Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 15
Heimsókn í tónlistarskólann á Akranesi. menntun, endurmenntun og eftirmennt- un, mun aukast mikið á næstu árum og áratugum. Þetta er trúlega það „skóla- stig“ sem vaxa mun örast á næstunni. Nú fer símenntun fram á vegum fjölmargra aðila í okkar þjóðfélagi, bæði hins opin- bera og einkaaðila. Mikilvægt er að sköp- uð verði aðstaða til þess að sjá yfir þetta svið og hafa upplýsingar á reiðum hönd- um fyrir þá sem þess óska. í vetur fóru fram viðræður á milli menntamálaráðu- neytisins og félagsmálaráðuneytisins um heildarlöggjöf fyrir þennan málaflokk. Ekki náðist samkomulag um eina löggjöf en ákveðið var að samin yrðu lagafrum- vörp á vegum beggja þessara ráðuneyta, annað um endurmenntun í atvinnulífínu á vegum félagsmálaráðuneytisins og hitt um fullorðinsfræðslu almennt á vegum menntamálaráðuneytisins. Skuli vísað til hvorra laganna fyrir sig í báðum frum- vörpunum. Gert er ráð fyrir að í lögum um fullorðinsfræðslu verði ákvæði um enduremnntunar- eða fullorðinsfræðslu- ráð sem hafi það hlutverk að veita upplýs- ingar, gefa út kynningarefni, samhæfa framkvæmdir hins opinbera í þessum málaflokki. Lánamál námsmanna Menntamálaráðherra skipaði í nóv- ember vinnuhóp til að fjalla um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hópnum var m.a. falið að fjalla um með hvaða hætti settar yrðu lánareglur, sem kæmu í stað þeirra, 15

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.