Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 47

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 47
auðvaldið, — sem töluðu mest um lýðræðisást sína, — svíkja landið í hendur Hitlers og Francos mcð vopnabanninu. (Og auðvitað tók íslenska íhaldið afstöðu með Franco, kallaði kosninga- bandalag sitt 1937 „breiðfylkingu“ eins og fasista- bandalag Francos hét, — og verjendur lýðræðis- ins á Spáni hétu aldrei annað en „rauðliðar“ í Mogganum.) í spönsku borgarastyrjöldinni, þessu forspili heimsstyrjaldarinnar síðari, sýndi sig svo ekki varð um villst að samfylkingarbaráttan var að komast á nýtt stig, færast í annað veldi, þó heyja yrði hana og á gamla grundvellinum. V. Samfylking á sviði stórvelda Því sterkari sem þýski fasisminn verður að vopnavaldi í krafti aðstoðar frá alþjóðlegu auð- valdi, því ægilegri hætta verður hann — eigi að- eins fyrir verkalýðshreyfinguna, Sovétríkin og heimsfriðinn — heldur og beinlínis fyrir franska og breska heimsveldið og sjálf heimalönd þcssara auðmannastétta. Sú sama sovétforusta, sem ■— eins og síðar mun verða vikið að í Rétti — gerði sig seka um glæpsamlega ofsókn gegn kommúnistum innan- lands, beitti út á við réttum bardagaaðferðum; reyndi með milliríkjasamningum að koma á bandalagi við borgaralegar ríkisstjórnir Frakk- lands og Bretlands gegn Þýskalandi nasismans, — cins konar samfylkingu á sviði „diplómatíunn- ar“ og hernaðarins. Auðmannastéttir þessara landa áttu nú vanda- samt val milli heimsveldishagsmuna sinna annars vegar og alþjóðlegra yfirstéttasjónarmiða sinna hins vegar;12) hvort áttu þeir heldur að tryggja heimsveldi sitt með tilstyrk höfuðandstæðingsins, Sovétrikjanna, gegn keppinaut sínum Hitler, — eða freista hins að siga Hitler og þeirri vígvél hans, er þeir smurðu, á höfuðandstæðinginn? Þær völdu síðari kostinn, sviku fyrst Spán í hendur fasistanna, síðan Austurríki og loks Tékkóslóvakíu með MUnchen-samningunum. Alþjóðlega yfirstéttarsjónarmiðið, sem Cham- Minnismerkið um níðingsverk nasista í Katyn hjá Minsk. berlain var persónugerfingur fyrir, varð ofan á. En þeim bresku imperíalistum, sem settu hags- muni og lilvcru heimsveldisins ofar, var þá nóg boðiö. Þeir sögðu sig þá úr bresku uppgjafar- stjórninni — Churchill tók að marka sína stefnu. Það samstarf Englands og Frakklands við Sovétríkin, sem auðmannastéttir þessara landa fengust ekki til að samþykkja rneðan friður hélst, urðu þær að koma á undir harðvítugri kringum- stæðum; í stríði. Það var þó ekki fyrr en í fulla hnefana: Franska auðmannastéttin sveik land sitt í hendur Hitlers (í júní 1940) og Chamberlain ætlaði að gera hið sama í Bretlandi,13) en Verka- mannaflokkurinn og Churchill hindruðu það. Franskir kommúnistar svöruðu svikum auðvalds- ins með upptöku skæruhernaðar gegn nasistum og brátt tókst þar og víðar víðtæk samfylking skæruhernaðar allt frá kommúnistum til borgara- 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.