Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 47
hafsins. Og íslandi voru settir þeir kostir að samþykkja „verndina“ — að lokum innan 24 tíma, 25. til 26. júní. íslensku ráðherrarnir vildu hlýða stór- veldinu, leggja sig í duftið, — nema for- sætisráöherrann — Hermann Jónason. Og þegar ekkert gekk þá lét Kaninn Bret- ana hóta íslendingum því aö stöðva allar siglingar til og frá landinu, m.ö.o. svelta íslendinga inni. Og Bretinn setti — að ákvörðun Kanans — 24 tíma úrslitafrest. — Þá sagði Hermann að hann gæti ekki tekið ábyrgð á því að láta svelta þjóðina inni — og felldi bann sitt við „verndinni“ niður. Þannig fór ameríska stórveldið að því að tryggja sér „vernd“ íslands! En ríkisstjórnin hafði eftir íslenskum lögum engan rétt til að fela öðru ríki vernd íslands. Slíkt gat aðeins Alþingi og forseti (áður konungur) gert. 7. júlí kom amerískur floti og hertók fsland. Það var eitt ofbeldisverkið enn. Og breski herinn var kyrr. 9. júlí var Alþingi kallað saman — í herteknu landi, og þá kom það alveg ótví- rætt í ljós að hér var um ofbeldi og kúgun að ræða. Þegar t.d. Sigurður Hlíðar gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann: „Mun ekki verða komist hjá því að gera þennan samning við Bandaríkin, því að hnífurinn er á barka okkar. Þessi ríki hafa ráð okk- ar allt í hendi sér og geta bannað alla flutninga til landsins, þau geta komið í veg fyrir það, að við getum flutt einn fisk- ugga úr landi, og stefnt þannig fjárhag okkar og lífi í hættu.“ — Þannig voru samþykktirnar til komnar. Mótatkvæði þingmanna kommúnista og hjáseta ann- arra hafði ekkert að segja. Fyrsta skilyrðið af átta, sem Hermann setti var: Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn í landi, á lofti og á sjó undireins og núver- andi ófriði er lokið.“ Þetta loforð Roosevelts var svikið eins og fleira. Yfirtaka Bandaríkjahers á íslandi 1941 var algert ofbeldisverk. Það var her sá, er réð landinu, ekki Alþingi. — Máske dett- ur einhverjum í hug aðstæðurnar, er ein- veldið var „lögtekið" 1660, þegar danskir hermenn stóðu með spenntar byssur hringinn í kringum alþingismenn, er safn- að hafði verið saman í Kópavogi og.létu þá gera kónginn einvaldan, reiðubúnir að skjóta þá, sem ekki hlýddu. Þannig var „vernd“ Bandaríkjahers á íslandi til komin. Við skulum svo rifja upp í næsta hefti, hvernig þróunin varð í stríðinu og að því loknu uns ísland var svikið inn í Nato. 47

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.