Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 53 MENNING HUGMYNDAFLUG rithöfunda sem skifa ævintýrasögur fyrir börn virðist oft frjótt með ólíkindum. Bretinn Jane Johnson er kynnt sem útgefandi verka Tolkiens til margra ára og höfundur textabóka sem fylgdu kvikmyndinni um Hringa- dróttinssögu. Í bók hennar, Leyni- landinu, má greina áhrif víða að. Í hugann koma til dæmis ævintýra- legir atburðir, furðuverur og galdrar í Harry Potter bókunum og myrkir og bjartir heimar Hringa- dróttinssögu. En í bókinni gætir einnig frumlegrar sköpunar í stíl þeirra sem segja börnum ævintýri á kvöldin; spunastíls þar sem furð- unum eru engin takmörk sett. Þetta er líklega helsti kostur bókarinnar ásamt nokkurri spennu og trúverð- ugri aðalpersónu. Aðalpersóna Leynilandsins er tólf ára drengur, Ben Arnold að nafni, sem býr með fjölskyldu sinni í smábæ í Englandi. Í upphafi er hann venjulegur, góður drengur sem safnar sér fyrir mann- ætufiskum í búri og langar ekki til neins meira en að veikri móður sinni batni af dularfullum sjúkdómi sem gerir hana æ máttfarnari. Í byrjun sögunnar kynnist drengurinn tal- andi ketti sem sýnir honum hvernig hann tengist Leynilandinu. Það er land þar sem dýr, menn og náttúra eru af sömu rótum; jafnvel svo að menn hafa hjartarhorn eða hunds- hausa, kentárar hlaupa um og álfar svífa og allir skilja mál hinna, jafn- vel drekarnir sem spúa eldi. Í þessu landi var eitt sinn allt fagurt og gott en hlutverk Bens er að koma til bjargar þar sem ill öfl og gráðug vilja leggja undir sig Leynilandið. Það sem á undan er sagt er aðeins brot af furðunum en hugmynda- flugið er óþrjótandi. Heimarnir tveir skarast nokkuð; aðallega með þeim hætti að illir náungar í Leynilandinu reyna að flytja furðudýr á milli og græða á því að selja þau en munu einnig minnka með því hina góðu töfra og ná þannig landinu undir sig. Í sög- unni gætir nokkuð hins sígilda boð- skapar um að græðgi, valdabrölt og mannfyrirlitning muni eyða veröld- inni ef ekkert er að gert. Persón- urnar, fyrir utan Ben sjálfan, eru nokkuð fyrirsjáanlegar. Flestar eru annaðhvort mjög góðar eða mjög ill- ar og þess vegna ekki alveg trúverð- ugar, svo fremi sem furðuverur geti orðið það. Hins vegar er samúð með þeim sem eiga bágt fallega lýst sem og baráttu drengsins sem oft þarf að gera upp á milli tveggja kosta sem báðir eru illir. Með því verður hann tákn hinnar sígildu hetju bók- menntanna, karlkyns, sem hefur líf og örlög annarra í hendi sér en fyrir honum liggur að þurfa ekki aðeins að bjarga heilum heimi frá dimmum örlögum heldur einnig móður sinni frá dauða. Þetta er ekki lítið verk- efni fyrir ungan dreng sem auk þess er hræddur við ýmislegt en sagan sleppur fyrir horn frá klisjunum þar sem hún er reglulega spennandi til enda. Endirinn sá er reyndar ansi snubbóttur því augljóst er af honum að önnur bók er í vændum þar sem hlýtur að koma í ljós hvort ætl- unarverkið tekst. Þrátt fyrir nokkra ofgnótt æv- intýralegra persóna og atburða í Leynilandinu og stíl sem er stirður á köflum heldur sagan lesendum sínum við efnið með spennandi þræði, skemmtilegum teikningum og samúð aðalpersónunnar sem er ekki sama um veröldina. Fljúgandi drekar og talandi dýr BÆKUR Börn eftir Jane Johnson. Teikningar eftir Adam Stower Þýðing: Sigrún Á Eiríksdóttir. 247 bls. Bókaútgáfan Æskan, Reykjavík 2005. Leynilandið Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.