Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 26

Réttur - 01.01.1989, Síða 26
B-V aðgerða. Annað hvort spyrnum við sam- eiginlega við fótum og þverneitum að borga eða lönd okkar verða gialdþrota eitt af öðru.“ bað væru mistök að líta svo á að hug- myndir Sankara væru eina framlag hans til heimsins. Hin marxíska sýn Sankara var ekki eitthvað sem hann bjó til eða las í fáeinum bókum og heimfærði síðan upp á aðstæður í eigin landi. Sýn hans byggði á raunveruleika hans eigin fólks, ekki aðeins þjáningum þess af völdum nýlendu- stefnu, heimsvaldastefnu og spilltra leið- toga heldur einnig hæfni þess og vilja til að skipuleggja sig og berjast sameiginlega fyrir eigin hagsmunum. Sankara hafði tröllatrú á hæfni venjulegs fólks til að taka stórstígum framförum í hita barátt- unnar. Hann var, eins og hann sjálfur orðaði það í fyrstu ræðu bókarinnar: „... sannfærður um að hinar sjö milljónir íbúa Efri-Volta væru í raun sjö milljónir póli- tískt meðvitaðra manna sem væru færir um að stjórna landinu.“ Sankara öðlaðist þessa trú ekki ein- göngu með því að skilja og taka þátt í baráttunni heima fyrir heldur með því að líta á baráttu sína og fólksins í Burkina Faso sem hluta af baráttu verkalýðsins um allan heim. Hann útskýrði þetta í ræðu sem hann hélt á þingi Sameinuðu þjóðanna: „Bylting okkar tekur á reynslu mannsins sem heild. Við viljum vera arf- takar allra byltinga í heiminum og allrar frelsisbaráttu þjóðanna í þriðja heimin- um. Augu okkar hvíla á hinum djúptæku umbótum sem hafa gjörbreytt þessum heimi. Við erum opin fyrir öllum breyt- ingum á vilja þjóðanna og byltingum þeirra, og við rannsökum sum af þeim hræðilegu mistökum sem hafa leitt af sér sorgleg mannréttindabrot. Við tökum einungis hinn hreina kjarna úr hverri byltingu.“ Pað var engin furða að Sankara leit til kúbönsku byltingarinnar eftir innblæstri. í viðtali, sem er í bókinni segir hann: „Ég lít á kúbönsku byltinguna sem tákn hug- dirfsku og staðfestu. t»að má margt af henni læra. Kúba, sem er lítið landbúnað- arland án mikilla náttúruauðlinda hefur staðið föst fyrir þrátt fyrir beinan og óbeinan þýsting frá hinum voldugu Bandaríkjum Norður-Ameríku. Við vit- um að Kúba barðist ekki ein og óstudd. Hún þurfti bróðurlegan stuðning Sovét- ríkjanna til að aðstoða og styrkja sig. En við vitum einnig að slíkur stuðningur dug- ar ekki til einn og sér. Þess vegna lítum við á Kúbani með aðdáun. Að sjálfsögðu eru byltingar okkar ekki eins. Kringum- stæðurnar eru ekki hinar sömu heldur. En í sambandi við hugrekki, staðfestu og hina stöðugu þátttöku alþýðu manna — alþýðunnar alltaf alþýðunnar — í því sem gert er, þá veitir Kúba mjög dýrmæta lær- dóma.“ Sankara dáði mjög fórnfýsi Kúbana í Afríku. Hann tók sem dæmi baráttu Che Guevara með frelsisbaráttumönnum í Kongó 1965 og þátt Kúbu í að verja sjálf- stæði Angólu gegn kynþáttaaðskilnaðar- stjórn Suður-Afríku. Sankara barðist fyrir samstöðu í verki gegn apartheid. Hann lét ekki duga að fordæma glæpi Suður-Afríkustjórnar heldur vann sleitulaust að því að mennta og virkja alþýðuna í Burkina Faso í sam- stöðuaðgerðum með þjóðunum í sunnan- verðri Afríku. Hann skýrði svo frá að svo lengi sem apartheid væri við lýði gæti ekkert ríki í Afríku verið öruggt um full- veldi sitt og sjálfstæði. Hann hvatti sér- staklega ríkisstjórnirnar í Einingarsam- tökum Afríkuríkja til sameinaðra að- gerða gegn apartheid-stjórninni, og þá 26

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.