Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 18
!"
# $%
&
$ # "
'#! '#! (% )
*
+
# # ,
-$#
. "'# #
/
#!
0 1,
# #$
20" #3"
, 5 $,
# 6
# )#
#'
7#"
8 " 0 #
'#! 9!#
90 0$ : , ;<
" - (00
0$ # 0
#
; '#
$ #
".=
,
>" -# . #
>" 0
-# "#
? $ #
9 0 #"0 0
;-## (0
MÁLIÐ ER
Í MIÐJUN
NI Á MOG
GANUM Í
DAG
Eyjafjarðarsveit | Grisjun er nú
hafin á vegum Norðurlands-
skóga en tveir menn hafa unnið
undanfarna viku í reit ofan við
bæinn Hvamm í Eyjafjarð-
arsveit.
Þar hófst nytjaskógrækt á
bújörðum upp úr 1980.
Hvammsbændur gengu síðan
inn í Norðurlandsskóga með um
70 ha. skóg sem er að hluta
komin í verulega grisjunarþörf.
Í framhaldinu er ætlunin að
bæta við mannskap í grisj-
unarvinnu og taka fyrir fleiri
svæði þar sem grisjunar er þörf.
Það er Jón Heiðar Ólafsson sem
mundar sögina fagmannlega.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Veruleg þörf á að grisja
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Upplestur | Boðið verður upp á upp-
lestur úr nýjum og nýlegum bókum á Bæj-
arbókasafni Ölfuss í dag, fimmtudaginn 19.
janúar kl. 18. Rithöfundarnir og ljóð-
skáldin sem koma í Þor-
lákshöfn að lesa fyrir
gesti safnsins eru þau
Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson sem les upp úr
nýrri ljóðabók sinni er
nefnist Ljóð, Birgitta
Jónsdóttir sem ólst upp
í H-götu í Þorlákshöfn,
en hún les upp úr bók
sinni Dagbók kam-
eljónsins, Eyvindur P.
Eiríksson les upp úr
skáldsögunni Örfok, Kristian Guttesen les
upp úr ljóðahrollvekjunni Litbrigðamygla,
Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð sín og
Þorsteinn frá Hamri les upp úr ljóðabók-
inni Dyr að draumi.
Dagskráin er liður í kynna langan af-
greiðslutíma bókasafnsins á fimmtudögum,
en þá verður opið frá kl. 14 til 20 og boðið
upp á menningardagskrá.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
Í fyrsta sinn | Ósamáfur sást í Horna-
fjarðarhöfn hinn 10. janúar. Er þetta í
fyrsta skipti sem sú fuglategund sést hér
á landi, að því er kemur fram á vefsíðunni
fuglar.is. Í fyrstu var talið að þetta væri
hugsanlega klapparmáfur en sú tegund
hefur fundist a.m.k. þrisvar sinnum áður
hér við land.
Fram kemur að silfurmáfur, ósamáfur,
klapparmáfur og amerískur silfurmáfur
séu náskyldar tegundir og mjög líkar út-
lits og erfitt geti verið að greina þar á
milli.
Einkenni ósamáfs er að höfuð hans og
bringa eru hvít, en einnig er höfuðlag
öðruvísi en almennt gerist hjá hinum teg-
undunum.
Reykjaveita | Á fundi sveitarstjórnar
Þingeyjarsveitar nýlega voru lagðar fram
niðurstöður viðhorfskönnunar um lagningu
hitaveitu í Fnjóskadal. Alls hafa 103 svör
borist.
Niðurstöður könnunarinnar gefa vís-
bendingu um að mikill vilji sé til að unnið sé
áfram að því að fá hitaveitu á svæðið. Sveit-
arstjórn samþykkti að gengið skyldi til við-
ræðna við Norðurorku um lagningu
Reykjaveitu.
og 10 metra ölduhæð.
Voru menn sammála um
að skipið hefði staðist
þessa raun með glæsi-
Vopnafjörður | Í vikunni
kom nýtt björgunarskip
til Vopnafjarðar og festi
Landsbjörg kaup á því
frá breska sjóbjörg-
unarfélaginu RNLI.
Mun það koma í stað
eldra skips á Vopnafirði
sem reynst hefur vel.
Skipið, sem ber nafnið
Sveinbjörn Sveinsson, er
18 ára gamalt en var
endurbyggt fyrir um 3
árum og er því nánast
eins og nýtt. Skip þessi
hafa reynst afskaplega
vel hér við land, eru hag-
kvæm í rekstri með
mikla getu og vel búin til
björgunarstarfa. Það má
segja að þeir félagar
Björgvin, Sveinbjörn,
Hlynur, Ari, Bjössi og
Elli hafi tekið eldskírnina
á skipinu með sigling-
unni frá Reykjavík því
þeir lentu í vonskuveðri
við Snæfellsnesið og í
Látraröstinni en þar
voru 26 metra vindhraði
brag og það þyrfti ekki
að kvíða því að fara út á
sjó þó að „hann blési
pínulítið.“
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Sveinbjörn stóðst fyrstu raunina Björgvin Hreinsson
skipstjóri ásamt áhöfninni, félögum úr Björgun-
arsveitinni Vopna, sem sigldi skipinu til heimahafnar.
Nýtt björgunarskip til Vopnafjarðar
Hólmfríður Bjart-marsdóttir,Sandi í Aðaldal,
yrkir:
Of að gera er alltaf synd
í allri list skal spara.
Ég ætti að mála auða mynd
og undirrita bara.
Orðfá skáldverk eru klók
orðfæð skal því velja.
Ég ætti að skrifa auða bók
auglýsa og selja.
Þá ég sit og þegi glöð
það mun skapi, léttir.
Orðfæð mundi bæta blöð
og bæta allar fréttir.
Ósköp blöðin ausa skít
það allri spillir líðan.
Það ætti að vera alveg hvít
á þeim fremsta síðan.
Bjarki Már Karlsson
yrkir að gefnu tilefni.
Hænur fá nú hörkupest
af H5N1 stofni.
Ungum* er það allra best
að óttast hana pesta mest.
Bjarki sér ástæðu til að
taka fram að hann eigi
við hænuunga – að sjálf-
sögðu.
Auð bók
pebl@mbl.is
Þingeyjarsýsla | Atkvæði verða greidd um
sameiningu Húsavíkurbæjar, Keldunes-
hrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarð-
arhrepps á laugardag, 21. janúar. Verði
sameiningin samþykkt verður til sveitarfé-
lag með um 3100 íbúa.
Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur
lagt til að í sveitarstjórn verði 9 bæjar-
fulltrúar, fimm manna byggðaráð og að
starfsemi sveitarfélagsins verði byggð á
þremur meginsviðum, þ.e. stjórnsýslu- og
fjármálasviði, fjölskyldu- og frístundasviði,
umhverfis- og tæknisviði. Gerð er tillaga
um að stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins
verði á Húsavík og þjónustustofur verði á
Kópaskeri og Raufarhöfn. Með starfsemi
þjónustustofanna, sem og öflugri rafrænni
þjónustu og upplýsingagjöf, verði tryggt
að þjónustustig við íbúana haldist áfram
svo gott sem verið hefur.
Samstarfsnefnd gerir ekki tillögur um
breytingar við sameininguna hvað varðar
grunnþjónustu við íbúana, svo sem í skóla-
málum, að öðru leyti en því að skipulag á
því sviði sem öðrum færist undir eina yf-
irstjórn. Lögð er áhersla af hálfu nefnd-
arinnar á að nýtt sveitarfélag vinni að bót-
um í vegamálum innan þess.
Samþykki íbúar sameininguna mun
sameinað sveitarfélag taka til starfa að af-
loknum sveitarstjórnarkosningum í maí.
Atkvæði greidd
um sameiningu í
Þingeyjarsýslu
Suðurnes | Leikskólakennarar á Suður-
nesjum hvetja sveitarfélögin til að finna
lausn á kjaramálum leikskólakennara.
Stjórn 10. deildar leikskólakennara hélt
fund með trúnaðarmönnum sínum til að
kanna stöðu mála hjá félagsmönnum. Á
fundinum var samþykkt ályktun þar sem
fram kemur að leikskólakennarar fagna
kjarabótum réttindalausra starfsmanna
leikskóla, en vilji jafnframt benda á að leik-
skólakennarar bera ábyrgð á faglegu starfi
leikskólans, lögum samkvæmt. „Teljum við
því mikilvægt að laun þeirra verði tekin til
algerrar endurskoðunnar og hvetjum við
forráðamenn sveitarfélaga í landinu að
bregðast við ástandi sem skapast hefur,“
segir í ályktuninni.
Laun leik-
skólakennara
verði endur-
skoðuð
♦♦♦