Réttur


Réttur - 01.04.1975, Side 58

Réttur - 01.04.1975, Side 58
ast fyrir því að þau séu stofnuð. Ennfremur skorar þingið á stjórnina að komast í samband við áhuga- sama verkamenn á þeim stöðum, sem engin verk- lýðsfélög eru til á og reyna að mynda þar smá- félög til undirbúnings reglulegri félagsstofnun." Var ályktun þessi samþykkt með öllum atkvæðum. 3. mál. Fjárhagsáætlunin Nefnd sú er kosin hafði verið til að semja hana, skilaði nú tillögum sinum. Hafði Halldór Friðjónsson framsögu. Var áætlunin á þessa leið: FJÁRHAGSÁÆTLUN fyrir V.S.N. fyrir árin 1925 og 1926. Tekjur: 1. Skattar frá félögum Kr. 425,00 2. Óvissar tekjur — 75,00 Alls Kr. 500,00 Gjöld: Kr. aur. 1. Stofnkostnaður 40,00 2. Sifr(akostnaður & burðargjöld 60,00 3. Þinghald 25,00 4. Til útbreiðslu 300,00 5. Óviss útgjöld 75,00 Samtals Kr. 500,00 Akureyri 26/4 1935 Halldór Friðjónsson, Gunnlaugur Sigurðsson, Jón Kristjánsson. Var áætlun þessi borin upp og samþykkt með öllum atkv. 4. mál. 1. maí. Einar Olgeirsson minntist á að gott væri að koma upp fundum í félögum VSN 1. maí. Kjartan Jónsson áleit það gjörlegt á Siglufirði. Gunnlaugur Sigurðsson hét því siðan að haldinn skyldi verða fundur 1. maí á Siglufirði og máske sem nokkurs konar útbreiðslufundur. 5. mál. Ávarp frá sambandsþingi V.S.N. til verk- lýðsfélaga á Norðurlandi lagt fram eins og upp- kast stjórnarinnar að því var. Samþykkt með öllum atkvæðum. 6. mál. Tillaga kom fram um að prenta lögin. Var hún samþykkt með öllum atkv. og falið stjórninni. Fundargerð þingsins lesin upp í þinglok. Síðan var stofnþinginu slitið. Einar Olgeirsson (ritari)." 138

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.