Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að virðist nú vera að
koma upp úr dúrnum
að það voru fyrst og
fremst þeir sem
starfa á DV sem voru
beittir órétti í því óveðri sem geis-
aði hér á landi í síðustu viku. Þeim
hefur ekki verið sýnd tilhlýðileg
tillitsemi.
Illugi Jökulsson, fyrrverandi
ritstjóri á DV, ræddi mál þessi í
pistli á NFS í fyrradag. Þar sagði
hann augljóst „að málið leysti úr
læðingi mikla andúð á DV og víst
er að framsetning á forsíðunni á
þeirri frétt sem öllu hleypti af
stað var mikil mistök og fréttin
sjálf þar að auki ábyggilega
ótímabær“.
Illugi segir hins vegar fréttina
sjálfa hafa verið vel unna, talað
hafi verið við alla málsaðila og
eingöngu sagt frá staðreyndum.
„En hvað þá með frammistöðu
annarra fjölmiðla?“ spyr Illugi
svo. „Það hlýtur að mega ræða
fyrst allir hafa núna svona mikinn
áhuga á siðfræði í fjölmiðlum.
Skemmst frá því að segja að
margir fjölmiðlamenn, þátta-
stjórnendur og álitsgjafar kolféllu
á þessu erfiða prófi. Hver á fætur
öðrum gerði sig sekan um að end-
urtaka að maðurinn á Ísafirði
hefði framið sjálfsmorð vegna
fréttarinnar í DV. Að DV bæri
ábyrgð á sjálfsvígi mannsins.“
Illugi segir umræðuna sem
spannst í kjölfarið hafa verið yf-
irgengilega, „ekki síst af því þessi
umræða fór öll fram í nafni sið-
prýði og hófsemdar í fjölmiðlun“.
Nefnir ritstjórinn fyrrverandi
dæmi um menn sem hann telur
hafa farið út af sporinu í umfjöll-
un sinni. DV gerði það hins vegar
ekki nema að því leyti til að fram-
setning á forsíðufrétt þess var,
skv. framansögðu, „mikil mistök“.
Jón Trausti Reynisson, aðstoð-
arritstjóri Mannlífs, er á sömu
nótum í grein á www.mannlif.is.
Þar gagnrýnir hann NFS fyrir að
hafa bendlað dagblað við manns-
lát „án þess þó að hafa nokkrar
viðunandi heimildir til að styðja
ásökunina“. Blaðið segir hann
hafa fallið í sömu gryfju.
„Afleiðing rangrar umfjöllunar
samkeppnisfjölmiðla um DV og
starfsfólk þess var að stór hluti al-
mennings gekk út frá því sem
vísu að starfsmenn blaðsins hefðu
tekið mannslíf,“ segir Jón
Trausti.
Það voru sem sé samkeppn-
isfjölmiðlar DV sem blönduðu
hinn görótta drykk ofan í almenn-
ing; sem vitaskuld gleypti við,
enda löngu þekkt að auðvelt er að
telja „almenningi“ trú um alls
kyns vitleysu. Það telja þeir sig
líklega vita sem unnið hafa á DV.
Jakob Bjarnar Grétarsson,
blaðamaður á DV, hefur líka
fjallað um þessi mál á vef Blaða-
mannafélagsins, press.is. Hann
segir í grein á laugardag að við-
brögðin við fréttunum frá Ísafirði
hafi verið athyglisverð. „Í kjölfar-
ið riðu á harða stökki fram í þessu
máli hver á fætur öðrum, haturs-
fullu hræsnararnir, lukkuridd-
ararnir og lýðskrumararnir – já,
og vitleysingarnir. Guð minn góð-
ur. Í húrrandi mótsögn og mikilli
fullyrðingasemi og vandlætingu.
Ekki síst „blaða- og fréttamenn“,
sem ég freistast til að setja hér
innan gæsalappa en þá marga
hefur heldur betur sett niður í
þessu máli öllu að mínu viti.“
Rétt er að nefna að Jakob byrj-
ar grein sína á því að votta þeim
samúð sína sem um sárt eiga að
binda vegna þess voðaatburðar er
varð á Ísafirði. Segir hann jafn-
framt að „vanlíðan hefur verið
veruleg meðal ritstjórnar á DV“
vegna málsins. Ennfremur segir
hann ljóst „þó ekki sé nema vegna
hinna ofsafengnu viðbragða“ að
DV hafi orðið á mistök.
Hitt er megininntak skrifa hans
að þeir sem hvað dýpst tóku í ár-
inni í gagnrýni sinni á DV beri að
axla ábyrgð á orðum sínum. Ekki
megi gleymast að margir fleiri en
DV hafi farið offari, margir aðrir
megi skammast sín en þeir á DV.
Reynir Traustason, fyrrverandi
fréttastjóri á DV og núverandi
ritstjóri Mannlífs, tekur undir orð
Jakobs á press.is, segir að sér sé
farið að blöskra „sú aðför sem á
sér stað að því góða fólki sem
vinnur á DV“.
Er Reynir einna viljugastur
þeirra, sem hér hefur verið vitnað
til, til að viðurkenna að DV hafi
raunverulega gert mistök í um-
ræddu máli. Fyrst og fremst var
þó um að ræða mistök í „fram-
setningu máls“, að mati Reynis.
Er hann þar sammála fyrrverandi
ritstjóra sínum, Illuga Jökulssyni.
„Það er sorglegt ef öðru fjölmiðla-
fólki hefur með eftirleik DV-
málsins tekist að gera Mikael
[Torfason] og Jónas [Krist-
jánsson] ærulausa,“ segir Reynir
Traustason og heggur í sama kné-
runn og sonur hans, Jón Trausti.
Nú getur undirritaður í sjálfu
sér tekið undir margt af því sem
ofangreindir pennar hafa sagt.
Auðvitað er það rétt að stór orð
hafa fallið, líklega of stór. Málið
er bara það að sú umræða öll er
eins og skilgetið afkvæmi þeirrar
fréttastefnu sem DV-menn sjálfir
hafa fylgt, þeirrar aðgangshörku
sem þeir hafa tileinkað sér gagn-
vart viðmælendum sínum og við-
fangsefnum.
Það skýtur því ofurlítið skökku
við að sjá þá kvarta undan trakt-
eringunum, sem þeir hafa fengið í
öðrum fjölmiðlum, s.s. því að NFS
skyldi mæta óumbeðið á staðinn
til að taka myndir af fréttamönn-
um DV.
Því skal haldið til haga hér að
ekki allir blaðamenn hafa verið
sammála þeirri stefnu DV að til-
litsemi sé afgangsstærð í frétta-
skrifum. Rifjast t.a.m. upp fyrir
mér í því samhengi tvær ágætar
greinar sem Óli Tynes fréttamað-
ur skrifaði í Morgunblaðið í haust.
Vitaskuld eigum við blaðamenn
alltaf að sýna fyllstu tillitsemi í
störfum okkar; líka í umfjöllun
okkar um aðra blaðamenn.
Kannski DV-menn, núverandi og
fyrrverandi, séu nú orðnir sam-
mála slíkum sjónarmiðum?
Tilhlýðileg
tillitssemi
Auðvitað er það rétt að stór orð hafa
fallið, líklega of stór. Málið er bara það
að sú umræða öll er eins og skilgetið af-
kvæmi þeirrar fréttastefnu sem DV-
menn sjálfir hafa fylgt […]
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
UNDANFARIN ár hefur átt sér
stað mikil uppbygging í Kópavogi og
hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað
mjög mikið á und-
anförnum árum. Þessi
mikla fjölgun íbúa á
ekki aðeins rætur sínar
að rekja til þess góða
byggingarsvæðis fyrir
íbúðir sem Kópavogur
hefur verið að bjóða
upp á heldur einnig
vegna þess að á þessu
svæði er gert ráð fyrir
góðum verslunarmið-
stöðum, þjónustustofn-
unum, íþróttaaðstöðu,
skólum og leikskólum.
Allir þessir þættir hafa
án efa haft mikil áhrif á
viðhorf fólks þegar það ákveður hvar
það vill byggja upp framtíðarheimili
sitt.
Aukin þjónusta við íbúana
Þegar íbúum fjölgar er nauðsyn-
legt að huga að þjónustu fyrir
íbúana. Nú þegar er hafin uppbygg-
ing þjónustustofnana, svo sem leik-
og grunnskóla í Kórahverfi og
Vatnsendahverfi. Jafnframt hefur
verið skipulagt á þessu svæði hverfi
fyrir eldri íbúa, íþróttasvæði og
væntanlega mun rísa þar heilsu-
gæslustöð, sem þjóna
mun þessum hverfum.
Einnig er fyrirhugað
að opna bókasafn á
svæðinu.
Okkur er ljóst hve
mikilvægt það er að
börn og unglingar
stundi íþróttir eða séu í
æskulýðsstarfi. Til að
gefa sem flestum tæki-
færi ákvað meirihluti
bæjarstjórnar nú í
haust að styrkja for-
eldra barna á aldrinum
6–12 ára með framlagi
um 10 þúsund krónur
sem rennur til niðurgreiðslu æfinga-
gjalda í íþróttum og til þeirra sem
stunda æskulýðsstarf. Hvert barn
getur fengið styrk fyrir tvær
íþróttagreinar sem það stundar.
Styrkurinn getur þó ekki orðið
hærri en æfingagjöld í viðkomandi
íþróttagrein. Samhliða voru iðk-
endastyrkir til fyrir 13–20 ára iðk-
endur hækkaðir til íþróttafélaganna.
Í fjárhagsáætlun sem nýbúið er að
samþykkja var ákveðið að auka nið-
urgreiðslur til foreldra með börn hjá
dagmæðrum um rúmlega helming.
Foreldrar fá nú 30 þús. króna nið-
urgreiðslur með hverju barni og er
það óháð hjúskaparstöðu þeirra en
niðurgreiðslan var áður 13.920 með
hverju barni.
Við, sem gefum kost á okkur í
sveitarstjórn, þurfum að hafa íbúa
sveitarfélagsins ætíð í fyrirrúmi og
vinna stöðugt að vellíðan þeirra og
öryggi. Ég vil halda áfram í þessum
og samskonar verkefnum á komandi
kjörtímabili, því börnin og fjöl-
skyldan er það mikilvægasta sem við
eigum. Ég óska því eftir stuðningi
ykkar í 3. sætið í prófkjörinu.
Kópavogur
er bær framtíðar
Sigurrós Þorgrímsdóttir
’Við, sem gefum kost áokkur í sveitarstjórn,
þurfum að hafa íbúa
sveitarfélagsins ætíð í
fyrirrúmi og vinna stöð-
ugt að vellíðan þeirra og
öryggi.‘
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur
kost á sér í 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
RÉTT fyrir hátíðir var skotið föst-
um skotum á jólasveinana og jóla-
sveinatrú úr ekki smærri herbúðum
en sjálfri Þjóðkirkjunni. Það voru
séra Flóki Kristinsson
og sjálfur herra bisk-
up, Karl Sigurbjörns-
son, sem, hvor á sinn
hátt, fordæmdu
sveinka, og biskup þó
öllu freklegar þar sem
hann sagði það vera
stóra synd að halda
jólasveinatrú að börn-
um. En nú verð ég að-
eins að fræða minn
gamla mentor úr sum-
arbúðum Þjóðkirkj-
unnar á Kleppjárns-
reykjum, um
trúartilfinningu, ann-
ars vegar, og trúarbrögð, hins vegar,
og útskýra um leið ábyrgð kirkj-
unnar á tilvist jólasveinanna í dag.
Trúartilfinning er öllum mönnum
meðfædd, en trúarbrögð eru lærð.
Ef menn Þjóðkirkjunnar væru ekki
jafn ferkantaðir og þeir virðast vera,
margir hverjir, og „kreddufullir“,
ættu þeir því þvert á móti að fagna
jólasveinatrúnni og umfaðma hana.
Því í gegnum hana þroskast trúar-
tilfinning barnshugans, trúin á hið
yfirnáttúrulega. Trúin á Jesúbarnið
gerir kröfur um reyndari huga, svo
barnið nái að meðtaka hið flókna
táknmál. Það ætti því að vera hið
eðlilega hlutverk kirkjunnar manna
að færa trúartilfinninguna frá
sveinka og yfir á Krist, eða með öðr-
um orðum, að kristna heiðingjana.
Því maðurinn fæðist heiðinn. Kristin
trúarbrögð eru engum meðfædd,
þau eru lærð, og hlutverk kirkjunnar
er að kenna. Hinir heiðnu sveinar
eru því nauðsynlegir og náttúrulegir
undanfarar að Kristi. Eitt sinn orti
kristinn maður á Alþingi: „Eigi vil eg
goð geyja/ grey þykir mér Freyja“
og var gerður brottrækur af þingi.
Engu er líkara en biskup hafi nú ort:
„Eigi vil ég sveinka fýla/ grey þykir
mér Grýla.“ En það er nákvæmlega
raunin því Freyja með ketti sína um-
breyttist í Grýlu eftir kristnitökuna.
Og hinir fornu guðir breyttust í
varga sem notaðir voru sem
skemmtiefni og uppeldistæki á
óþekk börn. Því getur kirkjan sjálfri
sér um kennt að hinir heiðnu sveinar
lifa enn góðu lífi, því það var kirkjan
sem stóð fyrir þessari umbreytingu
og enginn annar.
Trúin á sveinana er líka kreddu-
laus og gerir ekki kröfur um neitt
nema að maður sé „hlýðinn og góð-
ur“ og er það flestum börnum ærið
verkefni einn mánuð á ári. En er það
nú í raun ekki það sama og kristnin
krefst af okkur? „Allt sem þér viljið
að aðrir menn gjöri yður skuluð þér
og þeim gjöra.“ Svein-
arnir eru líka birting-
armyndir alls kyns ótta
og ímyndana sem öll
börn upplifa. Og einsog
við vitum: þegar þú
þekkir nafn óvinarins
hefur hann ekkert vald
yfir þér lengur. Svein-
arnir eru hrekkjóttir,
gráðugir, frekir, sís-
vangir, skapvondir og
grimmir; allt eru þetta
mannlegir eðlisþættir
sem barnið þekkir í
sjálfu sér. Kristur er
hins vegar algóður guðs
sonur og yfir allt hafinn. Það er ekki
fyrr en í fyrsta lagi um ferming-
araldurinn sem barnshugurinn er
fær um að skilja fórn Krists,
mennsku hans og glímuna við hið
guðlega. Því einmitt á þeim aldri eru
börn að upplifa sig sem fórnarlömb,
misskilin, útlæg, forsmáð og kvalin á
líkama og sál. Og hafi trúartilfinning
unglingsins tekið út sinn þroska í
jólasveinatrúnni mun hann betur
meðtaka hið mystíska og óútskýr-
anlega í sögunni af Kristi.
Hitt er svo annað sem kirkjunnar
mönnum sést oft yfir að hinar fyrstu
jólagjafir voru það gull, reykelsi og
myrra sem jólasveinarnir þrír færðu
jesúbarninu. Ef sá viðburður, einn
og sér, dugar ekki kirkjunnar mönn-
um til að yfirfæra jólasveinatrú
barnsins yfir á jesúbarnið þá er þeim
sæmast að loka sjoppunni og fara
heim í stað þess að agnúast og væla
yfir „hjátrú“ sem er náttúruleg og
manninum eiginleg. Að skammast
yfir jólasveinatrúnni er að lýsa yfir
vanþekkingu sinni á mannlegu eðli, á
trúarbragðasögu, almennri guðfræði
og almennri mannkynssögu, fyrir ut-
an hvað það lýsir ótrúlegri grunn-
hyggni í mannlegum samskiptum og
vanþekkingu á „markaðssetningu“
kirkjunnar manna.
Kristur og jólasveinarnir
Friðrik Erlings fjallar
um kristni og þjóðtrú ’Að skammast yfir jóla-sveinatrúnni er að lýsa
yfir vanþekkingu sinni á
mannlegu eðli, á trúar-
bragðasögu, almennri
guðfræði og almennri
mannkynssögu …‘
Friðrik
Erlings
Höfundur er rithöfundur.
BORGARSTJÓRINN, Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir, ritaði
greinarstúf í Morgunblaðið sl.
laugardag 14. janúar og kallaði
fullyrðingar mínar „bull“, um línu-
lega hækkun launa í kjarasamn-
ingi á milli borgarinnar og Starfs-
mannafélagsins annarsvegar og
Eflingar hins vegar. Til að borg-
arstjóri og lesendur blaðsins geti
áttað sig betur á staðreyndum tek
ég dæmi úr framangreindum
kjarasamningum:
Ég spyr, eru þessir kjarasamn-
ingar aðgerð til að hækka lægstu
laun sérstaklega?
Sannleikanum verður hver sár-
reiðastur og upphlaup borgar-
stjóra er dæmi um slíkt.
Gunnar I. Birgisson
Sannleikanum verð-
ur hver sárreiðastur
Höfundur er bæjarstjóri
í Kópavogi.