaður. Hún bjó á sama hóteli og við Brynjólfur. Passionaria lifir enn — og goðsögn- in um hana deyr aldrei. Harry Pollitt var hinn raunsæi leiðtogi breska kommúnistaflokksins. ef til vill sá foringi komm- únista, sem best vissi hvaða bardagaaðferð var réttust haustið 1939 .þegar mest var þörf á sjálf- stæðri slefnu i Vestur-Evrópu. Öll þau, sem nefnd eru hér að framan voru kjörin í miðstjórn Komintern á þinginu og auk þeirra menn, sem voru fjarverandi, en eru nú 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.