Réttur


Réttur - 01.04.1988, Side 43

Réttur - 01.04.1988, Side 43
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ: Verkfall á vori Brot III. Skvaldrið í salnum hljóðnaði skyndi- lega, menn lækkuðu róminn, allir litu í eina átt, síminn hringdi. Samband við hina fyrir utan var að vísu ákaflega nauð- synlegt en jafnframt tvíeggjað. Hvort yrðu það heldur bullandi skammir og svívirð- ingar um frekju og yfirgang eða aðvaranir, upplýsingar um verkfallsbrot? Að ógleymd- um þeim hljómfögru kvennaröddum er buðu fram brauð og kökur og verkuðu eins og framrétt hönd út í forarvilpu lífs- barningsins. Síðskeggur, riðvaxinn, en bringubreið- ur, með ljóma í upplyftum augum, stóð opinmynntur á miðju gólfi með hópinn umhverfis sig. Mannsöfnuðurinn svalg undrandi í sig liðna atburðarás um áfangasigra eða undanhald og mistök: „Eftir á að hyggja um verkfallið 1955 og síðan eru jú 15 ár með ýmsum átökum en stórum vægari lærdómum. Harkan var geigvænleg, pústrar og lemstran, hatur því miður á millum stéttarsystkina. Við sömdum við eina leigubílastöð um akstur og sköffuðum þeim bensín, en skildum allar hinar stöðvarnar eftir úti í kuldan- um. Bönnuðum þeim lífsbjörgina. Eðli- lcga voru þcir hatramir og aðgangsharðir um lífsafkomu sína.“ Fari lagði frá sér blýantsstúfinn og teygði sig eftir tólinu. Réttist í sætinu heldur seinlega, eins og tvíráður, en þetta var önnur hringing. Hvað um Skugga. Var hann frá? Fari gjóaði augum til upp- göngunnar í salinn, sem alltaf stóð galop- in nótt sem dag og andaði dillandi músík jafnt sem megnri brennivínsþefjan upp á vaktina. Þar var hvorki lát né þurrð á. Þó ekkert félag hefði opnað verkfallssjóð og fimmtán þúsund launþegar væru í verk- falli. Til hliðar við uppganginn féll hurð að stöfum og álímdur hvítur umbúða- pappír í augnhæð með þumlungs stórum prentstöfum: Vaktstjóri. Lágur holur smellur í tækinu. Samband rofnar eða færðist bak við lokaða hurð með hvítum miða. Niður,undir, bak við, hverfa. Kosinn þó eða hvað? Varla. Öllu heldur viður- kenndur, samþykktur. Enginn jafnreistur þá stundina. Hans eigin verund nýtt sem oddur þeirra. Enda yddur og hvesstur af þeim. Þeir hnöppuðust umhverfis hann í óhrjálegu gímaldi. Enda engin sæti utan einn kollur við símann. Örþrifaráð, sem íhugult atferli, hóps á hættustund. Kringumstandar, gamalt og nýtt gerist í hverju verkfalli. Óformlegt lýðræði, aftan úr forneskju. Þú sest Fari: „Fyrst þú hefur getað komist í og úr ræðustólnum þessi árin geturðu eins setið og staðið fyrir okkur nú og hér.“ Tólið hlunkaðist niður á tækið. Fari grúfði sig yfir blaðsnipsið. Strauk blýi létt, skyggði gapandi spendýrshaus, hvessti tennur, það vantaði eyrun. Gerði ekkert til. Díli hlustaði ekki, bara beit. Myndin teygðist og tognaði. Hausinn á Díla var orðinn sem efrihluti á margfætlu sem skrönglaðist um bæjarlækshelluna hála og halla. Peysan var seig, en buxurnar það var vandamálið. Frímínútur: tog og tutl, hlaup og sennur, druslu-Indjáni — 91

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.