Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 57
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ 21 12 CC hélt
nokkurs konar uppskeruhátíð í fyrrakvöld
á veitingastaðnum Skólabrú. Metár var
hjá fyrirtækinu á síðasta ári en að sögn
Samúels Kristjánssonar hjá 21 12 CC
reiknar fyrirtækið með því að árið sem nú
er nýhafið verði um fimm sinnum stærra.
Fyrirtækið bauð þeim listamönnum sem
það er með á sínum snærum upp á dýr-
indis kvöldverð á Skólabrú en við borð-
haldið voru: Regína Ósk, Guðrún Árný,
Ragga Gísla og Birkir Kristinsson, Védís
Hervör og Þórhallur Bergmann, Leone
Tinganelli, Jóhann Friðgeir Valdimars-
son, Friðrik Ómar, Kalli Olgeirs, Þórir
Úlfarsson, Freyr Eyjólfsson, Davíð Þór
Jónsson, Helgi Rafn og Samúel Krist-
jánsson.
Morgunblaðið/Kristinn
21 12 CC bauð listamönnunum upp á dýrindis kvöldverð á Skólabrú.
Róbert Þórhallsson bassaleikari og Freyr Eyjólfsson
tónlistar- og útvarpsmaður mættu á uppskeruhátíðina.
Stjörnur fagna metári
Birkir Kristinsson, Ragnhildur Gísladóttir og Leone
Tinganelli skáluðu fyrir góðu ári.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 57
TÓNLISTARMAÐURINN og fyrrum aðalsprauta
hljómsveitarinnar Kinks heldur tónleika í Háskólabíói
föstudaginn 14. apríl næstkomandi á vegum Concert.
Ray Davies er án efa einn áhrifamesti lagahöfundur 7.
áratugarins og enn þann dag í dag eru lög á borð við
„You Really Got Me“, „Lola“ og „Waterloo Sunset“ gríð-
arlega vinsæl. Davies kemur hingað til lands ásamt
hljómsveit sinni og mun hann flytja blöndu af gömlum
perlum og spánýjum lögum en í febrúar gefur Davies út
sína fyrstu sólóplötu með nýju efni.
Breska innrásin
Davies stofnaði Kinks ásamt bróður sínum Dave árið
1963. Sveitin sendi frá sér fjölda laga sem urðu vinsæl
um heim allan en sveitin er af fjölmörgum talin ein mik-
ilvirtasta og áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar.
Sveitin átti ríkan þátt í „bresku innrásinni“ svokölluðu,
þegar breskar rokksveitir lögðu rokkheiminn að fótum
sér á 7. áratugnum, og ruddu um leið brautina fyrir aðr-
ar rokksveitir, gjarnan í harðari kantinum. Kinks var
innvígð í Frægðarhöll rokksins árið 1990. Davies gaf út
sjálfsævisögu sína X-Ray árið 1995 og hlaut mikið lof
fyrir. Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn með sóló-
sýningu sína The Storyteller en fyrsta sólóplatan hans
Storyteller kom út í mars 1998 og innihélt hún óraf-
magnaðar útgáfur af helstu lögum hans.
Sumarið 2000 fengu íslenskir Kinks-unnendur tæki-
færi til að sjá hina margrómuðu Storyteller-tónleika Ray
Davies í Laugardalshöll þegar Davies var eitt aðalnúm-
erið á tónlistarhátíðinni Reykjavik Music Festival. Þetta
var þó hreint ekki í fyrsta sinn sem Davies hafði leikið á
Íslandi því Kinks lék tvisvar sinnum á Íslandi; í Austur-
bæjarbíói í september 1965 og teljast þeir tónleikar einir
allra fyrstu rokktónleikar sem heimsfræg erlend hljóm-
sveit hélt á Íslandi.
Guðfaðir Brit-poppsins
Aftur komu þeir árið 1970 en léku þá fyrir hálffullri
Laugardalshöll, enda hafði sveitin verið í nokkurri lægð
um þær mundir. Ray Davies var aðlaður af Elísabetu
Englandsdrottningu í ársbyrjun 2004 er hún sæmdi
hann CBE orðunni. Framlag hans til breskrar listsköp-
unar þykir ómetanlegt og hafa listamenn allt frá Pete
Townshend til Paul Weller, Morrisey og Damons Albarn
ítrekað lýst honum sem sínum helsta áhrifavaldi en auk
þess hefur hann verið kallaður „Guðfaðir Brit-poppsins“.
Það skal tekið fram að aðeins verður um eina tónleika
að ræða og því er sætaframboð takmarkað.
Tónlist | Ray Davies heldur tónleika hér á landi í apríl
Sannur
Íslandsvinur
Morgunblaðið/Sverrir
Ray Davies á Reykjavík Music Festival í Laugar-
dalshöll árið 2000.
www.concert.is
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
Byggð á sönnum atburðum...
svona nokkurn vegin.
S.V. / MBL
kvikmyndir.is
m.m.j / KVIKMYNDIR.COM
S.V / MBL
S.V. Mbl.
LITTLE TRIP TO HEAVEN
kl. 8 - 10
RUMOUR HAS IT
kl. 8 - 10
DOMINO kl. 8 - 10:15 B.i. 16
JARHEAD kl. 8 - 10:15 B.i. 16
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5
KING KONG kl. 4:50 B.i. 12
PRIDE AND PREDJUDICE Forsýnd kl. 8
DOMINO kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9
KING KONG kl. 9 B.i. 12 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 6
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 ára
JARHEAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára.
JARHEAD VIP kl. 8 - 10:30
RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 - 10:20
DOMINO kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8
CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5
KING KONG kl. 6 - 9:30 B.i. 12 ára.
Litli Kjúllin m/ísl. tali kl. 4:20
Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra “AMERICAN BEAUTY”
Byggð á sönnum orðrómi.
Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og
Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper.
H.J. MBL
V.J.V. / topp5.is
S.V. / Mbl.
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
A.B. / Blaðið
DÖJ, Kvikmyndir.com
„Sam Mendez hefur sannað
sig áður og skilar hér
stórgóðri mynd.“
„...mjög vönduð og
metnaðarfull mynd...“
VJV, Topp5.is
Laugavegi 54,
sími 552 5201.
Útsala
Glæsilegir
kjólar
St. 36-46
Ný sending