Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 52

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 52
ELISAVETA DRABKINA DÁIN Tvisvar hafa birst greinar eftir þessa konu í Rétti: um John Reed árið 1964 og um Klöru Zetkin 1967. Nú berst sú fregn frá Sovétríkjunum að Elisaveta Drabkina hafi látist á síðasta ári. Lýkur þar viðburðaríkri ævi ágætrar konu og góðs rithöfundar. Elisaveta Drabkina fæddist 1901. Foreldr- ar hennar voru bæði stofnendur Bolsivíkka- flokkins og starfandi byltingarmenn, bæði nánir vinir Lenins og samstarfsmenn hans innan Rússlands og utan. Faðir hennar, — Sergej Ivanovitch Gussew var fiokksnafn hans (J. D. Drabkin hét hann), — var í byltingarnefndinni í Pétursborg 1917, síðar hershöfðingi í borgarastyrjöldinni, dáinn 1933. Móðir hennar, Geodossíja Iljinitschna Drabkina, gekk undir flokksnafninu „félagi Natasja" og er fyrirmynd byltingarkonunnar með því nafni í „Móðirinni" eftir Gorki, sem nú er lesin í ríkisútvarpinu. „Félagi Natasja" smyglaði m.a. vopnum inn í verk- smiðjurnar í Pétursborg 1905, bar sprengj- urnar framan á sér sem kasólétt væri, leiðandi Elisavetu fjögra ára sér við hlið. Og mörg fleiri leynistörf vann hún þá. Það þurfti því ekki að spyrja að því hvar Elisaveta lenti, er hún óx upp: Hún var rúm- lega 15 ára, er hún gekk í Bolshevikkaflokk- inn í apríl 1917. Hefur hún skrifað ákaflega skemmtilegar frásagnir frá þessum tíma, sér- staklega um John Reed, hinn fræga banda- ríska blaðamann og rithöfund, sem reit bestu bókina um byltinguna í Rússlandi: „Tíu dagar er skelfdu heiminn." En Elisaveta var túlkur hans allan tímann, er hann var í Rússlandi. I janúarbyrjun 1918 fer hún áleiðis til Berlínar. Ungir kommúnista í Sovét-Rúss- landi höfðu safnað mat handa hungrandi verkamönnum Þýskalands og sendu brauðið í járnbrautarvögnum áleiðis. En Pólverjar 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.