Réttur - 01.04.1988, Page 32
HELGI SELJAN:
Fatlaðir
— hvar mun liðsinnis
að leita?
Málefni fatlaðra og öryrkja á íslandi hafa tekið meiri stakkaskiptum en flest
annað í íslen/ku þjóðfélagi, og er þá mikið sagt.
Frá aumingjagæðum ölmusunnar og allsleysi sveitarómaganna hefur verið
horfið yfír til almennrar velferðarsóknar í þágu þessa fólks, sjálfsbjargar þess þó
máske helzt og fyrst. Sjálfkrafa hefur þetta ekki orðið, auðveld var baráttan fyrir
rétti þessa hóps oft ekki, og enn í dag vilja alltof margir láta hag og hamingju
þeirra fötluðu víkja fyrir ískaldri auðhyggjunni, þar sem æðsta hnossið fæst með
því að hirða annarra arð — lifa á annarra striti — blómstra á kostnað eymdar
annarra.
Og fullt jafnrétti í verki til allra lífsins
gæða er enn hvergi nærri í höfn — á
grimmum húsnæðismarkaði okurvaxt-
anna hlýtur öryrkinn að fara halloka — ef
um atvinnu kreppir þá er fyrst fyrir að
svipta þá henni, sem ekki ganga í öllu
heilir til skógar — þegar nauðsynjar
hækka umfram munaðarvöru og í engu
fást bætur fyrir — þá er hinum fatlaða
sem hefur enga tekjumöguleika aðra en
tryggingabætur einar — þá er þeim hætt
við alvarlegum áföllum.
í upphafi var barátta fyrir rétti hins
fatlaða í nær öllu samofin vaknandi hreyf-
ingu verkalýðsstéttarinnar. Fylgdi ein-
faldlega með sem einn þáttur þeirra nú
sjálfsögðu mannréttinda, sem barizt var
fyrir að ná fram.
Síðar komu samtök fatlaðra sjálfra
smám saman inn í myndina, en tengslin
voru áfram og skópu betri viðspyrnu til
llclgi Scljan.
80