Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 49

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 49
samfylkinguna í tíma og stemma á fasismans að ósi, — en dásamlegt að sigur skyldi þó að lokum vinnast. Sú dýrkeypta reynsla má aldrei fyrnast. VI. Og enn vofir hættan yfir Enn vofir hætta yfir mannkyninu frá yfirstétt, sem tryllist og hefur nú gereyðingarvopn atóm- sprengjunnar undir höndum. „Ekkert villidýr er grimmara en auðmaðurinn, sem óttast um auð sinn og völd,“ var eitt sinn sagt. Auðmannastétt Bandaríkjanna hafði grætt of- fjár á heimsstyrjöld þeirri, er kostaði 55 miljónir manna lífið. Hún hugðist drottna yfir heiminum í krafti atómsprengju og auðmagns. Ofstæki drottnunargirni hennar hefur hálfbrjálað heiminn í þrjátíu ár — og gerblindað suma erindreka hennar á íslandi. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sett smánarblett á þjóð Abrahams Lincolns: Hún hefur gerst mesta hryðjuverkastjórn heims til að reyna að hindra fátæka nýlenduþjóð í að öðlast frelsi. Hún hefur látið eitri, napalm-flísum og sprengjum rigna yfir Víetnam, valdið dauða 1.700.000 karlmanna, kvenna og barna hjá þess- ari hetjuþjóð. í samanburði við stóriðju hryðjuverkamann- anna í Washington eru hryðjuverkamenn Palest- ínumanna eða Baader-Meinhof lélegir fúskarar. En svo gcrsamlega tekst ofurmagni auðvaldsáróðurs- ins að gera menn að andlegum umskiftingum að fjöldi fólks á íslandi álítur stórglæpalýðinn í Washington vera verndara frelsis og lýðræðis og hikar ekki við að fela þeim „vernd“ fslands, þótt yfir vofi ef til stríðs kæmi að það kostaði þjóð vora lífið. Svo alger er forheimskvunin þegar glæpir eins og í My Lai blasa við veröldinni, að ofstækismenn íslenskir telja Víetnam hafa ráðist á Bandaríkin til þess að freista saklausra Banda- ríkjadáta til að fremja slík morð!14) Veröldin þarf að vera á verði gegn þessu of- stæki auðvaldsins. Það ríður á að alþýða heims og ekki síst al- þýðuríkin varist að láta ofstæki blinda sig eða rétttrúnað leiða sig af réttri leið þeirrar samfylk- ingar, er mynda þarf nú sem forðum. Valdamenn alþýðustórveldanna þurfa að varast að láta valdið — ríkisvaldið — stíga sér til höf- uðs. Valdið — ríkisvaldið ekki síst — er í eðli sínu alger mótsögn við hugsjón jafnt sósíalisma sem samfylkingar, — en valdið, vald alþýðunnar, er forsenda fyrir framkvæmd hvortveggja hug- sjónarinnar. Ofstæki það, sem valdið getur skap- að í alþýðuríkjunum, hefur þegar leitt til hörmu- legustu illverka í heimi sósíalismans.15) Af því þarf að ilæra, og læra til fulls. Vald Sovétríkjanna er undirstaðan að valdi sósíalismans í heiminum. Vald þeirra er það eina, sem heldur villidýrinu í Washington í skefjum. Bresjnef sýnir hæfileika sem stjórnskörungur stór- veldis með samningum við Willy Brandt og Nix- on. En hann á eftir að sýna sig sem mikill marx- istískur leiðtogi með því að ná samfylkingu við Mao og Dubcek. Það þarf vald til að semja um vopnahlé við voldugan andstæðing, cn það þarf umburðarlyndi til að ná samstarfi við raunverulega samhcrja, sem hafa á ýmsum sviðum ólíkar skoðanir. Það umburðarlyndi þurfa margir voldugir leið- togar kommúnistaflokka enn að læra.16) Lenín kunni að vinna jafnt með Trotskí sem Bucharin — og hann lagði áherslu á þörf umburðarlyndis í erfðaskrá sinni. Franskir kommúnistar og sósíaldemókratar sýna nú sem 1934 alvarlega tilburði til samfylk- ingar. Aðrir verkalýðsflokkar Vestur-Evrópu eiga enn eftir að læra mikið, þó lexían 1939—45 hafi verið dýr. Á 30 ára afmæli sigursins yfir faslsmanum og 40 ára afmæli sigurs samfylkingarstefnunnar í samtökum kommúnista er samfylking allra sósíal- ista, lýðræðissinna og þjóðfrelsissinna heims gagnvart atómhervæddu auðvaldi veraldar boðorð dagsins. Þróun og myndun þeirrar þjóðfylkingar mun einnig kenna valdamönnum sumra sóslalist- ískra ríkja umburðarlyndi gagnvart samherjum og varúð gagnvart því ofstæki, sem heimtar undir- gefni þar sem jöfnuður og bræðralag eiga að rikja. ...SKÝRINGAR: *) Sbr. svar Ólafs Friðrikssonar á 10. þingi A.S.Í. 1930, er kommúnistar kváðu heimskreppu 129 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.