Réttur


Réttur - 01.04.1988, Page 31

Réttur - 01.04.1988, Page 31
þess að sjá til þess að þessi ákvæði verði virt. Þegar það í krafti valds síns gengur þvert á alþjóðlegar samþykktir sem það á að tryggja framgang er fokið í flest skjól. Kæra Alþýðusambands íslands til Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar er meðal annars reist á síendurteknum afskiptum ríkisvaldsins af gildandi kjarasamningum stéttarfélaga ýmist með bráðabirgðalög- um eða almennum lögum. Á það er bent í kærunni að tilraunir Alþýðusambands- ins til þess aö ræða stöðu efnahagsmála og úrræði við efnahagsvanda var vísað á bug. Jafnframt því að rifta gerðum kjara- samningum, banna verkföll og neita öll- um samningaviðræðum voru fá önnur úr- ræði fyrir hendi en að brjóta ólögin á bak aftur með ólöglegum aðgerðum, fá úr réttmæti þeirra skorið fyrir innlendum dómstólum, eða kæra stjórnvöld fyrir al- þjóðastofnunum. Niðurstaðan var að fyrsta skrefið yrði kæra fyrir Alþjóða vinnumálastofnuninni. Næsta skref kann að vera aðgerðir á vegum verkalýðsfé- laga. Síðast, eins sorglegt og það í raun- inni er, kemur til greina möguleikinn að leggja málið fyrir innlenda dómstóla. En innlendur dómur dæmir ekki hvort um brýna nauðsyn hafi verið að ræða til þess að setja bráðabirgðalög. Pað hafa ís- lenskir dómendur talið einvörðungu á valdi ráðherra eða forseta. Túlkun og meðferð stjórnarskrárákvæðisins um setningu bráðabirgðalaga er að mestum hluta pólitísk frekar en lagaleg. Yfirgang- ur stjórnvalds er pólitísk spurning. í sí- endurteknum tilvikum þegar sett eru lög um riftun kjarasamninga stéttarfélaga eru aðstæður innanlands komnar á það stig að líklegra er að nálgast réttlátari úrskurð utan ríkisins. 79

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.