Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. www.icelandair.is/amsterdam Amsterdam Verð frá 27.970 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 92 7 0 1/ 20 06 Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta ÁÆTLAÐ er að fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í neðri Þjórsá, þ.e. Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, sem báðar yrði stað- settar austan við Þjórsá, og Urr- iðafossvirkjun neðarlega í Þjórsá, ásamt Búðarhálsvirkjun, sem er á mörkum Tungnaár og Þjórsá, gætu skilað samtals um 340 MW, sem þýðir orkuvinnslu upp á 2.500 GWst. Búðarhálsvirkjun myndi nýta vatnið úr Tungnaá, en hinar þrjár myndu nýta vatnið úr Þjórsá. Aðspurður hvar á fram- kvæmdastiginu virkjanirnar séu svarar Agnar Olsen, fram- kvæmdastjóri verkfræði- og fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar, því til að Búðarhálsvirkjun sé komin á byggingarstig, en hún var komin í byggingu fyrir nokkrum árum þegar framkvæmdum við hana var slegið á frest. Undirbúningsvinna við hinar þrjár virkjanirnar sé skemur á veg komin. Viðræður í gangi við stóriðjufyrirtæki Haft var eftir Friðriki Soph- ussyni, forstjóra Landsvirkjunar, í blaðinu í gær að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Búðarhálsvirkjun væru allar þegar búnar að fara í gegnum um- hverfismatsferli, en að eftir væri að ganga frá nokkrum atriðum varðandi skipulagsmál. Að sögn Agnars er búið að ganga frá skipulagsmálum í bæði Rang- árþingi Ytra og Ásahreppi, þ.e. hreppunum austan við Þjórsá. Hins vegar hefði skipulagsvinnu verið frestað í Gnúpverjahreppi meðan beðið væri eftir því að Landsvirkjun gerði upp við sig hvort hún vildi virkja í einni virkj- un vestan við Þjórsá eða tveimur austan við ána. „Að vestanverðu við Urriðafossvirkjun kemur Vill- ingaholtshreppur að málinu og þar er verið að vinna að tillögu að að- alskipulagi hreppsins. Við höfum verið í ágætu samstarfi við sveit- arstjórnir þessara hreppa þannig að þær eru vel upplýstar um stöð- una.“ Spurður hversu fljótt hægt yrði að ráðast í framkvæmdir segir Agnar það ráðast af því hversu fljótt kaupin gerast á eyrinni varðandi orkusölu frá þessum fyr- irhuguðu virkjunum. Segir hann viðræður í gangi við stóriðjunot- endur á suðvesturhorni landsins. Áætlanir Landsvirkjunar um virkjanir í neðri Þjórsá                          ! " ! #  Gætu skilað 340 MW raforku ÁRNI Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að í grein Stefáns Ólafssonar, prófessors, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, ræði hann sem minnst um þær staðreyndir sem skipti mestu máli þegar reynt er að mæla afkomu fólks. „Sumt af því sem hann er að tala um eru alþekktar staðreyndir, til dæmis um að í skattkerfinu hjá okkur eykst skattbyrðin eftir því sem tekj- urnar verða meiri og almennt hafi menn verið sammála um að þannig eigi það vera og er eðlileg afleiðing af tekjuaukningu í þjóðfélaginu. Síðan er Stefán að blanda saman mismun- andi hlutum sem að hafa áhrif á hvaða útkomu hann fær. Hann skammast út í ríkisstjórnina en talar samt um skatttekjur hins opinbera, og á þar við bæði tekjur ríkisins og sveitarfé- laganna. Það er auðvitað munur á því hvernig þróunin hefur verið hjá þess- um aðilum á undanförnum árum.“ Árni sagði að Stefán fjallaði um ólíka flokka af tekjum fyrir þessa að- ila. „Hann fjallar auk þess um tekjur og útsvar ásamt því að tala um fjár- magnstekjur. Fjármagnstekjurnar dreifast ólíkt á tíundirnar en tekju- skatturinn og útsvarið gerir. Líkleg- ast er að fjármagnstekjurnar eru meiri hjá þeim sem eru í hærri tekju- flokkum en þær bera lægri skattpró- sentu þar sem þar er um að ræða brúttóskatt og þegar fjármagnstekj- urnar aukast, og þá sérstaklega hjá tekjuhærri hópum, þá er það stærri hluti teknanna sem er skattlagður með 10%. Þá auðvitað lækkar skatt- byrðin hjá þeim sem eru með hærra hlutfall fjármagnstekna en hjá þeim sem eru með lægra hlutfall. Hann fjallar um persónuafsláttinn og hvernig hann hefur breyst. Það er staðreynd að frá því að hann hefur verið tekinn upp hefur honum verið breytt og það var byrjað á því strax í upphafi. Það má segja að síðustu breytingar sem að koma inn í útreikn- inga Stefáns voru gerðar á sama tíma og verið var að breyta tekjuskipting- unni á milli ríkisins og sveitarfélag- anna og líka þegar var verið að breyta tekjuskattsprósentunum. Hins vegar hefur veggildi persónuafsláttarins fylgt verðlagi frá því um 2000. Hann er líka að fjalla um breytingar sem eru að verða á þessu kerfi á mismun- andi tímum. Hann er að gagnrýna í dag hluti sem gerðust fyrir allt að tólf árum síðan, og eiga ekki heima í um- ræðunni í dag. “ Árni sagði ennfrem- ur að mikilvægt væri að benda á að í þessu skattalækkunarferli hefði kaupmáttur aukist. Skattalækkunum ekki lokið „Við erum inni í skattalækkunar- ferli og því er ekki lokið og þar á með- al eru aðgerðir um að auka kaupmátt barnafólks sem eru í lægri hluta tekjudreifingarinnar. Þegar að allar þessar skattalækkanir hafa verið framkvæmdar þá mun myndin líta öðruvísi út en Stefán talar um. Það sem skiptir síðan mestu máli og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa lægstu tekjurnar og lægstu tíundina er að kaupmáttur hefur aukist um 28% og það er niðurstaðan úr allri þessari brellu okkar. Staða þessa hóps hefur batnað verulega. Ég hugsa að það sé meira um brell- ur í grein Stefáns en í skattalækk- unarferli ríkisstjórnarinnar.“ Fjármálaráðherra hafnar gagnrýni Stefáns Ólafssonar prófessors Grein Stefáns meiri brella en skattalækkanir ríkisstjórnarinnar Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson Árni Mathiesen Stefán Ólafsson FLUTNINGABÍLL með þrjá bíla á pallinum valt í Norðurárdal í gær- morgun og skemmdust ökutækin nokkuð. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var ökumaður flutn- ingabílsins að víkja fyrir umferð úr gagnstæðri átt til að forðast árekst- ur með fyrrgreindum afleiðingum. Valt með þrjá bíla AÐ MEÐALTALI voru 4.400 manns án atvinnu eða í atvinnuleit eða um 2,7% vinnuaflsins, á seinasta fjórð- ungi nýliðins árs, skv. nýjum nið- urstöðum úr vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi mældist 3,0% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Er þetta örlítið meira atvinnuleysi en á sama tíma á árinu 2004 en þá mæld- ist atvinnuleysið 2,5%. Um 161.500 manns voru starf- andi á fjórða ársfjórðungi 2005 og fjölgaði þeim um 5.200 manns á milli ára. Á vinnumarkaði voru alls 165.900 og jafngildir það 81,7% at- vinnuþátttöku. Meðalfjöldi vinnustunda á þess- um tíma var 41,5 klukkustundir sem er 0,2 klukkustundum meira en árið áður. Karlar unnu að meðaltali 47,3 stundir en konur unnu 34,9 stundir. 2,7% atvinnuleysi MIKIL náttúrufegurð er í Dyr- hólaey. Þótt flestir ferðamenn komi þangað á sumrin er einnig vert að skoða umhverfið að vetri. Þá er kraftur náttúrunnar síst minni. Ragnhildur Jónsdóttir hvílir lúin bein á rekadrumbi sem dreginn hefur verið upp úr Kirkjufjöru sem er fyrir sunnan Dyrhólaey. Vetrardagur í Dyrhólaey Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SENDINEFND frá Íslandi fór til Færeyja í vikunni til að sitja ár- lega olíuráðstefnu Færeyinga, en í gær og í dag munu færeyskir sérfræðingar fara ítarlega yfir það með íslensku sendinefndinni hvernig Færeyingar hafa staðið að setningu reglna varðandi olíu- leit og olíuvinnslu og útgáfa leyfa í því sambandi. Í íslenska hópnum eru fulltrúar iðnaðar- og umhverf- isráðuneyta og stofnana þeirra í orku- og umhverfismálum. Þorkell Helgason, orkumála- stjóri, sem sat ráðstefnuna, sagði við fréttavef Morgunblaðsins í gær að það sé nauðsynleg for- senda þess að lög og reglur um réttindi og skyldur þeirra sem fá kynnu leyfi í þessu skyni séu fyrir hendi. Þegar hafi verið sett al- menn lög um þetta efni, en unnið sé að útfærslu þeirra. Í þeim efn- um öllum hafi Íslendingar margt til Færeyinga að leita sem hafa þegar farið í gegnum slíkt ferli. Þorkell sagði þó að setning reglu- verks um olíuleit þýddi ekki endi- lega að slík leit hæfist í kjölfarið og vildi ekkert segja um það hvort mjór væri mikils vísir í þessum efnum. Þorkell segir Færeyinga mun lengra komna en Íslendinga hvað varðar stefnumótun um olíuleit og olíuvinnslu. Þar séu reglugerðir fullmótaðar, m.a. um umhverfis- mál, og jafnframt hafi Færeying- ar þegar haft reynslu af veitingu leyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi. Tvö fyrirtæki hafa gert frumathuganir, svokallaðar skjálftamælingar, í íslenskri lög- sögu á svæðinu suður af Jan Mayen. Þorkell segir að fyrirtækin komist ekki mikið lengra nema ljóst liggi fyrir hvaða réttindi og skyldur þeir hafa, sem vilja fá leyfi til olíurannsókna og í kjölfar- ið hugsanlegrar vinnslu á olíu eða gasi við Ísland. Ríkisstjórn Ís- lands hafi því tekið þá ákvörðun sl. vor að ljúka reglusmíð um mál- ið svo hægt verði að taka næstu skref um undirbúning að olíuleit við Ísland. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir að reglusmíðinni ljúki vorið 2007. Afla sér þekkingar á olíuleit í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.