Réttur


Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 16

Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 16
sem ákveðnar hafa verið á undanförnum árum af fyrrverandi menntamálaráðherr- um og gera tillögur um að bæta þá skerð- ingu á námslánum, sem námsmenn hafa orðið að sæta á undanförnum árum og kanna, hvort rétt væri að breyta núver- andi fyrirkomulagi tekjutillits við útreikn- ing lána. Hópurinn skilaði áliti í lok febrúar og lagði til að bætt yrði sú skerðing á metn- um framfærslukostnaði sem varð á árun- um 1984—86. í framhaldi af því voru Ián hækkuð um 7.5% 1. mars 1989 og munu hækka aftur um a.m.k. 5% frá 1. sept- ember 1989. Lagt var til að skerðing yrði bætt að fullu frá og með 1. janúar 1990 og að frá og með skólaárinu 1989-90 miðist umreikningur tekna við 50% í stað 35% eins og nú er. í framhaldi af vinnu starfs- hópsins verða gerðar tillögur um: - hvernig fjarmögnunarvandi sjóðsins verður best leystur; - hvort stofna eigi nýjan sjóð eða deild í sjóðnum til að annast styrki einkum til náms á síðari stigum háskólanáms; - hvort rétt sé að styðja óvenju kostnað- arsamt háskólanám erlendis á fyrsta námsstigi, þegar slíkt nám er unnt að stunda á íslandi. Dreifbýlisstyrkur til nemenda sem þurfa að stunda nám í framhaldsskóla fjarri sinni heimabyggð var hækkaður um 100% úr 25 millj. kr. í 50 millj. kr. Sett hafa verið ný lög um jöfnun námskostn- aðar. 16

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.