Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 45
sögu, tamningastöðin og er almennt gefin mynd af dag- legu lífi á félagssvæðinu þar sem mörgum andlitum bregð- ur fyrir.“ Margir bíða spenntir eftir því að sjá loks myndina en eldri Fáksfélögum er sérstak- lega boðið á sýninguna og á Kristján von á fjölmenni. Kvikmyndin er 45 mínútur að lengd og boðið upp á léttar veitingar að sýningu lokinni. Stefnt er að því að gefa myndina út á afmælisdegi Fáks í vor og verður hún til sölu. Heimildarmynd um Fák frá 1982 frumsýnd í kvöld KVIKMYNDIN Fákur með myndskeiðum frá sex- tugasta afmælisári Hesta- mannafélagsins Fáks, árið 1982, verður frumsýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, 19. janúar, kl. 18. Kristján Guðmundsson, þá- verandi varaformaður Fáks og fyrrverandi bæj- arstjóri í Kópavogi, stend- ur fyrir sýningunni. „Myndin hefur legið í geymslu allan þennan tíma. Óli Örn Andreassen tók hana á sínum tíma en Bergur Magnússon, föður- bróðir minn, þáverandi framkvæmdastjóri Fáks, féll frá árið eftir að myndin var tekin og ég hafði líka hætt í stjórninni þannig að það var eiginlega enginn til að fylgja þessu eftir,“ segir Kristján. Fyrir fjórum ár- um frétti Kristján að myndin lægi hjá Óla Erni úti í Danmörku og til að forða myndinni frá glötun keypti hann sýningarrétt- inn með því skilyrði að Er- lendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður ynni myndina. „Síðan höfum við unnið að þessu verkefni. Sigurður A. Magnússon rithöfundur gerði handritið fyrir okkur og Jón Sigurbjörnsson leikari er þulur, en báðir Hlégarðsreiðin mikla var farin á afmælisdegi Fáks, 24. apríl 1982, þegar 60 voru liðin frá stofn- un félagsins. Bergur Magnússon, þáverandi framkvæmdastjóri Fáks, er næstlengst til hægri. eru hestamenn miklir. Þannig að við höfum vandað til vals- ins. Bergur Magnússon, sem var framkvæmdastjóri Fáks í 22 ár, hefði orðið níræður í dag og sýnum við myndina honum til heiðurs um leið og við gefum Fáki hana.“ Mörgum andlitum bregður fyrir Unnið var að myndinni í samráði við fulltrúaráð Fáks og hefur Gísli B. Björnsson farið þar fyrir. Ýmislegt merkilegt kemur fram í þessari heimildar- mynd, margir sem þarna koma fram eru farnir og nú eru breyttir siðir. Sjá má ýmsa hestamenn, m.a. Sigurð Ólafsson söngvara, og mun það vera í eitt síðasta skipti sem hann söng opinberlega, og Þorlák Ottesen, sem var lengi í fylkingarbrjósti hjá Fáki, formaður og heiðurs- félagi. Sýnt er frá viðburðum hjá Fáki á árinu, t.d. firma- keppni, hvítasunnukappreið- um og hinni miklu Hlégarðs- reið sem var farin á afmælisdegi félagsins, 24. apríl. Reiðskóli kemur við MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 45 Tilkynningar Auglýsing um breytt Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995-2015 vegna útivistarsvæðis og efnis- tökusvæðis í Undirhlíðum Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna með á orðnun breytingum til auglýsingar skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framkomna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 varðandi útivistarsvæði og efnistökusvæði í Undirhlíðum dags. 29.09.05, og að málið verði auglýst skv. 18 gr. laga nr.73/1997. Aðalskipulagið verður til sýnis í Þjónustu- veri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 16. janúar 2006–13. febrúar 2006. Nánari upplýsingar eru veittar á Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðar. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal skilað skriflega til Umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar eigi síðar en 27. febrúar 2006. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breytinguna, teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Bústaðakirkju (kjallara) í kvöld 19. janúar kl. 20-22. Umfjöllunarefni: Sorg og sorgarviðbrögð. Fyrirlesarar eru sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Pálmi Matthíasson. Allir velkomnir! Sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur Foreldrafélags axlarklemmubarna verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2006 kl. 19:30, á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, í fundar- sal Sjónarhóls. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning til stjórnar félagsins. Félagsmenn og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar augl@mbl.is ANÍTA Ólöf Jónsdóttir og Hjördís Einarsdóttir afhentu Kópavogsdeild Rauða kross Íslands ágóðann af tón- leikum til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember sl. Upp- hæðin sem safnaðist vegna tón- leikanna var 610.000 kr. en auk þess voru lagðar inn 280.000 kr. á söfn- unarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Samtals söfn- uðust því 890.000 kr. sem renna óskertar í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar og stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands, tók við fénu fyr- ir hönd félagsins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, og Fanney Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kópavogsdeildar, voru einnig viðstödd móttöku söfnunarfjár- ins. Á myndinni eru Aníta Ólöf Jóns- dóttir, Hjördís Einarsdóttir, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Garðar H. Guð- jónsson formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins. 890 þúsund söfnuðust vegna tónleika FRÉTTIR FRAMBOÐSFRESTUR fyrir prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor rann út 12. janúar sl. Níu karlar og fimm konur tilkynntu um framboð, en þau eru: Ásgerður Halldórsdóttir viðskiptafræðingur, Bjarni Torfi Álfþórsson ráðgjafi, Gunn- ar Lúðvíksson framkvæmdastjóri, Helga Jónsdóttir, nemi í viðskipta- fræði, Helgi Þórðarson, rafvirkjameist- ari/kerfisfræðingu, Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri, Lárus B. Lárusson flugmaður, Magnús Örn Guð- mundsson viðskiptafræðingur, Oddný Halldórsdóttir fjármálastjóri, Ólafur Egilsson sendiherra, Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, Sigrún Edda Jónsdóttir viðskiptafræðingur, Sólveig Pálsdóttir bókmenntafræðing- ur og Þór Sigurgeirsson fyrirtækjaráð- gjafi. Prófkjörið verður haldið í sal sjálf- stæðisfélaganna á Austurströnd 3, 3. hæð 4. febrúar nk. kl. 9 til 18. Fyrir þá, sem verða að heiman á kjördag er boðið upp á utankjörstað- arkosningu sem fer fram í Valhöll við Háaleitisbraut 1 á venjulegum skrif- stofutíma frá og með föstudeginum 20. janúar. Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Ljósið kynnir þjónustu sína KYNNINGARFUNDUR á starfsemi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, verður haldinn á morgun föstudag- inn 20. janúar, kl. 14 í Neskirkju. Ljósið er ný þjónusta fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. Í fréttatilkynningu kemur fram að krabbameinsgreindir, aðstandendur og allir þeir sem áhuga hafa á starf- semi Ljóssins hafa aðgang að end- urhæfingar- og stuðningsmiðstöð- inni. Áhersla er lögð á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólk upplifir sig vel- komið. Nú er boðið uppá ein- staklings- og hópastarf í samvinnu með iðjuþjálfa, gestakennara og sjálfboðaliða. Eru allir sem áhuga hafa á starfseminni hvattir til að mæta. Prófkjör á Álftanesi ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til prófkjörs hjá Sjálfstæðisfélagi Álfta- ness í febrúarmánuði vegna fram- boðs til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Auglýst er eftir þátttak- endum í prófkjörinu, framboðs- frestur er til 12 á hádegi 24. janúar n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.