Réttur


Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 59

Réttur - 01.04.1975, Qupperneq 59
INNLEND VÍÐSJÁ □ 1 1— — , ■ □ mmm MET í KJARASKERÐINGU — MET I VERÐHÆKKUNUM Á þeim tíma sem liðinn er frá því aS nú- verandi ríkisstjórn kom til valdá hafa átt sér stað stórfelldari verðhækkanir en nokkru sinni fyrr á jafnskömmum tíma samfara gíf- urlegri kjaraskerðingu launafólks. Verða nokkrar tölur rifjaðar upp í því sambandi: Frá ágúst 1974 til 1. maí sl. hækkaði fram- færslukostnaður um 43,4%; en á sama tíma hækkuðu matvörur um 53,6%, mjólkurvör- ur sérstaklega um 67,2%, símakostnaður um 57%, hitaveimgjöld um 73%, fargjöld strætisvagna um 63%, rafmagn til heimils- nota um 120 svo dæmi séu tekin Hér eru þrjú dæmi um hina ofboðslegu kaupskerðingu: Lægsta skráð kaup verkamanna nú í maí er um 43.000 kr. á mánuði, dagvinna. Það hefur hækkað um 36% frá þeirri grunntölu sem samið var um í febrúar í fyrra (1. mars 1974, 1. október 1974, 1. desember 1974, 1. mars 1975). Þessi maður ætti nú, ef öllum samningum hefði verið fylgt að hafa 60.089 kr. á mánuði fyrir dagvinnu. Kaupskerðing hans er 17.0000 krónur. Maður sem hefur 54.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu nú, hefur hækkað um 29,5 % í kaupi frá samningunum í fyrra (1. mars, 1. október, 1. des., 1. mars). Ef kaupið ætti að halda óskertum kaupmætti væri það nú hins vegar 79-193 kr. á mánuði, þyrfti því að hækka um 46,7% mili mánaðanna. Kaup- skerðingin er liðlega 25.000 kr. á mánuði. Sá sem nú hefur 69.000 kr. á mánuði fékk ekki á kaup sitt svonefndar láglaunabætur 1. okt. og 1. mars og hefur því aðeins fengið hækkanir 1. mars 1974, verðlagsbætur, og 1. des sl., umsamda kauphækkun, eða sam- tals 9,4%. Þessi maður hefði nú átt að hækka um 73,7% til þess að halda sama kaupmætti og var við frágang samninga s.l. ár. Verkafólk hefur nú einsett sér að ná skerð- ingunni aftur, þó aðeins áð hluta til. Krafa ASI er 38% hækkmn á 6ta taxta Dagsbrún- ar og síðan sama krónutala á alla taxta. Verk- föll hafa verið boðið 11. júní. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að þau skelli á. VERKSMIÐJUDEILAN — AÐDRAGANDI OG NIÐURSTOÐUR 29. maí 1975. Sú dagsetning á áreiðan- lega eftir að skjóta upp kollinum síðar meir þegar fjallað verður um íslenska verkalýðs- hreyfingu á 20. öld. Þettan dag gerðist margt í einni svipan sem rekja ber og verður nú rakið hér. Um miðjan maímánuð hófst verkfall í þremur stórum ríkisverksmiðjum: Áburðar- verksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni og Kís- iliðjunni. Verkfallið var algert, hvorki fram- leitt né afgreitt frá verksmiðjunum. I febrú- armánuði höfðu verkalýðsfélögin lagt fram kröfur sínar, og í febrúar 1974 höfðu samn- ingamál verksmiðjanna fyrst komist á lagg- irnar sem ein heild. Var sleitulaust unnið að því mánuðum saman að gera einn heildar- samning fyrir starfsfólk verksmiðjanna, sem 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.