Réttur


Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 13

Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 13
SVAVAR GESTSSON: Breytingar í alþjóðamálum: Heimsmynd Morgunblaðsins mun hry nj a Stundum er eins og tíminn standi kyrr í mörg ár eða áratugi. Svo fara hlutirnir aö hreyfast og breytingar eiga sér stað á augnabliki; breytingar sem maður hafði ella haldið að tækju mörg ár eða jafnvel áratugi. Þegar við lesum almenna texta um af- vopnunar- og friðarmál frá í fyrra eða hitteðfyrra er víðast gert ráð fyrir óbreyttri eða lítt breyttri þróun í afvopn- unarmálum og alþjóðamálum eða svip- aðri og átti sér stað allan þann tíma sem forystan í Moskvu var í höndum Brésnefs — Tsjernenkos og sem völdin í Washing- ton voru í höndum Nixons — Reagans. Nú á skönunum tíma hafa hins vegar átt sér stað sviptingar, breytingar, sem hefðu verið taldar órar fyrir aðeins fáeinum misserum, breytingar sem eru svo þýðing- armiklar að sennilega hafa ekki nærri allir áttað sig á þeim enn þann dag í dag þrátt fyrir mikla umræðu að undanförnu. Pegar breytingar verða eiga fjölmiðlar auðvitað að gera grein fyrir þeim og af- leiðingum breytinganna eins og framast er kostur. Þar bregðast íslenskir fjölmiðl- ar að nokkru leyti. Það er sumpart vegna þess að breytingarnar eru þessum fjöl- miðlum ekki þóknanlegar. Breytingarnar kollvarpa hcimsmynd sem þeir hafa verið að búa til eöa að reyna að búa til í ára- Svavar Gestsson. 61

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.