Réttur


Réttur - 01.01.1989, Page 7

Réttur - 01.01.1989, Page 7
íþróttaráðherrafundurinn: Hann sóttu 16 ráðherrar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins auk ráðherra frá Póllandi, Ungverjalandi og Kanada. Fundurinn tókst frábærlega vel og gerði hann mikilvægar saniþykktir meðal annars um reglur til að hamla gegn lyfjamisnotkun í íþróttum og um aðgcrðir gegn apartheid. samþykkt um nefndina. I henni sitja nú 15 menn í stað 5 áður. Markmið breytingarinnar er að víkka starfs- grundvöll nefndarinnar og tengja starfsemi hennar sem flestum aðilum í þjóðfélaginu. 16. Málræktarátakið 1989. Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri og skipuð hefur verið nefnd sem hefur það hlutverk: a) að gera tillögur um helstu verk- efni átaksins; b) að veita ráðgjöf um framkvæmd átaksins; c) að samræma hugmyndir sem verk- efnisstjórn kunna að berast; d) að aðstoða verkefnisstjóra við framkvæmd verksins. Málræktarátakið beinist að þremur höfuðþáttum: 1) að efla þá málræktarstarfsemi sem fyrir er; 2) að efna til sérstakrar herferðar á dagvistarheimilum, í skólum og fjöl- miðlum á síðari hluta þessa árs til að auka veg móðurmálsins; 3) að standa fyrir lagabreytingum og sérstökum verkefpum í málrækt. Leitað verður eftir samstarfi við sem flesta aðila og þegar hafa komið fjölmargar ábendingar og tillögur uin verkefni til úrbóta frá einsstaklingum og fyrirtækjum. Geysimikill áhugi er á þessu starfi. 17. Gert er ráð fyrir að styrkja tengsl 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.