Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 57

Réttur - 01.04.1975, Side 57
utanaðkomandi verkafólk undirbjóði aðra. Til þess væri m.a. mjög nauðsynlegt að ná ráðum í bæjar- stjórnum. Kjartan Jónsson tók næstur til máls. Kvað hann þetta mjög þýðingarmikið mál fyrir Siglfirðinga. Gaf hann skýringu á afstöðu bæjarstjórnar Siglu- fjarðar um að hindra aðflutning utanbæjarmanna og lýsti meðferð bæjarfógeta á auglýsingu til að aðvara verkafólk við að koma til Siglufjarðar. Sýndi það vel hverjir réðu þar. Til samtaka kvað hann einkum nauðsynlegt að ná samböndum við Sauð- árkrók og Isafjörð. Síðan töluðu þeir Halldór Friðjónsson og Einar Olgeirsson nokkur orð. Erlingur Friðjónsson tók því næst til máls og minntist á hve hættulegur innflutnlngur útlendinga væri að verða. Sýndi fram á að nauðsynlegt væri að setja kauptaxta sem allra fyrst á vorin. Ingólfur Jónsson áleit aðalatriðið vera að sam- ræma kauptaxtann allstaðar. Hvað útlendinga snerti þá væri nauðsynlegt að komast fyrir milligöngu Alþsbd. í samband við norska verkamannaflokkinn. Gunnlaugur Sigurðsson benti á hættuna, sem stafaði af því að verkamenn er ekki væru í nein- um félagsskap eyðilegðu kaupið og hvernig at- vinnurekendur notuðu sér það. Lýsti þvi að stofn- uð hefði verið „farfugladeild" við Verkamannafélag Siglufjarðar" fyrir aðkomumenn. Einar Olgeirsson áleit að aðallega yrði að vinna aðkomufólkið með því að upplýsa það um hags- muni sína, útbýta ávörpum á meðal þess og halda fundi. Kvað Verklýðssambandið eiga að komast í samband við „Norges Arbeiderparti" sjálft og deildir þess. Erlingur Friðjónsson lýsti tillögu. Ingólfur Jónsson benti á hve breytt væri orðið i Hafnarfirði, sem áður hefði verið svo slæmur við að komið hefði svo mikil útgerð þar. Lýsti ánægju sinni yfir deildarstofnuninni á Siglufirði. Þar sem málið hafði færst mjög inn á það svið, sem 3. mál dagskrárinnar átti að fjalla um lagði framsögumaður þess máls E.F. til að því máli yrði sleppt og ákvörðun tekin um kaupgjaldsmálin nú. Voru fulltrúar því samþykkir og var borin upp tillaga E.F., er hljóðaði svo: „Þingið telur mjög nauðsynlegt að kaupgjald sé ákveðið við Eyjafjörð og Siglufjörð svo snemma að vorinu, að hægt sé að leita samtaka við verkafólk á öðrum stöðum landsins um að vinna ekki undir þvi kaupi, komi það hingað í atvinnuleit. Þegar félögin hafa samþykkt kauptaxta sinn, ber þe;m að tilkynna hann sambandsstjórnlnni og ber henni þá að annast um að fjarlæg verkalýðsfélög séu fengin til að sjá um að sá kauptaxti sé ekki brot- inn af því fólki, sem frá þeim kemur." Var þessi ályktun samþykkt með öllum atkvæð- um. Að þessu máli loknu bauð nú forseti öllum full- trúum upp á kaffi út á „Hótel Oddeyri." Fóru þeir þangað og er boð forseta hafði verið þegið og kaffi drukkið, var fundur setíur á ný. 2. mál. Stofnun verklýðs- og jafnaðar- mannafélaga á Norðurlandi Framsögumaður: Einar Olgeirsson. Benti hann á hvernig félagsskapur verkalýðsins í kaupmálum og stjórnmálum hlyti að vaxa með viðgangi hans og aukinni útgerð og iðnaði. Sýndi fram á aðstöðuna milli verkalýðs og jafnaðarmanna. Hve nauðsyn- leg fræðsla væri verkalýðnum og þó einkum að hafa þá stefnufestu i baráttu sinni sem fræðslan veitir þeim. Fram með ströndum Norðurlands þyrfti að mynda keðjur af verkal.fél. Halldór Friðjóncson sýndi hverjir erfiðleikar væru á að fræða verkamenn um jafnaðarstefnuna, þegar nær allar bækur væru útlendar og fæstar lagaðar fyrir verkamenn. Steinunn Jóhannsdóttir kvað bráðnauðsynlegt að fræða alþýðu betur um jafnaðarstefnuna. Einar Olgeirsson sýndi að alþýðan þyrfti að ala upp foringja „áhugalið" og það væri hlutverk jafn- aðarmannafélaganna. Þau þyrftu nú að undirbúa að gefa út bækur á íslensku, sniðnar eftir þörfum íslensks verkalýðs. Bar fram tillögu. Erlingur Friðjónsson óleit engan geta starfað fyrir verklýðsfélagsskap nema hann væri jafnaðar- maður, annars yrði starf hans að engu. Sá maður sem ekki er jafnaðarmaður, svíkur, þegar á herðir, hvort heldur hann er foringi verkalýðs eða verka- maður. Án þess að eiga forustumenn, sem eru hreinir jafnaðarmenn, geti ekkert verklýðsfélag lif- að til lengdar. Dæmin sönnuðu hvernig færi, er forustuna vantaði, t.d. á Dalvík, Ólafsfirði og Hjalteyri. Siðan var tillaga E.O. borin upp. Hljóðaði hún á þessa leið: „Þingið álítur nauðsynlegt að komið sé upp jafn- aðarmannafélögum i stærri kauptúnum við hlið verklýðsfélaganna til að efla verklýðshreyfinguna og fræða verkamenn og felur stjórninni að gang- 137

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.