Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 49
DAGBÓK
Helgina 20. til 22. janúar nk. verðurhaldið námskeið í „5 Rhythmsdansi“; undir yfirskriftinni; Djúpt íölduna.
Námskeiðið verður haldið í Fólkvangi á Kjal-
arnesi og er leiðbeinandi á því Alain Allard frá
Bretlandi.
„Allard er hámenntaður á sínu sviði, auk þess
að hafa fengið kennaraþjálfun hjá Grabrielle
Roth, upphafsmanneskju þessa dansforms, hefur
hann mikla reynslu af því að kenna hreyfingu og
hefur jafnframt UKCP-réttindi í sálfræði-
meðferð. Reynsla Alains af byggingarvinnu og
áralöng Aikido-ástundun gerir það að verkum að
námskeiðin hans einkennist af skýrleika; aga og
jarðtengingu. Þetta er fimmta námskeið Alains
Allards hér á landi,“ segir Sigurborg Kr. Hann-
esdóttir sem hefur umsjón með námskeiðinu.
En hvað þýðir þetta „5 Rhythms“ dans, nánar
til tekið?
„Þetta þýðir að dansað er í gegnum fimm
rytma, flæði, stakkató, kaos, lýrik og kyrrð.
Þegar er dansað í gegnum þessa rytma í þessari
röð þá myndar þeir það sem kallar er alda og af
því er nafn námskeiðsins dregið,“ segir Sig-
urborg.
„Hvað á að vinnast með þessari kennslu?
„Í gegnum hreyfinguna og öndunina erum við
að opna líkamann, það er svo merkilegt að þeg-
ar við gerum það og losum um hindranir þá
losnar um leið um huglægar eða tilfinningalegar
hindranir. Við getum beinlínis notað það sem við
upplifum á dansgólfinu og í líkamanum úti í líf-
inu okkar. Þetta er kjarninn í þessari aðferð við
að tengja líkama og sál.“ Upplýsingar um nám-
skeiðið má finna á www.5rhytms.co.uk og í síma
866-5527.
Námskeið | Rytmarnir fimm – námskeið í dansi
„Djúpt í ölduna“ á Kjalarnesi
Sigurborg Kr. Hann-
esdóttir er starfandi
hjá ráðgjafafyrirtækinu
Alta í útibúi þess í
Grundarfirði. Jafn-
framt er hún jógakenn-
ari. Sigurborg fæddist í
Stykkishólmi árið 1959
og hefur starfað m.a.
við kennslu og hót-
elstjórn. Hún er gift
Inga Hans Jónssyni og
á hann fjögur börn og tvö barnabörn.
Ég hef oft séð stafla af Frétta-
blaðinu liggja inni í anddyri fjölbýlis-
húsa sem enginn hirðir um. Varla
teljast slík blöð til lestrar, eða hvað?
Spurning mín er því oft: Hvenær
er Fréttablaðið borið út og á hvaða
tíma dags?
Mér finnst ákaflega þægilegt að
vita til þess að á hverjum morgni kl. 7
er Morgunblaðið komið í hús – og
jafnvel fyrr.
Takk fyrir frábært blað.
Svanur Jóhannsson.
Tillitsleysi í umferðinni
Hvað er eiginlega að Íslendingum?
Ætla þeir aldrei að geta lært að sýna
tillitssemi í umferðinni? Ætla þeir
aldrei að læra að draga úr hraða og
Hvernig geta þessar
kannanir staðist?
SEM lesandi Morgunblaðsins í tugi
ára hef ég haft ánægju af að senda
greinar í Velvakanda sem öllum hefur
verið komið til skila.
Í haust skrifaði ég grein sem
fjallaði um lestur blaða almennt og
fjallaði um súlurit, sem svo oft birtast
í Fréttablaðinu, og eiga að gefa les-
endum nokkra yfirsýn yfir hlutfall al-
menns lesturs hjá 2–4 helstu frétta-
blöðum sem gefin eru út hér á landi.
Ég hafði þá stuttu áður þurft að
fara með blöð og pappír í gám stutt
frá Holtagörðum. Og hvað blasti við
mér þar. Við hliðina á gámunum lágu
8 óopnaðir bögglar, með u.þ.b. 50
blöðum hver, af Fréttablaðinu. Nú til
dags þykir þetta almenn sjón. Ég átti
leið um Skútuvog ekki alls fyrir löngu
og þar sem þessi sjón blasti við mér
þótti mér ráðlegt að mynda hana og
vil ég því senda ykkur eintak því til
sönnunar.
Hvernig geta þessar kannanir
staðist og hvað er haft til viðmiðunar
þegar slíkar kannanir eru gerðar?
gefa sjensinn þegar ökumaður gefur
merki um að skipta um akrein?
Hverju er um að kenna? Er öku-
kennslu ábótavant?
Ef ökukennarar láta undir höfuð
leggjast að brýna þetta fyrir nem-
endum sínum skal ég benda á eina
einfalda reglu, sem gildir alls staðar
hjá siðmenntuðum þjóðum. Ef öku-
maður gefur merki um að hann vilji
skipta um akrein er það regla, a.m.k.
hjá öllu venjulegu fólki, að draga úr
hraðanum og hleypa bifreiðinni inn á
akreinina. Hér á landi virðist það
vera siður að gefa frekar í, og jafnvel
aka samsíða bílnum sem gaf merkið
um að skipta, til að tryggja örugglega
að hann geti ekki skipt um rein. Hvað
er að fólki hér á landi? Geta ökukenn-
arar gefið einhverja skýringu á þess-
ari furðulegu áráttu?
Reiður ökumaður.
Kettlingar fást gefins
FALLEGIR kettlingar fást gefins. 8
vikna, gæfir og kassavanir, bæði kyn.
Upplýsingar í síma 896 1488.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Gullbrúðkaup | Í dag, 19. janúar, eiga
50 ára hjúskaparafmæli hjónin Þorkell
Jóhannesson og Vera Tómasdóttir,
Holtsbúð 39, Garðabæ. Þau eru að
heiman.
Erfið alslemma.
Norður
♠K976
♥K1093 A/Allir
♦10
♣G642
Vestur Austur
♠5 ♠G102
♥G ♥62
♦KD965 ♦G8743
♣ÁKD853 ♣1097
Suður
♠ÁD843
♥ÁD8754
♦Á2
♣–
Eins og sjá má stendur alslemma í
NS í báðum hálitum. Spilið kom upp í
þriðju umferð Reykjavíkurmótsins og
aðeins tvö pör (af tuttugu) komust alla
leið í sjö hjörtu – Karl Sigurhjartarson
og Sævar Þorbjörnsson í sveit Ferða-
skrifstofu Vesturlands, og Sigfús Örn
Árnason og Friðjón Þórhallsson í sveit
Garða & véla.
Sigtryggur Sigurðsson og Runólfur
Pálsson í sveit Vinabæjar voru and-
stæðingar Karls og Sævars:
Vestur Norður Austur Suður
Sigtryggur Karl Runólfur Sævar
– – Pass 1 hjarta
2 grönd * 3 lauf * Pass 7 hjörtu
Pass Pass Pass
Karl og Sævar spila Standard og því
opnar Sævar rólega á einu hjarta. Sig-
tryggur kemur inn á láglitasögn og
Karl velur að taka sterkt undir hjartað
með þremur laufum – þrjú hjörtu hefði
verið veikari undirtekt. Sævar taldi þá
óþarft að ræða málin frekar og stökk í
sjö hjörtu!
Mótherjar Friðjóns og Sigfúsar
Arnar voru Vignir Hauksson og Helgi
Bogason í sveit Sölufélags garðyrkju-
manna.
Vestur Norður Austur Suður
Vignir Friðjón Helgi Sigfús
– – Pass 1 lauf *
2 grönd * Dobl 4 tíglar 6 tíglar
7 tíglar 7 hjörtu Allir pass
Hér vekur Sigfús á sterku laufi og
Vignir sýnir láglitina. Dobl Friðjóns
sýnir viðbragð í punktum (sex eða
meira) og Helgi hindrar í tígli. Sigfús
velur svo góða sögn þegar hann stekk-
ur í sex tígla og biður makker að velja á
milli hálitanna. Friðjón sér þá að kóng-
arnir tveir eru gulls ígildi og reynir sjö
yfir fórninni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 e6
5. Ra3 d6 6. exd6 Bxd6 7. Rc4 0-0 8.
Rxd6 Dxd6 9. d4 cxd4 10. Rxd4 Hd8
11. Be2 e5 12. Rf3 e4 13. Rd4 Dg6 14.
Hg1 Ra6 15. Bxa6 Dxa6 16. De2 Dg6
17. Be3 Bg4 18. Dd2 h6 19. Kf1 Hac8
20. f3 Bd7 21. f4 b5 22. Kf2 Rb6 23.
b3 Rd5 24. Hac1 Df6 25. g3 Bg4 26.
Hge1 Hd7 27. Db2 b4 28. cxb4 Hxc1
29. Hxc1 Rxb4 30. Hc8+ Kh7 31.
Dc3
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Reggio
Emilia á Ítalíu. Ítalski Fide-
meistarinn Daniele Vocaturo
(2.364) hafði svart gegn landa sínum
Gabriele Franchini (2.315).
31. … Rd5! 32. Dc5 Rxe3 33. Kxe3
Hxd4! 34. Hc6 hvítur hefði einnig
orðið manni undir eftir 34. Dxd4
Dxd4+ 35. Kxd4 Bxc8. 34. … Hd3+
35. Kxe4 Dxc6+! 36. Dxc6 Bf3+ 37.
Kxd3 Bxc6 38. Kc4 Kg6 39. a4 Kf5
40. Kc5 Bf3 41. b4 Ke6 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Ein af glæsilegri miðbæjareignum. Um er að
ræða tvílyft einbýli úr timbri á steyptum kjallara.
Skiptist aðalhæðin í fjórar stofur, snyrtingu, eld-
hús og tvær forstofur. Efri hæðin skiptist í tvö
svefnherbergi, tvö fataherbergi og skrifstofu.
Kjallarinn skiptist í þvottahús og geymslu, bað-
herbergi, setustofu og vinnuherbergi. Falleg
eign sem hefur fengið að halda sérkennum sín-
um og skipulagi. V. 49,7 m. 5563
Nánari upplýsingar veita Hákon og Sverrir.
SPÍTALASTÍGUR
- GLÆSILEG MIÐBÆJAREIGN
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni
ÚTSALA
er flutt á Laugaveg 56.
Útsala og fjöldi opnunartilboða!
Verið velkomin.
Laugavegi 56
Kringlunni - sími 568 1822
www.polarnopyret.is
ÚTSALA
50% afsláttur
af öllum vörum á útsölu
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
SUNNUDAGINN 22. janúar lýkur
sýningu þýska listamannsins
Bernds Koberling í Ásmundarsafni
við Sigtún. Verkin á sýningunni,
sem ber nafnið Grýttur vegur, eru
vatnslitamyndir unnar hér á landi
árið 2004. Listamaðurinn hefur
dvalið langdvölum á Íslandi und-
anfarin ár og sótt sinn innblástur í
eyðifjörð á Austurlandi.
Sýningu Koberling lýkur
um helgina
Morgunblaðið/Einar Falur
Verk Koberling í Ásmundarsal.