Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 43 MINNINGAR Að morgni 5. janúar sl. barst mér andláts- fregn Sigurbjargar Guðmundsdóttur systur minnar. Hún andaðist þá um nóttina á Heil- brigðisstofnun Skagafjarðar. For- eldrar hennar voru hjónin Dýrleif Árnadóttir og Guðmundur Sveins- son búsett á Sauðárkróki. Sigur- björg var elst sex systkina, sem öll áttu æsku- og unglingsár sín á Sauð- árkróki. Minningar frá æskuárunum eru mjög góðar. Aldrei þrutu viðfangsefn- in í leikjum og starfi æskuáranna. Eldri systkinin litu til með þeim sem yngri voru. Sigurbjörg fékk því fljótt hlutverk, sem hún rækti af trú- mennsku. Ég minnist þess að ég setti fljótt traust mitt á hana og fann ör- yggi og kærleika í nærveru hennar. Sigurbjörg fékk sína barna- og ung- lingafræðslu á Sauðárkróki þar sem Jón Þ. Björnsson var skólastjóri. Sig- urbjörg naut vel þessara ára enda samviskusöm og vel gefin. Leið henn- ar lá síðan í Menntaskólann á Akur- eyri. Þar kynntist hún mörgu góðu fólki og naut vináttu þess alla tíð síð- an. Atvikin höguðu því þannig að Sig- urbjörg fékk vinnu við afgreiðslustörf í Apótekinu á Sauðárkróki og starfaði þar í nokkur ár. Síðan lá leið hennar í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Sigurbjörg giftist Björgvin Bjarna- syni, sem þá hafði lokið lögfræðiprófi frá HÍ. Settust þau fyrst að á Siglu- firði, þar sem Björgvin starfaði sem lögfræðingur og kennari. Þegar Sauðárkrókur hlaut kaupstaðarrétt- indi var Björgvin Bjarnason ráðinn bæjarstjóri. Því starfi gegndi hann til ársins 1958. Þá tók hann við starfi sýslumanns Strandasýslu með búsetu á Hólmavík. Síðar varð hann sýslu- maður og bæjarfógeti á Ísafirði og þar næst bæjarfógeti á Akranesi. Börn Sigurbjargar og Björgvins eru þrjú, Svanhildur Dýrleif, maki Eiður Benediktsson, Anna Halla og Bjarni Guðmundur, maki Ólöf Magna Guðmundsdóttir. Barnabörnin eru 8 og barna-barnabörnin 6. Heimili Sigurbjargar og Björgvins, báru vott um hagsýni og smekkvísi. Bæði voru þau listfeng og bar heimilið þess ríkulega merki. Sigurbjörg var framúrskarandi hannyrðakona. Hún prjónaði, heklaði og saumaði margt forkunnarfagurt, sem prýddi heimili þeirra hjóna og nutum við, vinir þeirra, vissulega góðs af. Þau voru bæði víðlesin, margfróð og vel heima í öllu hvar sem borið var niður. Gest- risni þeirra hjóna var mikil. Alltaf tóku þau á móti gestum með miklum vinarhug og fórum við systkinin og fjölskyldur okkar ekki varhluta af því. Björgvin lést árið 1989 og var jarð- settur á Akranesi. Sigurbjörg bjó áfram í nokkur ár á Akranesi. Flutti síðan til Sauðárkróks þar sem hún bjó í íbúð sinni í nokkur ár, uns hún fór á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hana af kostgæfni, hlýhug og kærleika, eru færðar alúðar þakk- ir. Við biðjum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra Guðs blessunar. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum Sigurbjörgu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Árni Guðmundsson. Kær frænka, Sigurbjörg föðursyst- ir mín, er látin. Hún var elst í sam- heldnum systkinahópi föður míns, sem nú sér á eftir góðri og tryggri systur. Sigurbjörg skipaði sérstakan sess í barnshuga mínum og ekki síður eftir SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Sauðár- króki 6. apríl 1920. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Skagafjarðar að- faranótt 5. janúar síðastliðins og var jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju 14. janúar. að ég varð fullorðin. Hún lét sér ávallt annt um mig og mína og virtist hafa ómældan áhuga á viðfangsefnum mínum. Ég minnist góðra sumardaga, þeg- ar Sigurbjörg og Björgvin komu í heim- sókn á Krókinn. Ég horfði á þessi fallegu og samheldnu hjón sem geisluðu af góð- mennsku og hjarta- hlýju og ég eignaðist fyrirmynd. Ein af brúðunum mínum fékk meira að segja þann heiður að bera nafnið Sig- urbjörg. Jólapakkarnir sem bárust frá Sigurbjörgu til okkar systkinanna voru alltaf einstakir og ávallt var maður fullur tilhlökkunar að sjá hvað í þeim leyndist. Þar komu listrænir hæfileikar Sigurbjargar vel í ljós en gjafirnar voru alltaf búnar til af henni sjálfri og það af einstakri smekkvísi og natni. Ég man þegar ég, 10 ára stelpu- skott, sat við eldhúsborðið hjá Sigur- björgu í sýslumannsbústaðnum á Ísa- firði og fannst fjallið sem ég sá út um gluggann vera að hvolfast yfir húsið. Ég man ég horfði á frænku mína sem var að reiða fram góðgæti eins og henni einni var lagið og sá í henni mótvægið við ógnina í fjallinu, öryggi, hlýju og kærleika og ég vissi að mér var óhætt. Í návist hennar voru áhyggjur hversdagsins á bak og burt. Mér fannst stundum eins og þessi heimskona væri hafin yfir hversdag- inn og hjá henni fengu allir dagar og allt fólk sérstaka þýðingu. Ég minnist tíma sem við hjónin dvöldum á Akranesi hjá Sigurbjörgu áður en við fluttum í Saurbæ. Þá beið hún okkar með heitt súkkulaði og smurt brauð á hverju kvöldi og vildi fá að vita hvað á daginn hefði drifið og tók af alhug þátt í því verkefni sem við vorum að fást við. Á morgnana vakn- aði hún fyrst allra og útbjó morgun- verð eins og tíðkast á fínustu hótelum. Ég man ég hafði á orði við hana að þetta væri nú óþarfi og hún þyrfti ekki að vaka svona eftir okkur eða vakna svona snemma. Ég man að hún horfði á mig og sagði: ,,Elsku Hjördís, þetta er svo gaman og ég get sofið þegar þið eruð farin.“ Þannig var Sig- urbjörg, hún gat tekið þátt í því sem aðrir voru að gera og notið þess með þeim. Eftir að ég flutti í Saurbæ naut ég þess í um það bil eitt ár að eiga sam- skipti við Sigurbjörgu þar sem hún bjó á Akranesi og stutt var að skreppa á Skagann. Enn sem fyrr voru samskiptin við frænku mína, mannbætandi og einkenndust af hlýju hennar og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Sigurbjörg frænka mín var greind kona og vel lesin og þótt hún ferðaðist ekki víða um heiminn þá var hún í hugsun og fasi eins og heimskona. Heimili hennar var afar smekklegt og fallegt og þar átti hver hlutur sinn stað og hafði sína þýðingu og bar heimilið þess merki að það væri stað- ur þar sem öllum liði vel, bæði heim- ilisfólki og gestum. Ég minnist Sigurbjargar frænku minnar sem góðrar konu, konu sem maður tók ávallt eftir en hafði samt yfirbragð hæverskunnar. Konu sem ávallt gaf sér tíma og bar umhyggju og virðingu fyrir öðru fólki hvort sem í hlut áttu börn eða fullorðnir. Konu sem fór vel með líf sitt og gaf öðrum kost á því að njóta þess með sér. Því miður mun ég ekki verða við út- för frænku minnar þar sem ég verð stödd erlendis en þess í stað sendi ég fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur og kveð Sigurbjörgu frænku mína með virðingu og hlýju og þakka henni góða samfylgd. Hjördís Stefánsdóttir. Þrátt fyrir stuttan tíma á ég marg- ar minningar með minni uppáhalds- frænku, Sigurbjörgu, sem nú hefur kvatt og haldið til nýrra heimkynna. Ég minnist þess fyrst þegar Sigur- björg flutti aftur á Krókinn og ég fór í heimsókn til hennar í blokkina. Ég tók sérstaklega eftir því hvað allt var fínt og flott heima hjá henni og hvað Sigurbjörg var fín og falleg þrátt fyrir að vera orðin eldri kona. Þegar ég fermdist kom Sigurbjörg í veisluna til mín með gjöf sem er ein besta minn- ingin frá þeim degi. Sú gjöf er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér og mun ætíð minna mig á hana. Sumarið 2005 fór ég að vinna á Heilbrigðisstofnuninni, á þeirri deild sem Sigurbjörg var þá komin á. Þar kynntist ég henni mjög vel og var með henni flesta daga sum- arsins. Þaðan á ég margar frábærar minningar með Sigurbjörgu frænku sem gaman er að rifja upp og það var ótalmargt skemmtilegt sem við gerð- um saman og töluðum um. Um jólin og áramótin sl. vann ég þar einnig og er ánægð með að hafa eytt þeim tíma með Sigurbjörgu. Ég er fegin því að í síðasta skipti sem ég sá hana sagði ég henni hvað mér þætti vænt um hana, þakkaði henni fyrir allt, kyssti hana og kvaddi. Ég vildi ekki skipta á því og neinu í lífinu að hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu svona vel. Hvíl í friði elsku Sigurbjörg mín. Þín frænka Anna Lóa. Sigurbjörg ólst upp við Suðurgöt- una á Sauðárkróki, „fyrir sunnan kirkju og ofan á“, elst af sex dugmikl- um og stundum ærslafengnum systk- inum, sem lögðu stund á íþróttir af öllu tagi og sum höfðu sig í frammi á mannamótum. Ekki Sigurbjörg! Hún var sú stillta í hópnum, fáorð, prúð og falleg og allt sem hún gerði var fal- legt. Hún tjáði sig í hannyrðum og þær lýstu vandvirkni, skapfestu, alúð og listfengi. Verkin hennar eru mörg, en ekki á söfnum, vekja alltaf aðdáun enda flest hrein listaverk. Og falleg! Fas Sigurbjargar var rólegt, agað og hlýlegt og aflaði henni virðingar og vinsemdar hvar sem hún fór, sporin lágu víða en hvergi tróð hún öðrum um tær. Hún hlustaði og henni fannst gaman að gestum, fannst gaman að hlæja og að sjálfsögðu hló hún fallega. Örlögin höguðu því svo að á heimili hennar varð gestkvæmt. Hún kynnt- ist Björgvin sínum í Menntaskólanum á Akureyri, flottum og háum, lands- liðsmanni í fótbolta og góðum dreng, og fylgdi honum. Þau eignuðust þrjú börn, góð börn sem bera þeim vitni. Björgvin varð bæjarstjóri á Sauðár- króki, sýslumaður á Hólmavík, Ísa- firði og Akranesi og á öllum þessum stöðum var gestkvæmt á heimili Sig- urbjargar og Björgvins. Þangað komu bændahöfðingjar, alls konar höfðingjar og alls konar fólk. Hún tók þeim öllum sem höfðingjum og heimili þeirra var alls staðar glæsilegt. Henni fannst þó skemmtilegast að fá vini og ættingja í heimsókn, börn og barna- börn. Þá var glaðværðin ríkjandi, hún fékk gleðina fram og það var hlegið. Það ríkti menningarbragur og ef óljóst mál kom upp var gengið að bókahillunum sem þöktu veggi frá gólfi til lofts, í gegnum reyk af pípu- tóbaki frá Prince Albert eða Dill’s Best, flett upp og málið skýrt. Þetta tóbak kom annars úr blikkdósum sem reyndust strákum góðar geymslur fyrir kuðunga og skeljar úr Hólma- víkurfjöru og geymdust til næstu kynslóðar. Eftir að Björgvin féll frá flutti Sig- urbjörg aftur til Sauðárkróks þar sem hún átti enn hóp af atorkusömum og önnum köfnum systkinum á sjötugs- og áttræðisaldri og bjó sér enn fallegt heimili þar sem hún stundaði hann- yrðirnar. Þar átti hún líka dóttur, Svanhildi, og fjölskyldu hennar. Eftir að veikindi Sigurbjargar ágerðust, stundaði Svanhildur hana af mikilli al- úð. Ef himnaríki er til og einhver er þar, eru þau nú þar, Björgvin og Sig- urbjörg. Maður veltir því fyrir sér og hefur af því nokkrar áhyggjur, hvort fáist í pípu, hvort bókakostur sé sæmilegur og hvort gott efni fáist til hannyrða. Líka því, þegar lífsleið Sig- urbjargar er gengin og áhrif hennar á Íslandssöguna virðast kannski ekki mikil, enda ekki að því stefnt, hversu mikil áhrif hún hafði samt á samferða- menn sína og samfélag með eiginleik- um sínum, hátterni og lífi. Þessi áhrif voru meiri en sögubækur nokkurn tíma geta sagt frá. Um það getur sá vitnað sem að skilnaði ritar þessar lín- ur. Áhrifa hennar gætir á okkur sem gengum með henni og því gengur hún með okkur áfram. Blessuð sé minning Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Árni Ragnarsson. Við Sigurbjörg kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum á kvenfélags- fundi á Akranesi. Þessi fyrstu kynni okkar eru mér enn í fersku minni, því það var svo ljúft og gott að spjalla við hana að ég dróst eins og segull að henni. Eftir þessi fyrstu kynni okkar áttum við eftir að eiga ótal ánægju- legar stundir saman þar sem margt var rætt og hlegið. Við ræddum um bækur, þætti í útvarpinu, handavinnu og alltaf vildi hún vita um börnin mín. Það var alltaf farið til Sigurbjargar þegar einhver úr minni fjölskyldu var búinn í prófum og drukkið kaffi og spjallað þar til prófþreytan var horf- in. Það var mjög sárt að sjá á eftir Sig- urbjörgu þegar hún flutti norður á Sauðárkrók, auðvitað var það eigin- girni en þessar kaffistundir sem við áttum saman voru yndislegar. Sigurbjörg var mikil hannyrða- kona, og það eru ekki fáir hlutir sem hún gaf okkur sem munu um ókomna tíð prýða heimilið og minna okkur á hana. Sigurbjörg var ein af þessum kon- um, sem vinna sín verk hljóðlega og var ekki allra fyrr en fólk kynntist henni nánar og sá hvaða gull af manni hún var. Hún var ávallt ljúf og háttvís. Björgvin og Sigurbjörg voru mjög samrýnd hjón og glæsileg og var eftir þeim tekið hvar sem þau komu. Ég minnist eitt skipti er maðurinn minn kom heim frá að aka Sigurbjörgu nið- ur á Suðurgötu þar sem hún bjó áður en hún fór norður. „Mikið er hún Sig- urbjörg glæsileg kona, hún hlýtur að hafa borið af öðrum konum þegar hún var ung.“ Það var rétt Sigurbjörg var glæsileg kona. Ég kynntist aðeins yngri dóttur- inni, henni Önnu Höllu, sem var bæði dóttir og vinkona. Sigurbjörg fór ekki svo fáar ferðir til dóttur sinnar þegar hana langaði að sjá málverkasýning- ar, fara í leikhús eða á tónleika. Þetta var mikil lífsfylling fyrir Sigurbjörgu því hún nærðist á öllu sem sneri að menningu. Elsku Sigurbjörg mín, hafðu þökk fyrir allt. Við sendum börnum, barna- börnum og tengdabörnum þínum dýpstu samúðarkveðjur okkar. Við eigum öll fallegar minningar um góða konu. Kristrún Jónsdóttir. Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, STEFÁN BENEDIKTSSON, Minni Brekku, Fljótum, sem lést mánudaginn 9. janúar, verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Jóna Benediktsdóttir, Bragi Fannbergsson, Kristín Inga Brynjarsdóttir, Petra Fanney Bragadóttir, Stefán Bragason og fjölskyldur. Faðir minn, tengdafaðir, frændi, vinur, bróðir og mágur, BJARNI PÁLSSON sjómaður, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 10. janúar, verður jarðsung- inn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 20. janúar kl. 13.00. Kristín Bjarnadóttir, Sigurður B. Stefánsson, Ólöf Benediktsdóttir, Höskuldur Jónsson. Kjartan Pálsson, Helga Helgadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES KRISTINN ÁRNASON, Suðurengi 33, Selfossi, fyrrum bóndi á Moldnúpi, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju föstudag- inn 20. janúar kl. 14.00. Guðrún Einarsdóttir, Árný Jóna Jóhannesdóttir, Kjartan Kristófersson, Sveinn Borgar Jóhannesson, Guðbjörg J. Tómasdóttir, Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann G. Frímannsson, Jóhann G. Guðmundsson og barnabörn. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN BRIEM BJÖRNSSON, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 16. janúar. Ragnhildur Björnsson, Arnbjörn Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.