Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EFASEMDIR um réttmæti
sameiningar spítalanna í Reykja-
vík hafa heyrst að undanförnu. Í
þeirri umræðu hafa efnislegar
röksemdir gegn ákvörðuninni lítt
eða ekki verið dregnar fram að
undanskilinni þeirri staðreynd að
nú sé um takmarkaða samkeppni
að ræða í spítalaþjónustu. Því er
ástæða til þess að draga fram
ástæður sameining-
arinnar og vísa til
reynslu af henni.
Hagræðingar-
krafa og fagleg
sérhæfing
Rekstrarleg hag-
ræðing var af hálfu
stjórnmálamanna höf-
uðröksemd fyrir sam-
einingu spítalanna. Í
nýútkominni stjórn-
sýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar kemur
fram að tekist hafi
allvel að halda kostn-
aði í skefjum á tímabilinu 1999–
2004 og horfur eru á að rekstr-
arniðurstaða ársins 2005 styðji þá
niðurstöðu. Í skýrslunni segir enn
fremur að líklegt sé að þróunin
hefði orðið önnur ef sjúkrahúsin
hefðu starfað áfram hvort í sínu
lagi. Þessi árangur hefur náðst
þótt starfsemin sé enn tvístruð og
fari fram á nærri tuttugu stöðum
á höfuðborgarsvæðinu, með um-
talsverðum kostnaðarauka. Fagleg
sérhæfing er grundvöllur þeirra
gífurlegu framfara sem orðið hafa
á undanförnum áratugum í lækn-
ingum og annarri heilbrigðisþjón-
ustu. Í mörgum minni sérgreinum
er útilokað að halda uppi þróaðri
sérhæfingu án þess að sameina
kraftana.
Menntunar- og
rannsóknarhlutverk
Öflugt háskólasjúkrahús undir
einu þaki, nægjanlega stórt til að
standa undir nafni, var sú sýn sem
sætti sjónarmið starfsmanna til
sameiningar. Þeir sem þekkja til
forsendna fyrir tilvist háskóla-
sjúkrahúss eru sammála um að
sameining aðstöðu og þekkingar í
okkar smáa samfélagi var óhjá-
kvæmileg. Krafa samfélagsins til
heilbrigðisþjónustunnar í landinu
er að hún sé fyrsta flokks. Svo
verður aldrei til lengdar nema hún
standi á grunni trausts vísinda-
starfs. Hið sama gildir um mennt-
un heilbrigðisstarfsmanna. Árið
2004 voru um 1.100 nemendur í
námi eða starfsþjálfun á LSH.
Einn mikilvægasti ávinningur
sameiningarinnar felst í samein-
ingu sérgreina og sérþekkingar á
einn stað. Þannig skapast aukið
svigrúm til að bæta kennslu og
rannsóknir og mögu-
leika á kennslu í fleiri
sérgreinum og enn
fremur til framhalds-
náms. Það hefur líka
komið á daginn að
ásókn í framhaldsnám
á LSH hefur aukist til
muna.
Félagslegt
umhverfi
Vinnuvernd var
höfð í huga við
ákvörðun um samein-
ingu sjúkrahúsanna.
Kröfur sem felast í
vinnuverndartilskipun EES hafa
reynst erfiðari til úrlausnar en
nokkurn óraði fyrir. Með öllu væri
útilokað að koma til móts við þessi
ákvæði og tryggja samfellda vakt-
þjónustu ef spítalarnir væru ekki
sameinaðir. Enn skortir meira að
segja nokkuð á það að reglum sé
fullnægt. Viðhorf yngra fólks til
heimilislífs og frístunda hefur
breyst hér á landi sem annars
staðar. Þeim viðhorfum verður að
mæta, annars leitar unga fólkið
inn á annan starfsvettvang sem
aftur leiðir til skorts á hæfum
starfsmönnum.
Dýr tækjakostur
og annar búnaður
Góð nýting tækjabúnaðar skipt-
ir miklu fyrir hagkvæmni rekstr-
ar. Árleg fjárfesting í tækjabúnaði
og endurnýjun hans þarf að vera
um 3% af rekstrarfé nútíma-
sjúkrahúsa eða u.þ.b. 800 milljónir
króna árlega fyrir LSH. Líftími
flóknustu tækjanna er aðeins 5–7
ár, m.a. vegna þess að þau úreld-
ast vegna örra tækniframfara.
Tvöföldun tækjabúnaðar hægir á
mögulegri endurnýjun. Með
ónauðsynlegri tvöföldun tækja er
erfiðara að fylgja tækniframförum
eftir og án sameiningar hefði spít-
alanum verið ókleift að fylgja eðli-
legri tækniþróun. Mikilvægt er
líka að hafa í huga að flest þess-
ara flóknu tækja krefjast sérþjálf-
aðs starfsfólks og launakostnaður
vegna slíkra áhafna er gríðarmik-
ill, hvað þá ef halda þarf uppi tvö-
faldri vaktþjónustu.
Heildstætt skipulag
Ný þekking á mikilvægi hönn-
unar til að auka gæði þjónustu og
bæta öryggi sjúklinga hefur leitt
til mikilla breytinga á spítala-
húsnæði víða um heim, svo og
breytt viðhorf sjúklinga og að-
standenda þeirra. Sjúkrahúsbygg-
ingar í Reykjavík eru flestar
komnar til ára sinna og nánast
umkringdar viðbyggingum þannig
að allt flæði sjúklinga, starfsfólks
og vöruflutninga er líkast því sem
væri í völundarhúsi. Flutningur
sjúklinga milli fjarlægra staða er
til tafa og óþæginda fyrir veikt
fólk og stundum hættulegur. Að-
staða starfsmanna er víða ófull-
nægjandi og stendur starfinu fyrir
þrifum. Nýjar sjúkrahúsbyggingar
eru því mikilvægasta forsendan
fyrir eðlilegri þróun og hag-
kvæmum rekstri heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Fullur ávinningur
með einum stað
Framkvæmd sameiningar
sjúkrahúsa er aldrei hafin yfir
gagnrýni en flest bendir til þess
að markmiðum hennar hér hafi að
mörgu leyti verið náð þótt hús-
næði standist ekki kröfur sem
gerðar eru í nútíma heilbrigð-
isþjónustu. Fullur ávinningur sam-
einingarinnar næst ekki fyrr en
allri starfseminni hefur verið kom-
ið fyrir á einum stað í nýju sjúkra-
húsi.
Sameining sjúkrahúsanna
var forsenda framfara
Jóhannes M. Gunnarsson fjallar
um málefnið „Af hverju nýtt
sjúkrahús?“ ’Því er ástæða til þessað draga fram ástæður
sameiningarinnar og
vísa til reynslu af
henni.‘
Jóhannes M.
Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
lækninga á LSH.
UMHVERFISMÁL hafa verið sí-
fellt meira til umræðu í samfélagi
okkar og á síðustu ár-
um hefur orðið vakning
meðal fólks um að
skilja betur að jörðin
og náttúra hennar er
auðlind. Þessa auðlind
ber að umgangast með
virðingu og nýta af hóf-
semd. Það jákvæða er
að flestar auðlindir
jarðar eru endurnýt-
anlegar, þótt sumar
hverjar endurnýi sig á
mislöngum tíma.
Jörðin okkar er eitt
margþætt vistkerfi
sem samanstendur af fjölda annarra
smærri vistkerfa. Aðgerðir til góðs
eða ills fyrir þessi vistkerfi geta haft
flókin áhrif og afleiðingar á fjar-
lægum stöðum. Það er alltaf að
koma betur og betur í ljós hversu
samofin vistkerfin eru og samspilið á
milli þeirra sífellt að koma á óvart.
Við hér á Íslandi höfum stundum
virst vera minna meðvituð um meng-
un umhverfisins vegna þess hversu
náttúra landsins virðist vera lítt
menguð. Sannleikurinn er annar.
Þótt við þurfum e.t.v. ekki að horfast
í augu við sömu risavöxnu vanda-
málin og margar þjóðir Evrópu og
Asíu, þá erum við að sumu leyti und-
ir sömu sökina seld
vegna þeirra samtvinn-
uðu áhrifa sem vist-
kerfi jarðarinnar hefur.
Helstu mengun-
arvaldar nútímans eru í
flestra augum stórfyr-
irtækin, iðnaðurinn,
samgöngur, landbún-
aður og sjávarútvegur.
Fæstir sjá að hinn al-
menni borgari getur
gert sitt hvað til að
draga úr neikvæðum
umhverfisáhrifum. Það
er engu að síður svo að
venjulegt fólk, ég og þú, er í lyk-
ilhlutverki í þessu samhengi. Ein-
staklingurinn, heimilin og atvinnu-
fyrirtækin bera líka ábyrgð eins og
stjórnvöld og stórfyrirtæki. Ég hef í
störfum mínum sem formaður um-
hverfisráðs Kópavogs kynnst hinum
ýmsu hliðum umhverfismála og lært
mikið um hvað er hægt að gera með
einföldum hætti til að draga úr
skemmdum á umhverfinu.
Fyrir umhverfið skiptir þó mestu
að við nálgumst umræðuna á vit-
rænu plani. Ófrjóar deilur um hver
sé stærsti sökudólgurinn í þessum
efnum, skila engu. Auk þess sem
mikilvægt er að við veltum gagn-
rýnið fyrir okkur, ég og þú, hvað við
getum gert betur í þágu náttúrunn-
ar, þá skiptir höfuðmáli að stjórn-
völd vinni að umhverfisvernd í sam-
vinnu og takt við heildir sam-
félagsins, þ.e. fyrirtæki, stofnanir og
almenning. Svo að þessi umræða
geti skilað börnum okkar betri og líf-
vænlegri náttúru verður jafnframt
að skapast um það sátt, að mann-
skepnan kemst því aðeins af, með
því að hafa áhrif á umhverfi sitt.
Þetta er síðan augljós staðreynd að
þetta samspil manns og náttúru
verður að vera á grundvelli farsællar
sambúðar.
Framtíðin, umhverf-
ið og lífsgæðin
Eftir Margréti Björnsdóttur
’... þetta samspil mannsog náttúru verður að
vera á grundvelli far-
sællar sambúðar.‘
Margrét Björnsdóttir
Höfundur er varabæjarfulltrúi,
formaður umhverfisráðs og gefur
kost á sér í 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
TENGLAR
.............................................
www.margretb.is
BANDARÍSKI prófessorinn
Richard Florida boðar nýjar hug-
myndir um vægi hinnar „skapandi
stéttar“ í metsölubókinni The Rise
of the Creative Class sem kom út
árið 2002. Hin skapandi stétt er
mikilvægt hreyfiafl efnahagslífsins
og myndar verðmæti
með frjórri hugsun.
Kjarni hennar er vís-
indamenn og verk-
fræðingar, háskóla-
kennarar, skáld og
rithöfundar, listamenn,
skemmtikraftar, hönn-
uðir, hugmyndasmiðir,
fræðiritahöfundar og
ritstjórar.
Florida segir að um
miðja síðustu öld hafi
menn unnið alla ævi
hjá sama fyrirtæki
sem þeir samsömuðu
sig með, lífshættir
voru í föstum skorðum
og bóhemar grun-
samlegt fólk. Þessi
einkenni hafa vikið
fyrir hreyfanlegri
vinnumarkaði, sveigj-
anlegri vinnustöðum,
aðlögunarhæfni og
áherslu á sköpun,
frumkvæði og þekk-
ingu. Fyrirtækin hafa
uppgötvað að bóhem-
inn er hugmyndaríkur
og snjall. Klæðnaður
manna í vinnu er óformlegur,
sjálfsmyndin óbundin vinnustaðn-
um. Vægi stórfyrirtækja hefur
minnkað, þungaiðnaður á und-
anhaldi, fólk hafnar gamalli ein-
hæfni og flytur þangað sem það
langar til að búa. Þar sem skapandi
fólki fjölgar er hugmyndaauðgin
hreyfiafl og atvinnutækifæri
spretta úr jarðveginum. Nýjum
lífsháttum fylgja nýjar kröfur,
ferðamenn vilja ekki pakkaferðir
heldur einstæðar upplifanir.
Florida segir uppgang mestan
þar þar sem saman fara þrjú T:
technology, talent og tolerance,
tækni, hæfileikar og umburð-
arlyndi, þættir sem nota má til að
reikna út sköpunargetu svæða.
Hæfileikar og tækni knýja nýsköp-
un en umburðarlyndi er mælt með
hommahlutfalli. Fjöldi og sýnileiki
samkynhneigðra bendir til að nægi-
legt umburðarlyndi ríki til að þeir
sem eru öðruvísi fái að njóta hæfi-
leika sinna og sköpunargáfu. Lit-
skrúðugt menningarlíf, frumleg
tónlistarsena og fjölbreyttir útivist-
armöguleikar eiga mestan þátt í að
gera borgir eða svæði aðlaðandi,
frekar en risamannvirki á borð við
íþróttaleikvanga og tónleikahús.
Austin, Seattle og San Francisco
eru efstar á lista hinna skapandi
svæða í Bandaríkjunum. Hátækni-
miðstöðvar eru mikilvægustu vaxt-
arsvæðin en það er hið skapandi
umhverfi sem nærir þau meðan
stórar iðnaðarborgir tapa fólki og
staðna.
Florida dregur upp allt aðra
framtíðarmynd en íslensk stjórn-
völd sem eru í óða önn að byggja
upp þungaiðnað með ódýru, lítt
skapandi vinnuafli. Þungaiðnaður
ryður hátæknifyrirtækjum úr landi,
spillir fyrir sjávarútvegi og kæfir
nýsköpun. Hagfræðingar hafa bent
á að stóriðja hafi einungis stað-
bundin uppgangsáhrif á atvinnulíf
og sé því gagnslaus við að halda
landinu öllu í byggð. Milljarðar
fara í undirbúning gamaldags virkj-
ana og stóriðju en aðeins milljónir í
þá uppbyggingu þekkingarsam-
félags sem líklegust er til að skapa
bjarta framtíð.
Svo virðist sem mest sköpun sé í
stórborgum þó ekki sé það algild
regla. Stórreykjavíkursvæðið er
þorp miðað við milljónaborgirnar
sem Florida er tíðrætt um. Engu
að síður væri full ástæða fyrir Ís-
lendinga að leggja meiri rækt við
hátækni og hæfileika, umburð-
arlyndi og sveigjanlega fjölbreytni,
bæta skilyrði hinna skapandi stétta
og setja meira og varanlegra fé í
nýsköpun.
Það má ganga lengra og end-
urmeta ýmis einkenni íslensks sam-
félags, fjarlægja gjár
milli suðvesturhorns
og landsbyggðar, þétt-
býlis og dreifbýlis, líta
á landið sem eitt
borgarsvæði og rækta
sköpunarmátt þess í
heild. Íbúar eru hvort
sem er ekki fleiri en í
hverfi í stórborg.
Landið þarf að
skreppa saman með
bættum samgöngum
og boðskiptum. Stór-
efla þyrfti almenn-
ingssamgöngur og
jafnvel hafa þær
ókeypis til að auka
samskipti manna og
samstarf um land allt.
Góðar háhraðanet-
tengingar styðja upp-
byggingu á lands-
byggðinni og laða að
hina skapandi stétt.
Æ fleiri sækjast
eftir búsetu og hæg-
gengari lífsháttum úti
á landi, vilja losna
undan hraða, streitu
og almennum hávaða
en eiga þó erfitt með að sleppa
hendi af menningu höfuðborg-
arsvæðisins. Menning gamla
bændasamfélagsins er liðin undir
lok en er þó allsstaðar nálæg. Sá
andblær sem eftir lifir hefur að-
dráttarafl sem styrkist með rækt
við fortíðina. Saga og menning-
arminjar ganga í endurnýjun líf-
daga víða um land í nánu sambandi
við náttúruna, sem viðfangsefni
rannsókna og ferðamennsku. Land-
ið þarf að verða lifandi menningar-
heild, þar sem fyrir utan höf-
uðborgarsvæðið séu nokkrir öflugir
þéttbýliskjarnar, margir minni, og
góðar samgöngur um dreifðar
byggðir. Þannig mætti skapa ákjós-
anleg skilyrði svo hin skapandi
stétt dreifist víða um landið.
Reykjavíkurborg leggur nú til
lóðir til háskóla og vísindastofnana
í Vatnsmýri. Hug- og félagsvísindi
eru nauðsynlegur þáttur í heild-
armynd þekkingarþorpsins, til að
átta sig á straumum tímans og
þeirri fortíð sem hefur mótað okk-
ur. Þekkingarþorpið verður al-
þjóðlegt en þarf líka að þjóna land-
inu í heild, vísinda- og mennta-
stofnunum sem spretta upp víða,
oft af vanefnum. Framtíð íslensks
samfélags verður að byggja á sam-
þættingu menningar, náttúru og
vistvænnar hátækni um land allt.
Saga, menning og náttúra laða að
æ fleiri erlenda ferðamenn en
mynda einnig frumnæringu hins
fjölbreytta og skapandi samfélags
sem verður að ná um allt landið.
Ísland á að verða hátæknisamfélag
en sköpunarkraftur hátækninnar er
dreginn úr frumnæringunni.
Skapandi
samfélag
Viðar Hreinsson fjallar um
hugmyndir um nýja lífshætti
Viðar Hreinsson
’Framtíð ís-lensks sam-
félags verður að
byggja á sam-
þættingu menn-
ingar, náttúru
og vistvænnar
hátækni um
land allt.‘
Höfundur er bókmenntafræðingur
og framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
akademíunnar.
mbl.is
smáauglýsingar