Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 44

Réttur - 01.01.1989, Síða 44
batnaðar möguleikar þess framboðs til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Ekki bara vegna þess að margar hendur vinna létt verk og sameiginlega ráða þessir flokkar yfir fjölmiðlum, sem slaga hátt upp í Morgunblaðið, heldur einnig vegna þess að ef hér mynduðust slíkar tvær andstæðar blokkir, viðlíka stórar, þá væri ríkis- fjölmiðlum ekki lengur stætt á því að tala einvörðungu við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þegar borgarmálefni ber á góma. Kostir sameiginlegs framboðs gætu auðvitað verið miklu fleiri en þeir sem hér hafa verið taldir. Ýmsir benda á þann möguleika að hópurinn komi sér upp tals- mönnum í hinum einstöku málaflokkum og myndi með því einskonar skuggaráðu- neyti að breskri fyrirmynd. Enginn skyldi halda að slíkt sameigin- Iegt framboð hefði enga galla eða ókosti. Peir eru vissulega til staðar. 1. í sameiginlegu framboði yrðu allir að- ilar að taka tillit hver til annars. Víst er að ýmis sérkenni sem eru á mál- flutningi og málatilbúnaði hinna ein- stöku hópa myndu að mestu hverfa. 2. Mjög líklegt er að alltaf verið ein- hverjir af flokkunum aðilar að ríkis- stjórn en aðrir í stjórnarandstöðu. Það myndi auðvitað þýða það að almenn landsstjórnarmál yrðu menn að leiða hjá sér í slíku samstarfi. Til þess þarf vissulega sterk bein. Pað er enginn vafi að íhaldið mun nota hvert tæki- færi sem gefst til að stofna til ófriðar með hópnum og nota sér þá óspart þá möguleika sem felast í mismunandi af- stöðu til ríkisstjórnar. 3. Þá er rétt að benda á það að því fer fjarri að víst sé að öll atkvæði skili sér til sameiginlegs framboðs. Ég tel víst að ýmsir Alþýðubanda- lagsmenn ættu erfitt með að kjósa lista með Framsóknar- og Alþýðuflokks- mönnum. Og ég veit einnig um fólk í þeim flokkum, sem ekki getur hugsað sér að kjósa lista með Alþýðubanda- lagsfólki. Þá má einnig telja víst að ýmsum kvennalistakonum þætti sér- staða sín vera horfin eða minnsta kosti orðin dauf ef þær standa að sameigin- legu framboði. Og þær þeirra, sem áður stóðu nálægt Sjálfstæðisflokkn- um, myndu líklega kjósa hann, þegar valkosturinn væri á milli tveggja flokka. Hversu stór hópur það væri sem þannig tapaðist í atkvæðum, er nær ómögulegt að giska á. Hins vegar má á hinn bóginn reikna með að til liðs við slíkt afl kæmu ýmsir, sem í dag sjá litla möguleika á sigri dreifðra smá- flokka. Eins og ég sagði í upphafi, þá hefur í vetur, verið rætt um möguleika á sameig- inlegu framboði, af meiri alvöru en oftast áður. Fyrir þá, sem eru hlynntir slíku fram- boði, voru það mikil vonbrigði þegar óvænt uppákoma,.um málefni, sem ekki var á vettvangi borgarmála, skyldi allt í einu setja allt málið í hnút. Ýmsir hrukku þá við og sögðu sem svo; hvernig^værum við stödd nú, ef við vær- um aðilar að meirihluta og deilur um hæfni eða vanhæfni tiltekins skólastjóra, ættu að setja allt samstarf í hættu. Eg hef orðið' var við það að ýmsir, sem áður voru hlynntir samstarfinu, urðu því fráhverfir, þegar þessi uppákoma varð. Ég tel hins vegar ástæðulaust að ör- vænta. Það var aldrei meiningin að steypa öll- um flokkum saman í einn. 44

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.