Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 45

Réttur - 01.01.1989, Síða 45
Það var aldrei gert ráð fyrir því að ákvörðun um samstarf og sameiginlegt framboð, ætti að þýða það að allir hefðu sömu skoðun á öllum málum. Þvert á móti. í samstarfi fjögurra ólíkra flokka, er ágreiningur og jafnvel óvæntar uppákomur, eðlilegur hlutur en ekki óeðlilegur. Það sem máli skiptir, er viljinn og get- an til að ná samkomulagi og sé viljinn til staðar, þá er líka til staðar geta, til að leysa ágreiningsmál eða að búa við þau, án þess að þau spilli þeim heildarmark- miðum, sem ná þarf. Aldrei hefur verið augljósari þörfin á því að koma íhaldinu frá völdum í Reykja- vík en einmitt nú. Sóun á almannafé, til að reisa volduga minnisvarða, eins og ráðhús og hringsnú- andi veitingahús, ætti eitt sér að vera nóg til að gefa núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta frí. En þegar þeir fara að beita stærð og styrk borgarinnar til að níðast á nágranna- sveitarfélögum, þá er fyllilega mál til komið að allt ærlegt fólk sameinist um að spyrna við fótum. Þegar litið er til þess sem í húfi er, þá er það vissulega ábyrgðarhlutur að reyna ekki til þrautar að ná þeirri samstöðu sem dugar til þess að fella íhaldið. Þegar ég horfi til þess markmiðs, þá er ég reiðubúinn að teygja mig langt til sam- komulags. 45

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.