Réttur


Réttur - 01.04.1975, Page 47

Réttur - 01.04.1975, Page 47
auðvaldið, — sem töluðu mest um lýðræðisást sína, — svíkja landið í hendur Hitlers og Francos mcð vopnabanninu. (Og auðvitað tók íslenska íhaldið afstöðu með Franco, kallaði kosninga- bandalag sitt 1937 „breiðfylkingu“ eins og fasista- bandalag Francos hét, — og verjendur lýðræðis- ins á Spáni hétu aldrei annað en „rauðliðar“ í Mogganum.) í spönsku borgarastyrjöldinni, þessu forspili heimsstyrjaldarinnar síðari, sýndi sig svo ekki varð um villst að samfylkingarbaráttan var að komast á nýtt stig, færast í annað veldi, þó heyja yrði hana og á gamla grundvellinum. V. Samfylking á sviði stórvelda Því sterkari sem þýski fasisminn verður að vopnavaldi í krafti aðstoðar frá alþjóðlegu auð- valdi, því ægilegri hætta verður hann — eigi að- eins fyrir verkalýðshreyfinguna, Sovétríkin og heimsfriðinn — heldur og beinlínis fyrir franska og breska heimsveldið og sjálf heimalönd þcssara auðmannastétta. Sú sama sovétforusta, sem ■— eins og síðar mun verða vikið að í Rétti — gerði sig seka um glæpsamlega ofsókn gegn kommúnistum innan- lands, beitti út á við réttum bardagaaðferðum; reyndi með milliríkjasamningum að koma á bandalagi við borgaralegar ríkisstjórnir Frakk- lands og Bretlands gegn Þýskalandi nasismans, — cins konar samfylkingu á sviði „diplómatíunn- ar“ og hernaðarins. Auðmannastéttir þessara landa áttu nú vanda- samt val milli heimsveldishagsmuna sinna annars vegar og alþjóðlegra yfirstéttasjónarmiða sinna hins vegar;12) hvort áttu þeir heldur að tryggja heimsveldi sitt með tilstyrk höfuðandstæðingsins, Sovétrikjanna, gegn keppinaut sínum Hitler, — eða freista hins að siga Hitler og þeirri vígvél hans, er þeir smurðu, á höfuðandstæðinginn? Þær völdu síðari kostinn, sviku fyrst Spán í hendur fasistanna, síðan Austurríki og loks Tékkóslóvakíu með MUnchen-samningunum. Alþjóðlega yfirstéttarsjónarmiðið, sem Cham- Minnismerkið um níðingsverk nasista í Katyn hjá Minsk. berlain var persónugerfingur fyrir, varð ofan á. En þeim bresku imperíalistum, sem settu hags- muni og lilvcru heimsveldisins ofar, var þá nóg boðiö. Þeir sögðu sig þá úr bresku uppgjafar- stjórninni — Churchill tók að marka sína stefnu. Það samstarf Englands og Frakklands við Sovétríkin, sem auðmannastéttir þessara landa fengust ekki til að samþykkja rneðan friður hélst, urðu þær að koma á undir harðvítugri kringum- stæðum; í stríði. Það var þó ekki fyrr en í fulla hnefana: Franska auðmannastéttin sveik land sitt í hendur Hitlers (í júní 1940) og Chamberlain ætlaði að gera hið sama í Bretlandi,13) en Verka- mannaflokkurinn og Churchill hindruðu það. Franskir kommúnistar svöruðu svikum auðvalds- ins með upptöku skæruhernaðar gegn nasistum og brátt tókst þar og víðar víðtæk samfylking skæruhernaðar allt frá kommúnistum til borgara- 127

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.