Réttur


Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 23

Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 23
Nú finnst sumum kannski helst til hart til orða tekið að segja að svertingjar fái almennt ekki viðurkenningu í hinum vest- ræna heimi en það sorglega er að það er dagsatt. Álit vestrænna stjórnvalda á þeldökku fólki er vægast sagt vafasamt. í augum bresku lögreglunnar, sem ég þekki svolítið til af eigin raun, er svartur uiaður yfirleitt álitinn vandræðaseggur, þjófur eða morðingi, atvinnulaus slæpingi eða í einskis nýtri vinnu. Hann er byrði á Þjóðfélaginu og helst ætti að flytja hann °g alla hans líka til Afríku svo að þeir geti haldið áfram þar sem frá var horfið þegar þeim var rænt til Bretlands. Sem dæmi má nel'na að í London eru langtum fleiri svartir menn en hvítir handteknir fyrir srná-aflirot svo sem göturán sem aldrei sannast á þá. í of mörgum tilfellum vegna þess að þeir frömdu þau ekki. Afstaða stjórnvalda fer beint í blöðin sem hafa svo aftur óhugnanleg áhrif á fólkið. Þar af leiðandi verða hugmyndir fólksins um hinn týpíska afbrotamann einfaldar. Hann er svartur. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun meðal kvenna í Bretlandi þar sem meðal annars var spurt hvað þær hræddust mest. Ytirgnæfandi meirihluti svaraði að það Sem þær hræddust mest væri þegar þær Væru á göngu eftir að myrkt var orðið og þær mættu þeldökkum manni. Þegar þær yoru spurðar hvort þær væru ekki hrædd- ar þegar þær væru úti að ganga í myrkri °g mættu hvítum manni svöruðu þær að vissulega væri þeim ekki rótt en þær yrðu ekki hræddar. Götuglæpónar eru svartir. En snúum okkur aftur að orðum Sank- ara. Hann leggur áherslu á að hver maður °g hver þjóð eigi að varðveita sérstöðu sína og gera það að baráttumáli að vera hún sjálf en falla ekki inn í fjöldann. Og hann leggur áherslu á að hver maður virði Sigþrúður Gunnarsdóttir — formaður Sudur-Afríku samtakanna gegn apartheid. (Ljósm. Högni Eyjólfs.) náunga sinn fyrir það sem hann er, hvað- an sem hann er úr heiminum og hvernig sem hann er á litinn. Er þetta ekki draumaheimurinn okkar allra sem er verið að lýsa? Viljum við ekki öll vera við sjálf og vera viðurkennd fyrir það sem við erum? Jú, ég held það. Þetta er takmarkið sem við stefnum að. Og þangað til því er náð verðum við að berjast fyrir því. Alltaf, alls staðar. Pví að eins og meistari Bob Marley sagði: „Par til hörundslitur manns skiptir ekki meira máli en augnlitur hans verður ei- líft stríð." Thonus Sankdij Sjx-Jks 23

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.